Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 44
Þegar Ágústa Ýr var orðinuppiskroppa með hugmyndirað myndefni fór hún að
beina vélinni að sjálfri sér. Nú not-
ar hún sjálfa sig sem myndefni til
að tjá sig um fegurð og ljótleika í
þessum nútímaheimi sem einkenn-
ist af yfirflæði myndefnis og sjálfs-
dýrkunar í myndum. Til þess notar
hún nútímatækni í ljósmyndun og
myndbandi og vinnur myndirnar
þannig að hún afmyndar gjarnan
andlit sitt til að sýna oft óþægilegar
myndir af sjálfri sér og koma skila-
boðum á framfæri. Femínismi og
kvenréttindi eru henni hugleikin og
fjalla mörg verka hennar um stöðu
konunnar í heiminum.
Ágústa hefur dvalið í New York á
hverju sumri síðan hún var ungling-
ur og hjálpað frænku sinni, ljós-
myndaranum Önnu Pálma, með
börnin og heimilið. Hún á því ekki
langt að sækja ljósmyndaáhugann
og segist hafa smitast af frænku
sinni. Að loknu stúdentsprófi dreif
hún sig því út í stórborgina til að
nema ljósmyndun í hinum virta
listaskóla School of Visual Arts og
er hún nú að klára þriðja árið af
fjórum. Ágústa segir að lögð sé
áhersla á listræna ljósmyndun en
einnig á tísku- og auglýsinga-
ljósmyndun.
Hvernig er búið að vera?
Það er búið að vera æði! Það var
mjög erfitt fyrst, að komast inn í
gírinn í borginni. En ég hafði auð-
vitað fjölskyldu hér sem gerði þetta
auðveldara. En það tekur líka tíma
að eignast vini. En skólinn er mjög
fínn í heildina.
Hvernig myndirðu lýsa þinni ljós-
myndun?
Ég myndi ekki beint kalla mig
ljósmyndara, heldur listamann. Ég
tek ekki mikið af myndum lengur
þar sem ég er meira í hreyfimynd-
um. Ég er aðal myndefnið í mínum
myndum. Þar tala ég um fem-
ínisma, kvenréttindi og slíkt.
Hvenær byrjaðir þú að taka
sjálfsmyndir?
Á fyrstu önninni í skólanum var
ég mikið að taka myndir af frænk-
um mínum og öðrum krökkum sem
mér finnst mjög gaman að gera. Ég
mynda stundum fyrir Ígló, fata-
merkið heima. Kennarinn sagði við
mig, ég nenni ekki að sjá fleiri
myndir af krökkum, komdu með
eitthvað nýtt. Ég var í þvílíkri
flækju og vissi ekkert hvað ég ætti
að gera en einn daginn tók ég
myndir af sjálfri mér og kennarinn
var mjög ánægður með mig og bað
mig um að skoða þetta nánar.
Ertu líka að taka sjálfsmyndir í
videói?
Já, ég er að því og líka að vinna
með annarri stelpu. Við gerum
tískuauglýsingamyndbönd og erum
búnar að vinna saman í tvö ár. Við
erum einmitt með sýningu núna þar
sem sýnd eru sex ný videó frá okk-
ur. Það var verið að breyta ljós-
myndadeildinni í skólanum í ljós-
mynda- og videódeild sem hefur
hjálpað okkur mikið.
Hvort finnst þér skemmtilegra,
myndavélin eða videóvélin?
Þetta hefur allt sína kosti og
galla en núna er ég meira fyrir vid-
eóið. Ég fer í gegnum tímabil þar
sem ég tek bara myndir og engin
videó en svo tek ég stundum mynd-
ir og breyti þeim seinna í videó.
Hvaða tæki notarðu?
Myndavél og svo nota ég símann
minn líka. Síminn er mjög fínt tæki
til að hafa í vasanum. Ég geng aldr-
ei um með myndavél lengur, bara
iPhone. Gæðin eru mjög góð, sér-
staklega á nýjasta símanum. Maður
getur myndað í 4K sem eru hæstu
gæðin sem hægt er að mynda í, sér-
staklega í svona litlu tæki.
Áttu ekki mikið safn af myndum
af sjálfri þér?
Jú, ég á alveg nokkra harða diska
bara með myndum af sjálfri mér.
Ég var með sýningu í skólanum á
síðustu önn með myndum af mér.
Svo er ég með vefsíðu sem ég reyni
að setja alltaf efni á, agustayr.com
og davideo.club.
Finnst fólki ekkert skrítið að þú
takir bara myndir af sjálfri þér?
