Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 21
lenti hann í höndunum á Gary Lindsay, prófessor og djassgúrú, sem átti eftir að verða mikill áhrifa- valdur í lífi Veigars. „Gary er stór- kostlegur tónlistarmaður og hefur einnig mikla ástríðu fyrir kennslu.“ Ætlaði að vera eitt ár í LA Eftir að hafa lokið meistaraprófi í Miami 1998 ákvað Veigar að fara í sérnám í kvikmyndatónlist í Los Angeles, þar sem kvikmynda- tónskáldið Elmer heitinn Bernstein var meðal kennara. „Upphaflega ætluðum við bara að vera í eitt ár í LA en þau urðu sextán,“ segir Veig- ar. „Ég er sem betur fer svo lán- samur að eiga alveg einstaka konu sem hefur verið til í ævintýri og heimshornaflakk. Við hófum okkar samband 19 ára gömul og það verð- ur að segjast eins og er að þetta hef- ur verið mikil rússíbanareið með miklum hæðum og lægðum. Án hennar mér við hlið hefði ég senni- lega aldrei haldið harkið út. Við höf- um alltaf tekið slaginn saman. Hvernig sem „viðrar“.“ Veigar byrjaði að vinna sem að- stoðarmaður við útsetningar á tón- list fyrir teiknimyndir en fljótlega kom tilboð sem átti eftir að reynast örlagaríkt. „Einar Þorsteinsson, vinur minn og klippari í LA, hringdi í mig og sagðist mögulega geta út- vegað mér verkefni. Það vantaði tónlist fyrir stiklu vegna kvikmynd- arinnar Baby Boy eftir John Single- ton. Á þessum tíma var ég alveg grænn; hafði ekki hugmynd um að sérstök tónlist væri samin fyrir stiklur í Hollywood. Hélt að menn notuðust bara við tónlist úr mynd- inni,“ útskýrir Veigar brosandi. Svo því sé til haga haldið er stikla (e. trailer) stutt myndband sem gert er til að kynna og vekja athygli á væntanlegri kvikmynd. Aðstandendur myndarinnar voru á höttunum eftir svonefndri stomp- tónlist, sem gæti kallast stapp- tónlist á íslensku, og spurðu Veigar hvort hann væri maðurinn í það verkefni. „Það er sérgrein mín,“ svaraði Veigar án þess að hika. „Skrökvaði því auðvitað, þar sem ég vildi ekki missa af þessu tækifæri. Hélt þess utan að ég fengi í það minnsta viku frest til að skila tónlistinni og hefði þannig nægan tíma til að setja mig inn í stomp-tónlist.“ Öðru nær. „Stórkostlegt. Þú skil- ar þá klukkan níu í fyrramálið!“ Veigar kaldsvitnaði og brunaði heim í dauðans ofboði. „Ég hringdi út um allt eftir leiðbeiningum; vakti alla nóttina og tókst einhvern veg- inn að henda einhverju saman,“ rifj- ar hann upp brosandi. Til að gera langa sögu stutta sló þessi frumraun Veigars í stomp- tónlist rækilega í gegn og var notuð í stiklunni vegna Baby Boy. Örlög hans voru ráðin. Margar vökunætur Allar götur síðan hefur Veigar sér- hæft sig í gerð tónlistar fyrir kvik- myndastiklur. Um er að ræða risa- stórt en mjög sérhæft fag í Bandaríkjunum, en Veigari telst til að um fimmtíu misstór fyrirtæki sérhæfi sig í markaðsherferðum fyr- ir stóru kvikmyndaverin í Holly- wood. Veigar hefur tekið að sér mörg stór verkefni gegnum tíðina. Má þar nefna Ocean’s 11, Ocean’s 12, Bat- man Begins, Superman Returns, The Dark Night Rises, The Hobbit: An Unexpected Journey og The Lord of the Rings: The Two To- wers. Hann segir það hafa kostað mikla vinnu að hasla sér völl í Hollywood og hann eigi margar vökunætur að baki, auk þess sem hann hafi þurft að sleppa brúðkaupum og jarð- arförum. „Mér leið alltaf eins og ég væri að klípa aftan af ævinni með því að vinna svona mikið en hjá því varð ekki komist. Við fjölskyldan fórnuðum ýmsu með því að dveljast svona lengi ytra, en fengum margt annað í staðinn. Sirrý hélt utan um reksturinn og heimilið meðan ég dvaldi langdvölum í hljóðverinu. Það getur auðveldlega myndast ójafn- vægi í fjölskyldulífinu við svona óreglulegan vinnutíma og það jafn- ast ekkert á við að eiga frábæra konu sem heldur utan um pakkann meðan ég er með hugann við tón- smíðarnar.