Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 48
„Ég er góður núna en spennan mun magnast og ég á örugglega eftir að verða ein taugahrúga á mánudaginn. Veit hreinlega ekki hvort ég get unnið handtak,“ segir „ísl-enski“ knattspyrnuáhugamaðurinn George Kristófer Young sem bíður viðureignar Íslands og Englands með mikilli eftirvæntingu. George á íslenska móður og enskan föður. Hann fædd- ist á Íslandi en bjó fyrstu fimmtán árin í Englandi. „Núna er ég búinn að búa í sextán ár á Ís- landi, þannig að kannski er ég orðinn örlítið meiri Íslendingur en Englendingur,“ segir hann sposkur. Hann segir það líka mannlega tilhneigingu að halda frekar með litla liðinu í keppni, auk þess sem enginn geti komist hjá því að hrífast með íslenska ævintýrinu á EM. Árangur liðsins sé þegar orð- inn undraverður. „Annars er hjartað al- veg klofið. Bæði lið eru mér jafnkær. Ég hef alltaf haldið með Englandi á stórmót- um og þekki ensku leikmennina betur en þá íslensku. Ég er Manchester United-maður og hreifst af Marcus Rashford í vor en hafði ekki heyrt um Arnór Ingva Traustason fyrr en hann kom inn á gegn Austurríki,“ segir George. Hann viðurkennir að hann hafi síður viljað að liðin hans mættust á mótinu. „Ég fagnaði sigurmarki Íslands gegn Austurríki að sjálfsögðu ógurlega en sökk svo niður í stól- inn þegar ég áttaði mig á því hvað sigurinn þýddi.“ George segir pressuna augljóslega á Englendingum. Ís- land sé þegar orðið „sigurvegari“ á EM og geti borið höf- uðið hátt en Roy Hodgson lands- liðseinvaldur Englands verði án efa að finna sér heilsárshús á Spáni verði lærisveinar hans undir. Þegar gengið er á George telur hann enska liðið sigurstranglegra í leiknum. Það búi klárlega að betri leikmönnum. Á móti komi að íslenska liðsheildin sé tvímælaust betri, auk þess sem íslenska liðið sé leikreyndara en hið unga lið Englands. George spáir Eng- lendingum sigri, 2:1, en vonar eigi að síður að leikn- um ljúki með víta- spyrnukeppni. Best sé að setja viðkvæm mál af þessu tagi í hendurnar á almætt- inu. Með klofið hjarta George Kristófer Young býr sig undir erfiðan mánudag enda er hann hálfur Íslendingur og hálfur Englendingur. Löndin mætast sem kunnugt er á EM. SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2016 25%50% ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30 Summer-eldstæði. 60 cm. 11.900 kr. Nú 8.330 kr. 75 cm. 19.900 kr. Nú 13.930 kr. Caribean-borð.Bambusborð. 160 x 80 x 74 cm. 39.900 kr. Nú 19.950 kr. Quebec-borð og4Link-stólar. Fallegt hvítt borðstofuborð með krómfótum og 4 stólar með hvítri setu og krómfótum. 121.400 kr. Nú 81.500 kr. Nyhavn-stóll. 19.900 kr. Nú 11.900 kr. Einnig til hvítur. Rustik. Útsala 25-50% BÆTUM VIÐ VÖRUM OG AUKUM AFSLÁTT Sparaðu 25% AF ÖLLUM KERTUM Sparaðu 25-50% AF ÖLLUM SUMARVÖRUM TIL 28. JÚNÍ 25% 40% NexØ-borð og6Crocker-stólar. Fallegt borð með steyptri borðplötu og 6 Crocker stólum með nælonbandi í sessu og baki. 184.300 kr. Nú 124.900 kr. Chios-hornsófimeð sessum. 245 x 245 cm. 219.900 kr. Nú 139.900 kr. 30% Sitthvað var í fréttum á þessum degi fyrir réttri öld, mánudaginn 26. júní 1916. Í erlendum frétt- um var það helst að í hollensku borginni Rotterdam höfðu hvað eftir annað orðið blóðug upp- þot. „Fólkið hefir þyrpst saman umhverfis bústað borgarstjór- ans, en lögreglan hefir tvístrað því með vopnum; ótal búðir hafa verið rændar og ruplaðar, og nú er svo komið, að öll mannamót eru harðbönnuð,“ sagði í frétt Morgunblaðsins. „Aðallega er það kvenfólkið sem stendur fyrir þessum óspektum, og orsökin er sú, hvað nú er orðið dýrt að lifa þar. Innanríkisráðherranum var sent ávarp um þetta, og hefir hann skýrt frá því, að stjórnin hafi gert ráðstafanir til þess að útvega al- þýðu manna lífsnauðsynjar með sæmilegu verði.“ Í íþróttafréttum var hermt af knattspyrnukappleik milli „Fram“ og „Reykjavíkur“, sem fram hafði farið deginum áður. Fór svo að jafntefli varð; hvort félagið vann tvo leika. Hvað sem það nú þýðir! Hallaði þó heldur á Fram, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. GAMLA FRÉTTIN Blóðug uppþot Ungir íbúar Rotterdam fara mikinn í miðborginni. Myndin er nýleg og teng- ist ekki uppþotunum í borginni fyrir réttum eitt hundrað árum. AFP ÞRÍFARAR VIKUNNAR Fredrik Ljungberg fyrrverandi knattspyrnumaður Felix Bergsson fjölmiðlamaður Tryggvi Guðmundsson knattspyrnumaður George neyðist til að skipta sjálfum sér í tvennt á mánudaginn.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.