Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 15
við byggjum og hvar ekki núna, virkar þetta allt ansi seinbúið. Af hverju vorum við svona lengi að bregðast við? „Það er eins og menn hafi ekki haft trú á sín- um eigin herferðum. Ég get tekið undir það. Ég hef verið gagnrýnd fyrir að þessu sé ekki öllu lokið. Ég spyr þá á móti: Af hverju var þetta verkefni skilið eftir óklárað þegar ég kem að þessu? Við erum búin að lyfta grettistaki á þessu kjörtímabili og höfum unnið mjög hratt. Það sem ég hef rekið mig á er mikilvægi samvinnu – að koma fólki saman að verkefninu. Það hefur vantað upp á, verður að segjast, en núna erum við farin að ná utan um þetta.“ Gjaldtökuumræðan ekki aðalmálið Náttúrupassinn var áberandi í umræðunni á sínum tíma og fleiri möguleikum á gjaldtöku hvað ferðamenn varðar hefur verið velt upp. Hvað hefur tekið svona langan tíma í því að ákveða besta fyrirkomulagið og koma því í gegn? „Samstöðuleysi. Ef ég mætti breyta ein- hverju hefði ég byrjað á því sem ég var að nefna, það er skipulaginu, Vegvísinum og Stjórnstöð ferðamála og í framhaldi af því tekið aðrar ákvarðanir. Gjaldtökuumræðan, átta ég mig meira og meira á eftir því sem tímanum vindur fram, tekur athyglina frá því sem að skiptir mestu máli. Þegar maður kafar ofan í all- ar þessar þekktu gjaldtökuleiðir – gistinátta- gjald, komugjöld, náttúrupassa og fleiri leiðir – sér maður að þær skila einungis brotabroti af því sem þegar skilar sér í þjóðarbúið frá ferða- mönnum.“ Hinar ýmsu gjaldtökuleiðir sem velt hafi ver- ið upp myndu skila á bilinu 300 milljónum á ári og upp í 1,5 milljarð, samkvæmt áætlunum ráðuneytisins. „Gistináttagjaldið eins og það er núna skilar tæpum 300 milljónum á ári. Þú sérð að tölurnar sem við erum að tala um, frá 300 milljónum upp í einn og hálfan milljarð, er ofboðslega lítið í stóra samhenginu. Athygli manna finnst mér því vera of mikil á gjaldtökuna sem slíka og það er eins og það eigi að bíða með allt annað til að klára hana. Ég hef lært af þessu öllu saman og það er einfaldlega ekki þannig. Við þurfum að klára þessi verkefni sem ég hef rætt um fyrst.“ Ragnheiður segist á hinn bóginn enn sem áð- ur hafa sannfæringu fyrir þeirri leið sem hún lagði til á sínum tíma. „Engin þeirra er gallalaus en mér finnst aðrar leiðir ekki eins vænlegar.“ Þá liggi fyrir nýjar tölur frá ríkisskattstjóra um virðisaukaskattskylda veltu á fyrstu fjórum mánuðum ársins, en breytingar á virð- isaukaskattskerfinu hafi meðal annars falist í því að fækka undanþágum og hækka neðra þrepið. „Þetta fjölgar þeim sem eru innan kerfis og greiða virðisaukaskatt og þar að leiðandi eykst virðisaukaskattskyld velta um umtalsverðar upphæðir.“ Má þar nefna fimm milljarða aukn- ingu á skattskyldri veltu í flokki farþegaflutn- inga og fjóra milljarða í flokki hótela og gisti- heimila milli ára. „Önnur gististarfsemi vekur líka athygli, en heimagisting er inni í því,“ segir hún en virðisaukaskattskyld velta jókst um rúmar 630 milljónir króna milli ára í þeim flokki samkvæmt tölum frá ríkisskattstjóra. Maður sér sláandi tölur um aukningu og tekjur af ferðamönnum og spyr sig í kjölfarið hvort það sé nóg að gert í uppbyggingunni. Gæti framkvæmdasjóður ferðamannastaða, þrátt fyrir aukin framlög, ekki allt eins verið tí- falt stærri? „Jú, eflaust. En þess ber að geta að við hefð- um sennilega ekki getað framkvæmt fyrir mikið meira á undanförnum misserum vegna þess að við höfðum ekki rétta verklagið. Það eru margir staðir þar sem við getum sett niður alls konar framkvæmdir en þær þarf að skipuleggja, það þarf undirbúa þær, deiliskipuleggja og teikna samhliða því að auka fjárframlögin og það er það sem við höfum verið að gera,“ segir hún. „Stóru tölurnar eru annars staðar.“ Þar nefn- ir ráðherra meðal annars vegakerfið og nýlegar framkvæmdir á flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrir alls um tuttugu milljarða. „Þarna eru stóru fjár- festingarnar og fjárfestingaþörfin. Þótt upp- bygging á ferðamannastöðum og salern- isaðstöðu og fleira í þeim dúr sé mikilvæg er það einungis lítill hluti af því sem þarf að gera.“ Morgunblaðið/Ómar Óskarsson 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 66 .8 72 80 .76 1 81 .2 67 82 .2 20 83 .4 65 9 7.7 57 11 2. 12 1 12 3. 52 1 14 4. 58 1 18 0. 67 9 ? 200.000 180.000 160.000 140.000 120.000 100.000 80.000 60.000 40.000 20.000 0 Janúar Júlí Heimild : HagstofaTekið saman af Morgunblaðinu Ferðamenn á mánuði: janúar og júlí Brottfarir erlendra ríkisborgara frá Keflavíkurflugvelli ’ Ef ég mætti breyta einhverjuhefði ég byrjað á skipulaginu,Vegvísinum og Stjórnstöð ferða-mála og í framhaldi af því tekið aðrar ákvarðanir. Gjaldtöku- umræðan, átta ég mig meira og meira á eftir því sem tímanum vindur fram, tekur athyglina frá því sem að skiptir mestu máli. 26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.