Jú jú, ég hef alveg heyrt það. En
ég er samt að tala um annað en
sjálfa mig. Ég er að nota sjálfa mig
sem efni, til að koma á framfæri því
sem ég er að tala um, því sem ég vil
láta breyta í heiminum.
Eins og hvað?
Eins og femínistamál. Hvernig
farið er með konur, bæði í tísku og
fjölmiðlum. Oft er það svo að kona
getur ekki verið bæði „sexy“ og
klár. Það þarf alltaf að velja á milli
sem er fáránlegt. Og það er alltaf
verið að segja við mann að maður
þurfi að vera bæði „sexy“ og klár en
samt getur maður ekki verið það.
Áttu þér einhvern uppáhalds
listamann?
Það er kannski „cheezy“ að segja
það en það er Andy Warhol. Hann
er alltaf í uppáhaldi. Ég hugsa alltaf
til hans. Og ekki bara um listina
hans heldur um hann sem karakter,
hvernig hann hagaði sér.
Hvar býrðu?
Ég bý í Brooklyn, í Bushwick,
sem er heitasti staðurinn fyrir unga
fólkið í dag. Það er mjög létt og
þægilegt umhverfi. Öðruvísi um-
hverfi en á Manhattan.
Hvað ætlarðu að gera í sumar?
Ég ætla að flytja til mömmu og
pabba en þau búa í London. Ég
fékk vinnu á Búllunni þar. Það
verður gaman að prófa eitthvað
nýtt.
Hvað sérðu fyrir þér að gera að
loknu námi?
Það er stóra spurningin.
Okkur stelpuna sem ég vinn vid-
eóin með langar til að halda áfram
samstarfi. Gera auglýsingar og vid-
eó. Tískuvideó. Það er það sem er
að taka yfir í tískuheiminum.
Femínískar sjálfsmyndir
Ágústa Ýr Guðmundsdóttir notar myndavél til að tjá sínar skoðanir um stöðu konunnar í heiminum og kvenréttindi.
Hún tekur aðallega sjálfsmyndir til að koma sínum skoðunum á framfæri. Ágústa er búin með þrjú ár í School of Visual
Arts í New York og hyggst starfa við gerð tískumyndbanda í framtíðinni sem hún segir vera að taka yfir í tískuheiminum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Ágústa Ýr Guðmundsdóttir nýtur lífsins í New York þar sem hún stundar nám í listrænni ljósmyndun við School of
Visual Arts. Hún býr í Bushwick í Brooklyn sem hún segir heitasta staðinn fyrir unga fólkið í dag.
Morgunblaðið/Ásdís
Ágústa fór að beina vélinni að sjálfri sér og notar bæði myndavél og videóvél til að skapa femínískar sjálfsmyndir.
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016
LESBÓK
MÁLMUR Þremur árum eftir að hann var látinn taka
pokann sinn getur Joey Jordison vel hugsað sér að
ganga aftur til liðs við málmbandið Slipknot. Trymbill-
inn lýsti þessu yfir í samtali við tímaritið Metal Hammer
á dögunum. Mörgum brá þegar Jordison, sem er einn af
stofnmeðlimum Slipknot, var látinn fara árið 2013 og
bar málsaðilum ekki saman. Sveitin sagði að hann hefði
hætt vegna „listræns ágreinings“ en Jordison kannaðist
ekki við það; hann hefði einfaldlega verið rekinn og það
gegnum tölvupóst. „Þetta eru bræður mínir. Það yrði
geggjað [að snúa aftur] en við yrðum að hittast augliti
til auglitis. Sjáum hvað setur,“ segir Jordison. Í viðtal-
inu upplýsir hann einnig að hann glími við sjaldgæfan
taugasjúkdóm sem hái honum við trumbusláttinn.
Jordison aftur í Slipknot?
Joey Jordison.
SJÓNVARP Stranger Things nefnast nýir
bandarískir spennuþættir eftir Matt og Ross
Duffer sem beðið er með mikilli eftirvænt-
ingu en þeir verða frumsýndir á sjónvarps-
veitunni Netflix um miðjan næsta mánuð.
Þættirnir fjalla um ungan dreng sem hverfur
sporlaust og leitina að honum og eru sagðir
vísa í Twin Peaks, Poltergeist og allt þar á
milli. „Þetta gætu verið þættirnir sem Steven
Spielberg og Stephen King gerðu aldrei sam-
an,“ sagði einn sjónvarpsgagnrýnandi. Með
helstu hlutverk fara Winona Ryder, sem leik-
ur móður drengsins, David Harbour, Matt-
hew Modine og Cara Buono.
Stranger Things beðið með tilhlökkun
Winona Ryder fer með aðalhlutverkið.
Reuters