Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016 „Risaskref inn í 21. öldina“ Í fyrsta lagi, þá hefur alltaf veriðmunur á einkunnagjöf á milliskóla. Það er ekkert nýtt í því,“ segir Gylfi Jón Gylfason, sviðsstjóri matssviðs hjá Menntamálastofnun, um það misræmi sem kom fram í grunnskólum nú þegar tekið var upp nýtt kerfi við einkunnagjöf skólanna. Einkunnirnar eru grundvöllur þess hvort nemendurnir fá inngöngu í þá menntaskóla sem þeir sóttu um en Gylfi Jón segir að nýja kerfið, sem byggist á bókstafa- kvarða í stað tölu- stafa, sé einmitt tekið upp til að minnka misræmið á milli skólanna. Segir breytingar taka tíma „Í gamla kerfinu voru engin eiginleg viðmið um það hvað ætti að standa á bak við þessar einkunnir. Við höfum alltaf vitað að einkunnin 8 í einum skóla var hugsanlega jafngild 8,5 í öðrum skóla og svo framvegis. Það sem gerist á hinn bóginn núna er að við setjum matsviðmið upp í aðal- námskránni sem eiga að liggja til grundvallar. Það verður því allt í einu kýrskýrt hvað á að vera í einkunn- inni,“ segir Gylfi Jón um þá breytingu sem fólgin er í nýja kerfinu sem er verið að innleiða. Hann kveður það ennfremur eðlilegt að slíkar breyt- ingar taki sinn tíma. „Það var ákveðinn hluti af skól- unum sem treysti sér ekki að fara alla leið inn í nýja einkunnakerfið og völdu að varpa úr tölum yfir í bók- stafseinkunnir. Þeir gefa þá tölulega einkunn sem þeir breyta síðan yfir í bókstafseinkunn. Þá gerist það að sumir segja að einkunnin A sé til dæmis á bilinu 9,1 til 10 og aðrir segja að hún sé á bilinu 9,3 til 10. Þá verður þessi munur á milli skóla, sem hefur alltaf verið falinn, alveg ofboðslega skýr. Sumir segja að afleiðingin sé sú, og við höfum fengið mjög ósátta for- eldra hingað, að nemandi komist ekki inn í einhvern tiltekinn menntaskóla með einkunnina B+ en hefði nem- andinn náð sama árangri í öðrum skóla þá hefði hann fengið A og þar með fengið inngöngu,“ segir hann. Gylfi Jón segir jafnframt að hann hafi rætt við flesta skólastjóra þeirra skóla er ákváðu að fara ekki alla leið með nýja kerfið, heldur varpa ein- kunninni frá tölustaf yfir í bókstaf eins og komið var inn á hér að ofan, og kváðust þeir ætla að taka upp nýja matskerfið að fullu á næsta ári. Gylfi Jón reiknar því fastlega með því að nýja bókstafakvarðakerfið verði öfl- ugra í náinni framtíð. Reyna að minnka misræmið Gylfi Jón segir þessa breytingu á matskvarðanum vera mjög metn- aðarfulla tilraun til þess að minnka misræmi í einkunnagjöf á milli skóla. Þá bendir hann á að það standi skýr- um stöfum í þeim leiðbeiningabækl- ingi sem Menntamálastofnun gaf út. Gylfi Jón kveður á um að það verði alltaf blæbrigðamunur í einkunnagjöf á milli skóla en að þegar nýja kerfið hafi verið innleitt að fullu, þá verði gjöfin miklu sambærilegri heldur en hún hefur verið hingað til. „Við hjá Menntamálastofnun feng- um það verkefni, þegar við urðum til þann 1. október í fyrra, að útbúa leið- beiningar og leiðbeina kennurum. Við unnum það í samstarfi við kennara um allt land og við bjuggum til mikið af fræðsluefni sem kennarar fengu á vormánuðunum,“ segir hann og bendir á heimasíðu Menntamála- stofnunar, mms.is, máli sínu til stuðn- ings. „Bókstafakvarðinn er talinn henta betur til að meta hæfni nemenda í staðinn fyrir einkunnagjöf sem metur kunnáttu sem byggist að einhverjum hluta til á ákveðnum páfagaukalær- dómi. Í nýja kerfinu