“ Hann vinnur enn mikið enda þótt það sé heldur minna en á þessum árum. Veigar hefur löngum gefið sér tíma til að sinna djassinum líka; semja og útsetja, meðal annars fyrir LA Philharmonic, Hollywood Bowl Orchestra, Pink Martini, Jamie Cullum og Joni Mitchell. Þar að auki hefur hann samið tónlist við nokkrar myndir í fullri lengd, m.a. íslensku myndina Köld Slóð. Hann vann einnig til verðlauna á Spáni ár- ið 2011 fyrir tónlist sína úr íslensku stuttmyndinni In A Heartbeat eftir Jón Gústafsson og Karolinu Le- wicka. „Við hjónin stofnuðum fyrirtæki árið 1999, Presto Music, til að halda utan um reksturinn og höfum rekið það saman síðan. En svo ákváðum við að venda kvæði okkar í kross fyrir fjórum árum, fara í samstarf með öðrum aðila og setja á lagg- irnar nýtt fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð tónlistar fyrir kvikmynda- og sjónvarpsstiklur.“ Fyrirtækið heitir Pitch Hammer Music og meðeigandi Veigars og Sirrýar heitir Brian Brasher, einn stofnmeðlima rokkhljómsveit- arinnar góðkunnu Creed. Hætti reyndar „korteri fyrir frægð,“ eins og Veigar lýsir því. „En Brian er svo jákvæður drengur að hann hef- ur alltaf talað um það sem blessun.“ Allt að hundrað stiklur á ári Auk Veigars og Brashers starfa þrír á skrifstofu fyrirtækisins í Los Ang- eles, auk þess sem þeir eru með fimm tónskáld í fullu starfi. Þess ut- an kemur fjöldi manna að starfinu eftir þörfum; tónskáld, hljóðfæra- leikarar, hljóðblandarar og fleiri. Veigar áætlar að Pitch Hammer Music komi að áttatíu til hundrað markaðsherferðum á ári. „Hlutverk okkar er að gera límonaði úr sítrón- um, eins og sagt er vestra,“ segir hann. „Margar bíómyndir eru með 2 trailera; 90 sekúndna teaser trailer og svo 2:30 fullan trailer. Þar að auki eru oft margir TV-trailerar, þ.e. trailerar sem birtast eingöngu í sjónvarpi. Stórar myndir gera jafn- vel allt upp í 20-30 „TV spots“ eins og það er kallað. Og margir með mismunandi tónlist og mismunandi klipptir. Allt miðast við ákveðinn markhóp. Þar að auki eru sumir trailerar með tónlist úr ýmsum átt- um. Kannski efni frá okkur og svo popplag frá Coldplay eða eitthvað slíkt.“ Veigar segir samstarfið við Bras- her ganga vel. „Við smellpössum saman. Ég er A-týpa en hann B- týpa, þannig að við bætum hvor annan vel upp. Hann er flinkari í samningum og að fronta fyrirtækið, en ég er meira maðurinn á bak við tjöldin.“ Meðal nýlegra verkefna má nefna Captain America: Civil War, Zoolander 2, The Jungle Book, The Imitation Game, Spotlight, Alice in Wonderland 2, Sicario, Mad Max: Fury Road og Deadpool. Veigar segir ekkert vandamál að sinna vinnunni héðan frá Íslandi. „Skype, Dropbox og tölvupósturinn gera mér kleift að vera hér. Að ekki sé talað um hratt internet. Ég er með hraðara internet hér en í LA. Ég fer samt reglulega út; ætli ég sé ekki í LA svona tíu til tólf vikur á ári. Það er nóg. Þá gæti ég þess að vera mjög sýnilegur og viðhalda tengslanetinu, sem er auðvitað orðið býsna stórt eftir allan þennan tíma. Það skiptir máli að hamra járnið. Manni leyfist ekki að slaka mikið á. Þetta er stanslaus vinna.“ Hann segir það alltaf hafa unnið með sér að vera Íslendingur í Los Angeles. Þjóðernið sé framandi og veki forvitni. Þegar tveir menn séu um verkefni, annar frá Pennsylv- aníu og hinn frá Keflavík, hafi menn tilhneigingu til að líta fyrst á þann síðarnefnda. „Ef þú ert að reyna að koma þér á framfæri í LA og segist vera frá Íslandi færðu mjög líklega athygli. Það er svo undir þér sjálf- um komið að nýta þér þá athygli.