Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 8
Í PRÓFÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016
GÓÐGERÐARMÁL Streep vinnur að ýmsu sem við-
kemur konum og jafnrétti. Hún er talsmaður fyrir
National Women’s History Museum sem er safn um
kvennasögu Bandaríkjanna en hún lætur umtalsvert
fé renna til safnsins. Hún gaf til að mynda allan ágóða
sinn af myndinni The Iron Lady til safnsins, alls eina
milljón dollara.
Streep gaf einnig milljón dollara til The Public
Theater í nafni stofnanda þess, Joseph Papp, og vin-
konu hennar, rithöfundarins Noru Ephron.
Hún styður einnig herferð Gucci „Chime For
Change“ sem er alheimsherferð til að safna pen-
ingum og efla vitund um misrétti. Herferðin er til
stuðnings konum og stúlkum um víða veröld og legg-
ur áherslu á menntun, heilsu og rétt kvenna.
Í apríl 2015 stofnaði hún sjóð til styrktar kvenkyns
kvikmyndahandritshöfundum yfir fertugu. Hún styð-
ur mörg fleiri verkefni víða um heim sem tengjast
konum. Streep segist vera húmanisti sem vilji jafn-
rétti. Streep styður ýmis málefni tengd konum og jafnrétti.
AFP
Húmanisti sem
vill jafnrétti
MERYL STREEP er talin af mörgum gagnrýnendum sem og aðdáendum
heimsins besta núlifandi leikkona. Hún er þekkt fyrir áhrifamikinn leik í
dramatískum hlutverkum en hefur einnig spreytt sig á gamanhlutverkum.
Hún slær sjaldan feilnótu og þær kvikmyndir sem hafa „floppað“ virðast
gleymast furðu fljótt. Hinar lifa áfram og hefur hún margoft átt stórleik.
Nítján sinnum hefur hún verið tilnefnd til Óskarsverðlauna og hlotið þau
þrisvar. Enginn annar leikari hefur jafn oft verið tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna og eru þetta sjö fleiri tilnefningar en Katharine Hepburn og
Jack Nicholson hafa fengið. Streep hefur aldrei lent á síðum slúðurblaðanna
og hefur verið gift sama manninum síðan 1978, en það er sama ár og leikferill
hennar var að fara á flug.
29 Golden Globe tilnefningar
Streep byrjaði ferilinn með áherslu á óperu en fékk leiklistarbakteríuna og
sótti um í Yale School of Drama þar sem hún nam leiklist. Hún lék í sinni
fyrstu kvikmynd árið 1977 og árið eftir í
The Deer Hunter en fyrir það hlutverk
fékk hún sína fyrstu Óskarsverðlauna-
tilnefningu. Næsta áratug skilaði hún frá-
bærum leik í eftirminnilegum kvikmynd-
um eins og Silkwood, Out of Africa,
Ironweed og A Cry in the Dark. Árið
1995, eftir nokkra lægð í ferlinum, átti hún
stórleik á móti Clint Eastwood í The Brid-
ges of Madison County, mynd sem margir
felldu tár yfir. Nýlegar og eftirminnilegar
myndir eru The Devil wears Prada, Julie
& Julia, Mamma Mia, August: Osage
County og The Iron Lady.
Streep vann Óskarsverðlaun í fyrsta
skipti fyrir Kramer vs. Kramer árið 1980,
þá fyrir Sophie’s Choice árið 1983 og síð-
ast fyrir The Iron Lady árið 2012 þar sem
hún þótti fara á kostum sem Margaret
Thatcher. Auk þess hefur hún átta sinn-
um fengið Golden Globe-verðlaunin og
verið tilnefnd 29 sinnum sem er einnig
met.
FJÖLSKYLDULÍF Meryl heitir fullu
nafni Mary Louise Streep. Hún er
fædd þann 22. júní árið 1949 og
verður því 67 ára í sumar. Móðir
hennar, Mary Wolf Wilkensen, var
listakona og faðir hennar, Harry
William Streep, var yfirmaður hjá
lyfjafyrirtæki. Meryl bjó með leik-
aranum John Cazale í þrjú ár eða
þar til hann lést úr lungnakrabba ár-
ið 1978. Stuttu síðar fann hún ástina
á ný og sex mánuðum eftir lát Ca-
zale giftist hún skúlptúrlistamann-
inum Don Gummer. Þau eru enn
gift og eiga fjögur uppkomin börn,
tónlistarmanninn Henry (1979),
leikkonuna Mamie (1983), leikkon-
una Grace (1986) og módelið Louisa
(1991). Þau hjón búa í Connecticut.
Gift í 38 ár
AFP
Meryl Streep hefur verið gift skúlptúrlistamanninum Don Gummer í 38 ár
og hafa þau hjón lengst af búið í Connecticut. Þau eiga fjögur börn.
DÆTURNAR Mamie, Grace og Louisa, þykja sláandi
líkar móður sinni og þá sérstaklega þær tvær fyrst-
nefndu. Mamie og Grace eru að stíga þau erfiðu spor
að feta í fótspor móður sinnar og eru að hasla sér völl sem
leikkonur. Yngsta dóttirin, Louisa, er í módelbransanum og
markaðsmálum.
Mamie Gummer lék með móður sinni í myndinni „Ricki
and the Flash“ þar sem Streep leikur konu sem yfirgefur
fjölskyldu sína til að leita að frama sem rokkstjarna. Mamie
er þekktust fyrir hlutverk sitt í læknaþáttunum Emily
Owens, M.D. Grace hefur leikið í sjónvarpsþáttunum The
Newsroom, í American Horror Story: Freak Show og sést
reglulega í þáttunum Extant.
Dæturnar Louisa, Mamie og Grace þykja sláandi líkar móður
sinni en tvær þeirra feta leiklistarbrautina.
Getty Images/AFP
Dæturnar þrjár
Leikkonan sem
slær öll met
Meryl
Streep er
alltaf glæsileg
þótt aldurinn
færist yfir.
AFP
Streep vann sín þriðju Óskarsverðlaun árið 2012 fyrir leik sinn í The Iron Lady.
Jean Dujardin vann óskar fyrir besta karlhlutverkið í The Artist.
AFP
’Nítján sinnum hefur hún ver-ið tilnefnd til Óskarsverðlaunaog hlotið þau þrisvar. Enginn ann-ar leikari hefur jafn oft verið til-
nefndur til Óskarsverðlauna.
Meryl Streep lifir sig eftirminnilega
inn í dramatísk hlutverk.
Reuters
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Iceland verslanir, Kostur, Kvosin, Melabúðin, Nettó,
Samkaup, Pure Food Hall flugstöðinni Keflavík, Sunnubúðin.
Graflaxinn okkar hlaut 1. verðlaun!
Grafinn með
einstakri
kryddblöndu
hefur þú smakkað hann?
2 0 1 6