Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 35
26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Það þarf ekki endilega að ferðast út fyrir landsteinana til að upplifa tónlistarhátíðarstemninguna í sumar og er úr ýmsu að velja hérna heima. Hátíðirnar eru bæði haldnar á stórhöfuðborgarsvæðinu sem og úti á landi og verða nokkrar þær helstu hér taldar upp. EISTNAFLUG Neskaupstaður – 6. til 9. júlí Þungarokkshátíðin Eistnaflug hefur verið haldin hátíð- leg í Neskaupstað á Austurlandi frá því sumarið 2005. Meðal þeirra hljómsveita sem koma fram í ár eru Mes- huggah, Opeth, Hatari, Amorphis, Ham, Sólstafir og Dimma. Þar að auki verður partýtjald þar sem minna þungar sveitir á borð við Retro Stefson, Úlfur Úlfur og Páll Óskar koma fram. LUNGA Seyðisfjörður – 10. til 17. júlí Listahátíðin LungA samanstendur meðal annars af vinnusmiðjum, sýningum og tónleikum og um eina allsherjar veislu að ræða. Meðal listasmiðja má nefna Óskhyggju, Ruslabóratóríum og Performanskareókí- faktorí. Ekki er enn búið að tilkynna um allar þær sveitir sem munu koma fram á hátíðinni en meðal þeirra sem eru búnar að staðfesta komu sína eru rapp- arinn GKR, Fufanu, Hatari, Ayia og Fura. NORÐANPAUNK Laugarbakki – 29. til 31. júlí Pönkhátíðin Norðanpaunk er fremur ný af nálinni en hefur farið vaxandi frá ári til árs. Margar hljómsveitir eru væntanlegar á hátíðina og má þar nefna hina sænsku Martyrdöd, hollensku sveitina Gnaw Their Tongues, Misþyrmingu, Sinmara, Severed, Forgarð Helvítis, Kæluna miklu og Q4U. INNIPÚKINN Reykjavík – 29. júlí til 1. ágúst Innipúkar geta sameinast um Verslunarmannahelgina og kíkt á Húrra og Gauk á Stöng þar sem Innipúka- hátíðin fer fram. Ekki er búið að staðfesta endanlegan hljómsveitalista en meðal þeirra sem hafa staðfest komu sína eru Aron Can, Emmsjé Gauti, Kött Grá Pjé, Snorri Helgason, Valdimar og Agent Fresco. AUSTURLANDIÐ STÁTAR AF TVEIMUR STÓRUM HÁTÍÐUM Innipúkinn í Reykjavík hefur verið vel sóttur af tónlistarunn- endum sem kunna ekki vel við að gista í tjöldum úti á landi. Morgunblaðið/Eggert Íslenskar tónlistarhátíðir Á LungA kennir ýmissa grasa. Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Dagskrá stærri tónlistarhátíða er yfirleitt frá morgni og langt fram á nótt. Gestir geta þá skipulagt sína eigin dagskrá og séð það sem þeir vilja sjá. AFP Tónlistarhátíðir framundan Lollapalooza Chicago – Bandaríkin Austin City Limits Austin – Bandaríkin Secret Garden Party Huntingdon – England Tomorrowland Boom – Belgía Exit Novi Sad – Serbía Sziget Búdapest – Ungverjaland Hóarskelda Hróarskelda – Danmörk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.