Morgunblaðið - 18.06.2016, Side 45

Morgunblaðið - 18.06.2016, Side 45
DÆGRADVÖL 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. JÚNÍ 2016 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Stórbrotin áætlun er að verða að veruleika. Þú hefur haft augun á óraunhæfu markmiði í langan tíma en gengið vel í leið að því. Nú þarftu að sanna fyrir sjálfum þér að þú getur vissulega öðlast það. 20. apríl - 20. maí  Naut Þetta er góður tími til að endurmeta sambönd þín við vini þína. Fáðu hlutlausan aðila til aðstoðar því hann sér málið öðrum augum. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Næstu vikur verða fullar af alls kyns skemmtilegri afþreyingu. Leyfðu öðr- um, og þá sérstaklega lítilmagnanum, að njóta sannmælis þegar til kastanna kemur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er gaman að taka fulla ábyrgð á litlu hlutunum í lífinu. Heppni nútíðarinnar tengist fortíðinni með einhverjum hætti, hver er sinnar gæfu smiður. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eins og segir í laginu, er ekki hægt að reka á eftir ástinni. Nú er rétti tíminn til þess að vera aðgætnari, varkárari og þrosk- aðri. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Reyndu að brjótast út úr þeim hugs- anagangi, sem ríkt hefur svo lengi. Hnýttu lausa enda og fáðu yfirsýn yfir málin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ætlast til að þú halir inn pen- inga, og þá þarf að kunna að smjaðra. Vertu bara viss um að það kynni þig fyrir ein- hverju alveg nýju. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Nú er komið að því að taka ákvörðun svo þú verður að taka af skarið. Oft þarf nú ekki stóra hluti til, heldur bara breyta út af vananum og svo aftur. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú átt orðastað við samstarfs- mann og það samtal veldur þér hugarangri. Ekki aðeins veistu nákvæmlega hvað þú vilt heldur veistu líka hvernig þú átt að fá því framgengt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Í dag finnst þér gaman að skipu- leggja ferðalög. Flýttu þér samt hægt og gefðu öðrum möguleikum gaum. Hikaðu ekki við að hrinda hugmyndum þínum í framkvæmd. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Djúpur skoðanaágreiningur ríkir á milli þín og samstarfsmanna þinna. Láttu aðra vita af fyrirætlunum þínum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ferðaáætlanir þínar eru bæði stór- brotnar og glæsilegar. Láttu vini þína vita hversu mikilvægir þeir eru þér, þeir munu endurgjalda þér það og meira til. Sem endranær var síðasta laug-ardagsgáta eftir Guðmund Arnfinnsson: Af ýmsu bergi brotnir menn. Bretar og Danir teljast vera, Þegna ríkis rúmar enn. Reynist grúppur í sér bera. Helgi R. Einarsson svarar og verða menn að ráða í svarið: Lausnarorðið loks ég sá, lukkan hafði völdin. Saxar leika saxa á í Saxlandi á kvöldin. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Þjóðerni ólík. Yrkjum ljóð: Sem Evrópuþjóð eiga nefndu sess. Séu landmæri skinn, er skrokkur þjóð. Skýr grúppudæmi: SÞ, AGS. Guðmundur Arnfinnsson skýrir gátuna þannig: Þjóð merkir líka þjóðernið. Þjóð eru Bretar og Danirnir. Þjóð sem ríkisþegnar við. Þjóð eru hópar og söfnuðir. Og lætur tvær limrur fylgja: Ofvirkum áþekk stökkli, andrík í sigurhökli ávarpar þjóð og þylur ljóð Elísabet undan Jökli. Af embætti lét hann Óli, en eins og köttur í bóli bjarnar væri, þó vel sig bæri hann Sturla á