Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 25
Eygló leggur mikið uppúr því að hafa hluti sem hún tengir við á heimilinu og þá skipta útlit, þægindi og notagildi höfuðmáli. Litríkt og og fallega innréttað svefnherbergi. Eygló Ingólfsdóttir fagstjóri. Fallegir litir og notalegt yfirbragð í stofunni. Eygló segist í heildina hrifin af einföldum og stílhreinum húsgögnum og hlutum. Smekklega innréttað og bjart baðherbergi. Hjónin Eygló Ingólfsdóttir og Karl Magnús Karls- son búa ásamt börnum sínum tveimur og hefðar- kettinum Sunnu í einbýlishúsi innst á Völlunum í Hafnarfirði. Húsið er sérhannað utan um fjöl- skylduna en Karl Magnús teiknaði húsið sem staðsett er rétt við Hvaleyrarvatn með útsýni yfir óspillta náttúru og hraun í bakgarðinum. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Heimili með sál og sögu Eygló Ingólfsdóttir, fagstjóristarfsbrautar fyrir einhverfanemendur í MK og ein- hverfuráðgjafi hjá Specialisterne á Íslandi, og Karl Magnús Karlsson, arkitekt hjá VA arkitektum, fluttu, ásamt börnum sínum, í húsið á Völl- unum árið 2008. Hjónin segjast fá innblástur héðan og þaðan, úr dag- legu lífi og frá vinum og fjölskyldu, þegar kemur að innréttingu heimilis- ins. „Stíllinn á heimilinu er blandaður og persónulegur. Mér finnst gott að hafa hluti og húsgögn með „sögu“ í kringum mig. Húsgögn og ýmsir nytjahlutir koma úr okkar fjöl- skyldum,“ útskýrir Eygló sem segist þó í heildina hrifin af einföldum og stílhreinum húsgögnum og hlutum. Fjölskyldan missti alla búslóðina ásamt bílnum í Vikartindi árið 1997 og segir Eygló það eflaust hafa áhrif á viðhorf sitt gagnvart verðmætum og til þess hvað sér þyki mikilvægt við innréttingu heimilisins. „Við höfðum búið í Berlín í 10 ár en þar vorum við í námi og störfuðum við okkar fög að námi loknu og flutt- um heim í febrúar 1997 og misstum allt okkar. Ég vil hafa bjart og rúmgott í kringum mig. Legg uppúr því að hafa hluti sem ég tengi við og þá skiptir útlit, þægindi og notagildi höfuðmáli fyrir mig. Ég forðast að hafa of mikið af húsgögnum og öðru dóti en líður best með að hafa persónulega hluti með sál í kringum mig t.d. verk eftir börnin okkar og vini. Á veggjunum eru t.d. myndir eftir börnin okkar síðan þau voru í grunn- og leikskóla, ljósmyndir eftir Þóru Hrönn Njáls- dóttur ljósmyndara og listaverk Doro Berg á veggjunum, en báðar eru þær góðar vinkonur okkar,“ seg- ir Eygló og bætir jafnframt við að verðmætið liggi í að búa notalega umgjörð fyrir fjölskylduna til að vera saman. Aðspurð hvar hjónin kaupi helst inn á heimilið segir Eygló IKEA hafa verið í uppáhaldi í gegnum tíðna. „Ég hef nefnilega þörf fyrir að breyta og bæta reglulega og þá er gott að geta keypt flott hannaða hluti á góðu verði. Penninn og Casa eru verslanir með fallega og klassíska hönnun, þar er ýmislegt sem mig dreymir um.“ Eins og áður hefur komið fram þá er hún hrifin af hlutum og hús- gögnum með sögu og þá kemur „Góði hirðirinn“ sterkur inn. „Þar hef ég til dæmis keypt 2 stóla sem við pússuðum upp og glærlökk- uðum ásamt ýmsum smáhlutum. Það er gaman að skoða þar og rifja upp gamlar minningar í leiðinni.“ Hang it all-snaginn frá Eames í ljósum litum. 26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 LOKAHELGIN Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru. UMBRIA Hornsófi með tungu. Hægri eða vinstri tunga. Grátt eða dökkgrátt áklæði. Stærð: 330 × 265 × 78 cm. Aukahlutur á mynd: Hnakkapúði. 335.990 kr. 419.990 kr. AFSLÁTTUR 20% EM-TILBOÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.