eru nokkur matsviðmið á bak við hverja einkunn. Kennslan þarf því að vera skipulögð þannig að kennarinn hafi mynd af nemandanum og hans hæfni á þess- um tilteknu matsviðmiðum. Kenn- arinn þarf þá í tímans rás að meta það með mismunandi hætti hvar nemand- inn stendur til að fá góða mynd af hæfnisstigi hans,“ segir hann. 90% fengu fyrsta valið Gylfi Jón segir að hlutföllin á dreif- ingunni í einkunnunum vera eins og við var að búast, það hafi aldrei fleiri fengið inn í sitt fyrsta val og það hafa komið tiltölulega fáar kvartanir á borð Menntamálastofnunar. „90% nemenda fengu þann skóla sem þau völdu í fyrsta sætið og 99% fengu skólana sem þau völdu í fyrsta eða annað sæti. Það voru örfáir tugir nemenda sem fengu ekki inn í fyrsta eða öðru vali þannig að heilt yfir litið, þótt þarna séu einhver einstaklings- mál eins og hafa alltaf verið, þá er þetta frekar gott miðað við að ár- gangurinn er upp á einhver fjögur þúsund börn. Nemendurnir hafa að öllu jöfnu fengið það sem þeir báðu um,“ segir hann. „Ég undirstrika og ítreka að breyt- ingar taka tíma og það verður að sýna skólunum skilning með það að það tekur tíma að innleiða þær. Við erum að stíga risaskref inn í 21. öldina með því að fara inn í þennan viðmiða- bundna hæfnieinkunnakvarða. Þetta er samt sem áður svo mikil breyting að það er ekki óeðlilegt að hún gangi ekki öll yfir í einu,“ segir Gylfi Jón að lokum. Gylfi Jón segir þessa breytingu á matskvarðanum vera mjög metn- aðarfulla tilraun til þess að minnka misræmi í einkunnagjöf á milli skóla. Morgunblaðið/Frikki Mikið misræmi í einkunnagjöf grunnskóla kom fram þegar viðmiðabundinn hæfnieinkunnakvarði var tekinn í notkun. Kerfinu, sem á að stuðla að minna misræmi í einkunnagjöf, hefur verið mótmælt en Menntamálastofnun segir nýja kerfið skref í rétta átt. Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzl- unarskóla Íslands, sagði í sam- tali við mbl.is fyrir skemmstu að vissulega hafi verið nokkuð ósamræmi í einkunnagjöf grunnskólanna. Málið sé þó flóknara en svo að nýja kerfinu sé um að kenna. „Við sjáum að það eru ákveðnir skólar sem koma hlut- fallslega fleiri nemendum að hjá okkur núna heldur en þeir hafa gert undanfarið,“ segir hann um ósamræmið. Þá segist hann skynja aukinn pirring meðal for- eldra vegna nýja bókstafakerf- isins. Í ár bauðst nemendum að senda inn önnur fylgigögn um- sókn sinni til stuðnings, bæði í gegnum um- sóknarkerfið Innu og beint í gegnum vefsíðu Verzlunarskól- ans. „Það var í ör- fáum tilvikum sem við þurftum að gera upp á milli nemenda, þá var reynt að skoða þetta, ann- ars var líka gripið til þess að velja bara handahófskennt.“ Ingi telur þó að þegar allir hafi lært almennilega á nýja kerfið og unnið með það þá verði það til hins betra og jafnvel sann- gjarnara en gamla kerfið. Skynjar aukinn pirring Ingi Ólafsson ’ Þetta er mikil breyting og það tekur tíma fyrir skólana að laga sitt starf að þessu og sitt námsmat, og við vissum það fyr- irfram að það myndi taka tíma og skólarnir færu jafnvel ólíkar leið- ir núna fyrst þegar á þetta reynir, en okkur sýnist samt svona á heildina séð að þetta hafi gengið nokkuð vel fyrir sig. Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar, í viðtali við RÚV INNLENT DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON davidmar@mbl.is Gylfi Jón Gylfason

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.