Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 18
FERÐAMENNSKA 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016 Unga fólkið hefur mismikið yndi af náttúruperlunum. Þó rignt hafi hressilega við Gullfoss spillti það ekki gleði gesta. Strokkur er alltaf áskorun fyrir snögga ljósmyndara. Litaspilið er sjaldan tilkomumeira á Íslandi en í júní þegar lúpínan er í fullum blóma. Góðir gestir á ystu nöf við Gullfoss. Glaðst yfir velheppnaðri myndatöku við Skógafoss. „Þessi mikla fjölgun ferðamanna hefur haft gífurleg áhrif á íslenskan efnahag, en einnig samfélag og íslenska nátt- úru,“ segir Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í ferða- málafræði við Háskóla Íslands „Samsetning þeirra ferða- manna sem núna heimsækja okkur hefur líka breyst töluvert. Í dag erum við að fá miklu fleiri svokallaða fjöldaferðamenn en áður. Slíkir ferðamenn hafa miklu meiri áhrif á samfélag og náttúru.“ Flokka megi ferðamenn í nokkrar tegundir eftir mis- munandi viðhorfi þeirra og væntingum til þess áfanga- staðar sem þeir velja að heimsækja. Fjöldaferðamenn séu þjónustusinnaðir og þannig ólíkir til dæmis náttúrusinnum sem sækjast eftir fábrotnum inn- viðum, vilja kynnast landi og þjóð og bera virðingu fyrir því sem þar er. Til einföldunar grípur Rannveig til samanburðar við Íbísaferðir Íslendinga: „Þegar við förum til Íbísa erum við ekki endilega að fara til að kynnast Spánverjum og spænskri menningu. Við förum til að hafa gaman og vænt- um góðra hótela og annarrar þjónustu, skiptir ekki endilega máli hvort að sú þjónusta sé í höndum Spánverja eða annarra.“ Hún telur að ferðamennskan geti vissulega haft mjög jákvæð áhrif á at- vinnulífið en að til þess þurfi að stýra og skipuleggja greinina mun betur. „Hvaða svæði viljum við byggja upp fyrir fjöldaferðamennsku og hvaða svæðum viljum við forða frá slíkri uppbyggingu? Þessa umræðu vantar enn þrátt fyrir þessa hröðu þróun sem hefur verið. Það virðist ríkja hálfgert gullgrafaraæði í kringum ferðamennskuna í dag, og að það vanti alla skipu- lagningu og stjórnun.“ Rannveig segir að fjölgunin ætti ekki að koma neinum á óvart, gífurlegir fjármunir hafi verið settir í markaðssetningu landsins síðastliðin ár og að þróunin sé samkvæmt því algjörlega eftir kennslubókinni. „Ísland var hins vegar ekki tilbúið undir svona mikinn ágang. Þá er gripið til þess sem við Íslendingar erum duglegir í, það er fyrstu hjálpar. Við byggj- um hins vegar ekki upp atvinnugreinina á eintómum fyrstu hjálpar aðgerð- um og hættan er sú að allir vinsælir áfangastaðir verði fjöldaferðamennsku- staðir.“ Hún nefnir hins vegar Bláa lónið sem dæmi um stað þar sem slík upp- bygging er mjög vel heppnuð. Gullfoss og Geysir séu á hinn bóginn dæmi um staði þar sem verður ekki snúið til baka. „Þetta eru orðnir hundrað prósent fjöldaferðamannastaðir og mikilvægt að byggja góða innviði og þjónustu til að taka á móti öllum þeim fjölda sem sækir staðina heim. Við eigum að nota ferðamennskuna, ekki láta ferðamennskuna nota okkur. Við erum ekki þar í dag, því miður.“ Verið sé að setja miklar upphæðir í framkvæmdasjóð ferðamannastaða en allt grundvallarskipulag skorti. „Framkvæmdasjóðurinn er góður upp að vissu marki. Þar sem þörfin er svo brýn eru þetta verkefni sem einkennast af fyrstu hjálp. Það er verið að byggja stíga hér og salerni þar, en heildræna langtíma skipulagsáætlun til grundvallar um hvar á að byggja, hvað á að byggja, hvernig á að byggja og hvar á ekki að byggja vantar alveg. Ef slíkrar áætlunar nýtur ekki við eigum við á hættu að landið verði mjög einsleitur ferðamannastaður og stefnum jafnframt einni af okkar helstu auðlindum í geiranum í hættu, sem er ósnortin náttúra og víðerni.“ VIÐBRÖGÐ MINNI Á FYRSTU HJÁLP Gullgrafaraæði í ferðamennsku Rannveig Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.