Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 22
HÖNNUN Tískuhúsið COS og hönnunarhúsið Hay sem kynntu sam-starf sitt í mars, hafa bætt garðhúsgögnum í annars skemmti- lega húsgagnalínu sem einkennist af skandinavískum stíl. Lína COS og Hay stækkar 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016 Mig langar í ... ... í stofuna The Flag Halyard chair eftir Hans J. Wegner en Wegner er einn af uppá- haldsstólahönnuðunum mínum. Svo er fallegt klassískt málverk eftir ís- lenskan listamann líka á óskalistanum. ... í forstofuna hefur mig lengi langað í alveg svartan, með svörtum kúlum, Hang it all snaga eftir Eames. Ég myndi þá setja upp tvo þannig í forstofuna þannig væri örugglega nóg plass fyrir alla jakka, töskur og hatta sem fylgja okkur fjölskyldunni. ... í eldhúsið Eldhúsið í íbúðinni okkar núna er mjög lítið, lokað og með sáralitlu borðplássi. Mig dreymir um að einn daginn munum við búa í íbúð með opnu eldhúsi þar sem væri nóg pláss værir fyrir alla fjölskyldu- meðlimi. Mig langar líka í kopar-potta og -pönnur, pottarnir og pönnurnar okkar hanga uppá vegg og það væri gaman að þar héngju vandaðir og fallegir pottar sem væru allir í stíl í staðinn fyrir þetta sam- ansafn sem er þar núna. Morgunblaðið/Styrmir Kári ... á baðherbergið langar mig í fallegar sápur og húðvörur frá merkinu Aesop. ... í barnaherbergið Eldri stelpan mín byrjar í skóla í haust þannig að nú fer okkur að vanta gott skrifborð í herbergið hennar. Draumurinn væri að eignast borð með nægu plássi en samt fyr- irferðarlítið. Brooklyn desk frá Oeuf væri fullkomið í herbergið hennar af því það er fallegt, nett og stækkar með barninu. ... á vinnustofuna Draumavinnustofan væri eiginlega bara bílskúr með allskonar smíða- og suðugræjum svo ég gæti fram- kvæmt sjálf allar litlu hugmyndirnar mínar. Svo mætti vera lítið horn þar fyrir tölvuna og teikniborð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Anna Kristín Óskarsdóttir, förðun- arfræðingur, er mikil áhugamann- eskja um hönnun og tísku. Anna heldur úti vönduðu hönnunarbloggi á slóðinni annakristinoskars.com ásamt vinsælu Instagram-síðunni annakristinoskars þar sem hún er dugleg að birta myndir af fallegu heimili sínu og fáguðum hönnunarvörum. Anna Kristín deilir spennandi óskum sínum inn á heimilið með Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn ... í svefnherbergið Okkur langar í stærra rúm. Við höfum látið það sitja dálít- ið á hakanum að kaupa nýtt rúm fyrir okkur sjálf og erum búin að sætta okkur við sama litla rúmið alltof lengi. ... í útópískri veröld Mig langar alls ekki að búa í stóru húsi í framtíðinni. Draum- urinn er miklu frekar að eiga litla fallega hæð í hverfinu með bílskúr og garði en geta síðan fjárfest í fallegum sumarbústað við Meðalfellsvatn þar sem við gætum eytt helgunum saman.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.