Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 34
FERÐALÖG Hljómsveitin Radiohead, sem kom einmitt fram íLaugardalnum um síðustu helgi, spilar meðal annars á hátíðunum Lollapalooza og Austin City Limits. Radiohead 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is VIÐ ERUM SAMFÉLAGIÐ. VIÐ MÓTUM ÞAÐ OG GETUM NOTIÐ ÞESS. STUNDUM GERUM VIÐ EKKERT ÞVÍ OKKUR SKORTIR KJARK ÞEGAR VIÐ SJÁUM EINHVERN BEITTAN OFBELDI. ER ÞAÐ SAMFÉLAGIÐ ÞITT? Sjá útsölustaði á www.heggis.is SILKIMJÚKAR hendur Tónlistarhátíðin Secret Solstice var í algleymingi um síðustu helgi ogvar Reykjavík meðal annars troðfull af erlendum ferðalöngum semhingað komu til að njóta tónlistarinnar og stemningarinnar sem slík- um hátíðum fylgir. Tónlistarhátíðir á borð við sólstöðuhátíðina í Laug- ardalnum eru þó langt frá því að vera séríslenskt fyrirbæri. Það kennir ým- issa grasa í hátíðarflóru Evrópu og Norður-Ameríku og verða hér nokkrar af þeim stærstu sem framundan eru nefndar til sögunnar. HRÓARSKELDA Danmörk – 25. júní til 2. júlí Varla er hægt að tína saman lista á borð við þennan án þess að minnast á Hróarskeldu á Sjálandi. Hátíðin hefur allt frá stofnun hennar árið 1971 ver- ið vinsæl á meðal Íslendinga og skal engan undra. Margar af stærstu hljómsveitum síðari ára hafa stigið þar á svið og er þar engin undantekning í ár. Á meðal þeirra sem munu koma fram í sumar eru Mac DeMarco, LCD Soundsystem, Wiz Khalifa, M83, Tame Impala, New Order, Grimes, PJ Har- vey, Red Hot Chili Peppers, Action Bronson, Skepta og At the Drive-In. EXIT Serbía – 7. til 10. júlí Það eru ekki margar tónlistarhátíðir sem geta státað af því að vera haldnar í borgvirki. Exit er engu að síður ein þeirra en hún fer fram í einu slíku í borg- inni Novi Sad í Serbíu. Hátíðin hlaut þann heiður að fá Evrópsku tónlistarhátíðaverðlaunin árið 2014. Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram í borgvirkinu í ár eru The Prodigy, Wiz Khalifa, The Vaccines, skítamix- erinn David Guetta, Bastille og Stormzy. SECRET GARDEN PARTY England – 21. til 24. júlí Leynilega garðpartíið hefur verið haldið árlega frá árinu 2004 í námunda við bæinn Huntingdon í Cambridge-skíri í Englandi. Hátíðin hefur vaxið frá ári til árs, frá því að vera hátíð með einu sviði og um þúsund gesti og í það að vera fimmtán sviða hátíð með tugþúsundir gesta. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni í ár eru kanadíski elektrótónlistarmaðurinn Caribou, franska dúóið Air, Maribou State, Shura, The Temper Trap og Stanton Warriors. TOMORROWLAND Belgía – 22. júlí til 24. júlí Teknóhátíðin Tomorrowland hefur verið haldin hátíðleg í Boom í Belgíu frá árinu 2005 og er orðin ein sú stærsta í heiminum. Þeir sem hafa gaman af ný- legu evróruslteknói ættu ekki að láta hátíðina framhjá sér fara en þar hafa allir mest sleiktu plötusnúðar meginlandsins komið fram. Í ár eru það Armin van Buuren, David Guetta, Fedde Le Grand, Tiësto og Sander van Doorn sem halda uppi heiðri hátíðarinnar. LOLLAPALOOZA Bandaríkin – 28. til 31. júlí Lollapalooza leit fyrst dagsins ljós árið 1991 þegar söngvari Jane’s Addiction, Perry Farrell, ákvað að reka smiðshöggið á feril sveitarinnar með veglegri hátíð. Lollapalooza hefur vaxið ásmegin og frá árinu 2005 hefur hátíðin verið haldin í Grant Park í Chicago. Þá hefur hátíðin einnig staðið fyrir viðburðum um allan heim, meðal annars í Brasilíu, Síle, Argentínu, Kólumbíu og Þýska- landi. Mörg stór nöfn eru á hátíðinni í ár, til að mynda Radiohead, LCD Soundsystem, Future, Red Hot Chili Peppers, Lana Del Rey, J. Cole og Maj- or Lazer. SZIGET Ungverjaland – 10. til 17. ágúst Norðarlega í Búdapest er hundrað og átta hektara eyja í Dóná. Þar fer fram tónlistarhátíðin Sziget þar sem meira en þúsund hljómsveitir koma fram ár hvert. Hátíðin er haldin í tuttugasta og þriðja skiptið í ár og hefur hátíðin unnið til fjölda verðlauna á þeim ferli sínum, meðal annars Evrópsku tónlist- arhátíðaverðlaunin. Öllu verður tjaldað á hátíðinni í ár en meðal þeirra sem koma fram eru Rihanna, Muse, Sia, The Chemical Brothers, Crystal Castles, Sigur Rós og Die Antwoord. AUSTIN CITY LIMITS Bandaríkin – 30. sept til 9. okt Það er ekki oft sem tónlistarhátíðir af þessari stærðargráðu eru tvískiptar en að þessu sinni verður Austin City Limits haldin tvær helgar, 30. september til 2. október og aftur 7. til 9. október. Hátíðin fer fram í fimmtánda skiptið í ár í Austin í Texas og kennir ýmissa grasa. Radiohead mætir á svæðið en þar verða einnig Kendrick Lamar, Mumford & Sons, Willie Nelson, LL Cool J, Chris Stapleton, Flume, Schoolboy Q, Band of Horses og Flying Lotus. Sviðin eru oft nokkur á tónlistarátíðum svo mannskarinn geti dreift úr sér. AFP Rapparinn Future spilar á Lollapa- looza í Chicago í Bandaríkjunum. Tónlistin trekkir að Fólk sækir ýmsa afþreyingu til útlanda og er tón- listin þar engin undantekning. Þá er um að gera að slá nokkrar flugur í einu höggi og planta sér á tónlistarhátíðir en nóg er til af slíkum á næstunni. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.