Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 40
T ónlist mín er í grunninn mjög hlaðin tilfinn- ingum. Hún er samin frá mínum dýpstu hjartarótum og hún er gerð til þess að láta fólkinu sem hlýðir á hana líða vel,“ segir bandaríski lagahöfundurinn Burt Bacharach en hann kemur til með að halda tónleika í Eldborgarsal Hörpu þriðjudaginn 12. júlí. Bach- arach er lifandi goðsögn á sviði tónsmíða og hefur samið yfir fimm hundruð lög á sextíu ára ferli sín- um. Þá hefur hann meðal annars hlotið átta Grammy-verðlaun, þrenn Óskarsverðlaun og ein Golden Globe-verðlaun fyrir lög á borð við „Raindrops Keep Fallin’ on My Head“, „I Say a Little Prayer“, „What’s New Pussycat?“ og There’s Always Something There to Remind Me“. Ætlar að flytja sín þekktustu lög „Ef ég næ að snerta hjartastrengi hlustenda, þó það sé ekki nema í smá stund, þá hef ég náð tak- marki mínu,“ segir Bacharach, sem er á sínu áttugasta og sjö- unda aldursári, um væntingar sín- ar til tónleikanna á Íslandi og bætir við að hann sé mjög spennt- ur fyrir kvöldinu. Hann kveðst koma fram með hljómsveit og þremur söngvurum sem allir séu sérvaldir. „Sveitin sem ég kem með er hvorki stór né lítil, hún er ein- hvers staðar þarna á milli. Ég mun, ásamt henni og söngv- urunum, drepa víða niður fæti hvað tónlistarferil minn varðar. Ég mun þar að auki leika á píanó, sjá um tónlistarstjórn og mögu- lega syngja eilítið með. Ég mun þó einungis leggja í hið síðast- nefnda ef áhorfendur verða mér hliðhollir,“ segir hann kíminn með sinni rámu rödd. Bacharach segir að á tónleikunum verði flutt þau lög sem hann voni að flestir kann- ist við en þess má geta að hann hefur samið fjörutíu og átta lög sem náð hafa inn á topp tíu á vin- sældalistanum í Bandaríkjunum, þar af níu sem náðu efsta sætinu. Warwick stendur upp úr Bacharach hefur samið lög fyrir margar stórstjörnur á ferli sínum og má þar nefna Tom Jones, Dusty Springfield, Perry Como, Bobby Vinton, Neil Diamond, Rod Stewart og Elvis Costello. Hann segir samstarf sitt við Dionne Warwick þó standa upp úr en mörg laga hans voru sérstaklega samin fyrir hana. „Dionne stendur að sjálfsögðu upp úr. Hún var eiginlega alltaf sú fyrsta sem við hringdum í þegar Burt Bacharach hefur á ferli sínum meðal ann- ars unnið til þrennra Óskarsverðlauna. Hyggst snerta hjartastrengi Tónsmíðagoðsögnin Burt Bacharach mun efna til tónleika í Hörpu 12. júlí og verður öllu tjaldað til. Allar helstu perlur tónskáldsins, sem í gegnum tíðina hafa meðal annars verið verið fluttar af söngvurum á borð við Dionne Warwick, Tom Jones og Dusty Springfield, verða fluttar af hljómsveit og þremur sérvöldum söngvurum. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is LESBÓK Ólöf Arnalds mun seiða fram töfrandi dagskrá á Jónsmessukvöld íMengi ásamt samverkamanni sínum til margra ára, Skúla Sverrissyni. Tónlistin verður úr ranni þeirra beggja í bland við annað efni. Arnalds og Mengi 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.