forsetastóli. Síðan kemur laugardagsgátan eftir Guðmund: Höfði kvenna er hann á. Yfir glugga líta má. Í bókbandinu þjónar þér. Þessi garpur mikill er. Og enn koma tvær forsetalimrur eftir Guðmund til: Fólkið er hugstætt Hildi, hefja vill mannleg gildi auðsöfnun ofar, alþjóð lofar að sýna mannúð og mildi. Hér guðsríki Guðrún boðar, gjarnan við þróun aðstoðar, vill landgræðslu stunda, með leiðtogum funda. Leiðir til úrbóta skoðar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Rík eru ráð rammrar þjóðar Í klípu „ÉG VEIT ÞAÐ EKKI… LOF MÉR AÐ SOFA Á ÞESSU.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVERS VEGNA HEYRI ÉG ÞIG ALDREI SEGJA „VINSAMLEGA“ OG „TAKK FYRIR“?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að deila MP3-spilaranum þínum. STUNDUM RÆTAST DRAUMAR NEIBBS, ÞÚ ERT ENN EKKI PÍTSA MEÐ PEPPERÓNI ÞÚ ERT FÍFL! SPÝTUR OG SPREK, SPÆNA MITT ÞREK, EN UPPNEFNI SÆRA MIG ALDREI! ÞAÐ GILDIR HINS VEGAR ANNAÐ UM ANDREMMUNA ÞÍNA!! Asparglytta og grasormar eru nýj-ustu „gæludýrin“ á heimilinu. Þau kosta ekki neitt og hægt að næla sér í þau hvar sem er. Þessi skordýr eru nú að finna víða á heimilinu, ým- ist í glerkrukku eða prýðilegu plast- íláti. Í fyrstu hélt Víkverji að afkvæmið færi með fleipur þegar það tönnlaðist á þessu orði, asparglytta, og benti í allar áttir á iðjagrænar aspir. Mikil ósköp sem hægt er að dást að þess- um litlu fallegu bjöllum. x x x Víkverji var búinn að gleyma þvíhvað það er gaman að fylgjast með þessum litlu pöddum að störfum og hversu heillaður hann var sjálfur af þeim þegar hann var barn. Það rifjaðist upp fyrir honum þegar hann horfði á barnið með trýnið inni á milli runna að tína samviskusamlega upp grasorma og asparglyttu og setja í box. Barnið var himinsælt með af- raksturinn og pöddurnar í boxinu. x x x Háskóli Íslands og Ferðafélag Ís-lands buðu upp á skordýra- skoðun í Elliðarárdalnum á dög- unum. Það fannst Víkverja frábært framtak. Pöddur voru skoðaðar og sérfræðingar fræddu um tegundir og annað þess háttar. Allir gátu mætt þeim að kostnaðarlausu. Börn hafa einlægan áhuga á því sem þau skoða og þau eru alltaf svo óhrædd við að spyrja – sem við mættum tileinka okkur í ríkari mæli. x x x Þegar Víkverji fór að skoða þessarpöddur sem voru komnar inn í stofu til hans enn frekar áttaði hann sig á því að hann gleymdi algjörlega stað og stund. Hann horfði heillaður á grasorm spæna í sig vænan bita af epli. Víkverji er viss um að hann hafi áttað sig á því í fyrsta skipti um hvað núvitund snýst. Það er að hugsa ekki um neitt heldur vera fullkomlega meðvitaður um það sem fyrir augu ber. Svei mér þá ef það heppnaðist ekki fullkomlega í þetta eina sinn. Þökk sé pöddunum í lífi Víkverja sem hafa gert sig heimakomnar í stofu- glugganum. Ætli hann taki sig ekki til og fjölgi þeim þegar fram líða stundir. víkverji@mbl.is Víkverji Hann rekur réttar munaðarleysingj- ans og ekkjunnar og sýnir aðkomu- manninum kærleika og gefur honum fæði og klæði. (5. Mós. 10:18) EDDA HEILDVERSLUN Stofnsett 1932 Heildverslun með lín fyrir: Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210 eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is 83 ÁRA Rúmföt, handklæði, sængur, koddar og annað lín fyrir ferðaþjónustuna - hótelið - gistiheimilið - bændagistinguna - heimagistinguna - veitingasalinn - heilsulindina - þvottahúsið - sérverslunina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.