“ Darth Veigar Hann segir mikilvægt fyrir alla Ís- lendinga, hvar sem þeir eru í heim- inum og hversu lengi sem þeir dvelj- ast fjarri heimahögum, að muna að þeir eru alltaf fulltrúar Íslands. „Í W. Bush var forseti en poppkúlt- úrinn og afþreyingariðnaðurinn eru til þess fallin að losa um spennu og draga úr fordómum. Þetta er kannski ekkert rosalega djúpt en eigi að síður staðreynd sem enginn skyldi vanmeta. Engum er illa við George Clooney og hver getur ekki skemmt sér yfir stórmyndum eins og Star Wars eða Independence Day?“ Segir ekki nei við mömmu! Rekstur Pitch Hammer Music hefur tekið lungann úr tíma Veigars und- anfarin ár. Núna langar hann hins vegar að fara að sinna sinni eigin tónlist í ríkari mæli. Hann var einn stofnmeðlima Stórsveitar Reykja- víkur og fékk þá ágætu sveit loksins „undir puttana“ á dögunum við prýðilegar undirtektir. „Það er langt síðan ég hef stjórnað tón- leikum en þetta er eins og að læra að hjóla; það gleymist ekkert.“ Hann getur gjarnan hugsað sér að gera meira af slíku í framtíðinni. Eins að semja, útsetja og taka upp fjölbreyttari tónlist. „Ég er með að- stöðu hjá vinum mínum í Stúdíó Sýrlandi og hlakka til að gefa lista- hlið tónlistarinnar meiri tíma á kom- andi misserum.“ Þá hefur Veigar verið að kenna meistaranemum í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands og kann afar vel við sig í því hlutverki. Spurður um trompetinn glottir Veigar. „Trompetinn er harður hús- bóndi og maður þarf að halda sér mjög vel við til að vera samkeppn- isfær á þeim vettvangi. En fyrst þú spyrð spilaði ég um daginn á tón- leikum með Eldey, kór eldri borg- ara í Reykjanesbæ. Mamma er í kórnum og bað mig um þetta. Mað- ur segir ekki nei við mömmu sína!“ mörgum tilvikum erum við örugg- lega eini Íslendingurinn sem við- komandi hefur hitt eða kemur til með að hitta um dagana. Reynum því í öllum bænum að vera almenni- leg!“ Spurður hvernig Bandaríkja- mönnum gangi að glíma við nafnið hans skellir Veigar upp úr. „Vægar“ eða „Vígar“ sé ekki óalgengt. „Ann- ars bendi ég fólki alltaf á að þetta sé sama hljóðið og í Darth Vader; þá nær það þessu strax.“ Hann hlær. Veigar skilgreinir tónsmíðar Pitch Hammer Music sem blöndu af tónlist og hljóðhönnun. Bestu við- brögðin segir hann eftirfarandi: „Vá, ég veit ekki hvað þetta er en það er geggjað!“ Almenningur hefur oft samband við fyrirtækið vegna tónlistar við einstakar stiklur og þá er tónlistin gjarnan sett inn á Spotify eða iT- unes svo að fólk geti notið hennar þar. „Mikið af okkar efni er reyndar ekki þar því við reynum að halda tónlistinni „exclusive“ fyrir kvik- myndaverin.“ Það er síðan merkilegt að 60-70% slíkra beiðna koma frá Mið- Austurlöndum, þar sem Bandaríkin njóta almennt séð ekki mikillar hylli. „Þótt sambandið sé stirt við mörg af þessum ríkjum elska allir amerískan poppkúltúr. Það er í það minnsta mín reynsla. Ímynd Banda- ríkjanna í Mið-Austurlöndum hefur verið löskuð allt frá því að George ’ Ísland er „hot spot“ þegar kemur að ferðamennsku.Það fer ekkert á milli mála. Það besta sem gat fyrirokkur komið í þessu sambandi var gosið í Eyjafjalla-jökli. Bandaríkjamenn vita að minnsta kosti upp til hópa miklu meira um landið eftir gosið. 26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 N ýbýlavegur8.-200 Kópavogur-S:527 1717 - dom usnova@ dom usnova.is -w w w .dom usnova.is Frítt verðmat Viltu vita hvað þú færð fyrir fasteignina þína ? Fasteignasala venjulega fólksins... Fagljósmyndun Traust og góð þjónusta alla leið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.