Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 32
Mæðgurnar Fríða Bryndís Jóns-dóttir og Elín Ólafsdóttir stofnuðufyrirtækið Rå oils árið 2013 eftir að Fríða var búin að fá nóg af því að prófa hinar ýmsu lausnir til þess að losna við ból- ur eða svokallað „acne“ og örin sem þeim fylgja, sem höfðu plagað hana í meira en 10 ár. Elín, sem er snyrtifræðingur að mennt, hafði grúskað mikið í mætti ilmkjarnaolía og var sannfærð um að þær gætu hjálpað dótt- ur hennar í þessari baráttu í stað sterkra lyfja og krema. Hún hóf nám í ilmkjarna- fræði og að því loknu hófst hún handa við að þróa olíu sem gæti hjálpað Fríðu í barátt- unni. Markmiðið var að olían væri algjörlega náttúruleg, vegan, án allra rotvarnar- og annarra aukaefna og olíurnar sem notaðar væru, væru ekki prófaðar á dýrum. Elín gerði margar mismunandi blöndur sem voru prófaðar þar til rétta blandan fannst. „Á þessum 10 árum hafði ég eytt háum fjárhæðum í hinar ýmsu húðvörur og húð- lækna, bæði á Íslandi og í London, ásamt því að gangast undir tvær mjög erfiðar og sársaukafullar meðferðir með lyfinu Roac- cutane, og neitað mér um allan mat sem að hinir ýmsu grasalæknar sögðu að gæti esp- að upp „acne“, úskýrir Fríða sem þrátt fyrir þetta, losnaði aldrei við bólurnar, og erfiðu lyfjameðferðirnar skildu hana eftir með djúp ör. Sameina styrkleika sína „Fyrsta olían okkar, Acne therapy, var upp- haflega eingöngu þróuð fyrir Fríðu. Vinkon- ur og vinir fóru að taka eftir breytingunni á húð Fríðu og vildu vita hvað hún hefði gert,“ segir Elín. Í kjölfarið fór boltinn smám saman að rúlla, Elín fór að þróa olíu til að hjálpa vin- konu með psoriasis, og þá fæddist Skin therapy-olían. Fyrir sjálfa sig vildi hún finna olíu sem væri hrein og náttúruleg, og þá leit Anti ag- ing-olían dagsins ljós. Mæðgurnar eru búsettar hvor í sínu land- inu, Elín á Íslandi en Fríða í Bretlandi. „Okkur gengur alveg ótrúlega vel að vinna saman, þrátt fyrir fjarlægðina. Við er- um mjög heppnar að því leyti að við erum með okkar styrkleika og náum að sameina þá mjög vel. Fríða er t.d. algörlega þessi „business“-manneskja og sér um allar við- skiptaáætlanir, fjárhagsáætlanir, stefnu og þess háttar á meðan ég er skapandi, er sér- fræðingurinn um olíurnar, og sé alfarið um alla vöruþróun og auðvitað að blanda olíurn- ar,“ útskýrir Elín. Íslensk framleiðsla Olíurnar eru allar hand-blandaðar af Elínu á Íslandi í litlum skömmtum. „Við blöndum ol- íurnar eftir pöntunum til þess að koma í veg fyrir að olíurnar standi í lengri tíma áður en að þær komast í hendur viðskiptavina til þess að tryggja ferskleika og hámarks virkni,“ segir Elín. Allar olíurnar og rósavatnið er sett í EP (Epoxy Phenolic)-húðaðar álflöskur, sem að útiloka ljós algjörlega og veita nauðsynlega vörn gegn sveiflum á hitastigi. „Þetta er nauðsynlegt til þess að viðhalda gæðum og virkni olía, en bæði ljós og sveifl- ur í hitastigi brjóta niður eiginleika olía og gerir það að verkum að notandinn er ekki að fá fulla virkni úr olíunum,“ útskýrir Fríða og bætir við að EP-húðunin komi einnig í veg fyrir að olíurnar komist í beina snertingu við álið, og tryggir þannig að við- skiptavinirnir fái olíurnar í óskertum gæð- um. „Flöskurnar okkar flokkast einnig undir hæsta endurvinnslustig, og eru að fullu end- urvinnanlegar á lágu hitastigi. Akkúrat núna erum við að vinna að því að koma vörunum okkar í fleiri verslanir á bæði Norðurlöndunum og í Bretlandi, en við höfum hingað til einbeitt okkur meira að netversluninni erlendis en vörurnar eru einnig fáanlegar í verslun Alena á Íslandi.“ Tvær nýjar vörur væntanlegar Aðspurðar hvað sé á döfinni segjast mæðg- urnar með ýmsa pop-up-viðburði í bígerð eftir sumarið í þeim löndum sem olíurnar seljast mest, t.d. Bretlandi. „Elín er líka alltaf í stanslausri vöruþróun og í dag erum við með tvær vörur í sköp- unarferlinu og hlökkum til að koma út með þær síðar. Síðan erum við líka bara að njóta þess að fá að vinna við þetta, þróa nýjar vörur og fá að heyra hvernig þær hjálpa öðrum. Þetta er ótrúlega skemmtilegt og gefandi ferðalag og við hlökkum til að fá að vinna með Rå oils vonandi til frambúðar,“ segir Fríða að lokum. Mæðgurnar Elín Ólafsdóttir og Fríða Bryndís Jónsdóttir. Mikill er máttur ilmkjarnaolía Mæðgurnar Fríða Bryndís Jónsdóttir og Elín Ólafsdóttir reka fyrirtækið Rå oils. Árið 2013 hófu þær að þróa olíu sem hjálpaði Fríðu að takast á við húðvandamál og síðan þá hafa tvær olíur og rósavatn bæst við. Olíurnar, sem eru framleiddar á Íslandi, eru náttúrulegar, vegan, án allra rotvarnar- og annarra aukaefna. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Skin therapy olían er róandi og græðandi, en hún er ætluð húð sem að þjáist af miklum þurrki, kláða, rósroða, exemi og psoriasis. Acne therapy-olían sem var upphaflega ætluð Fríðu, er sérstaklega ætluð fyrir feita húð og húð sem að þjáist af „acne“ sýkingu og örum. ’Við erum mjög heppnar að því leyti að við erum með okkar styrkleika og náum að sameina þá mjög vel. Rósavatns andlitsspreyið er hreint lífrænt rósavatn unnið úr Búlg- örsku rósinni (rosa damscena). Spreyið á að gefa raka og næringu. Anti-aging olían er ætluð fyrir eldri húð. Olían bætir teygjanleika húðarinnar, gefur raka, nærir, og dregur úr fínum línum og hrukkum. TÍSKA 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016 Í sýningarrými í anddyri Norræna hússins stendur nú innsetning frá þeim Dainius Bendika, fatahönnuði, og Guðmundi Jörundssyni, fatahönnuði JÖR. Innsetningin prýðir anddyrið í tilefni af Listahátíð en síðasti sýningardagur er 26. júní. Jör – Innsetning

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.