Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016
VETTVANGUR
Vélflugur eru um margt ágæt-ar. Sama á að sjálfsögðu viðum mannaðar smávélar. Um
hinar stærri flugvélar þarf ekki að
fjölyrða enda öllum augljóst hve
mikilvægar þær eru orðnar í sam-
göngukerfi heimsins. Svo ómissandi
að stundum vill gleymast hin dekkri
hlið, mengunin sem af flugumferð
hlýst.
Ég hef stundum dásamað suðið í
æfingaflugvélunum á Reykjavík-
urflugvelli; finnst þær vera kærkom-
inn vorboði, því í minningunni tengi
ég smávélarnar góðu veðri og sumri.
Vonandi verða þær ekki gerðar út-
lægar af Reykjavíkurflugvelli einsog
tillögur hafa verið um.
Og enn á hinum jákvæðu nótum:
Svokallaðir drónar, mannlausar vél-
flugur, færa okkur bylting-
arkenndar framfarir. Unnt er mæla
og mynda landsvæði, fylgjast með
gróðurfari og uppskeru, mann-
virkjum, hvort brýr og vegir eru í
lagi og er listinn um gagnsemi miklu
lengri og á án efa eftir að lengjast.
En öllu má ofgera. Fyrir nokkrum
mánuðum var ég sem oftar að sýna
gestum Geysi og Strokk. Ekki geri
ég kröfu um þögn á þessum fjöl-
menna ferðastað. En allan tímann
sem við staðnæmdumst við nátt-
úruperluna suðaði vélfluga yfir höfð-
um okkar. Síðar sá ég að stjórnand-
inn var á staðnum til að stýra
flugunni og láta hana mynda svæðið.
Þetta var í sjálfu sér ósköp sak-
laust. En hugsum okkur að flug-
urnar hefðu verið fleiri og ímyndum
okkur að flugnagerið breiddi úr sér
og færi suðandi um óbyggðir Ís-
lands. Allt er þetta spurning um
fjölda og magn. Ein og ein flugvél,
sem flýgur yfir gönguleiðir á
Ströndum eða rýfur kyrrð Herðu-
breiðarlinda, er varla til að hafa orð
á, en þegar slíkt er orðið að venju-
bundnu mynstri gegnir öðru máli.
Og er þar komið að tilefni þessara
hugleiðinga. Í vikunni las ég um
ákvörðun bandarísku flugumferð-
arstjórnarinnar að heimila notkun
vélflugna í viðskiptum. Stærð-
armörk eru sett en almennt dregið
úr hömlum. Þó er gerð sú krafa að
stjórnandinn geti fylgst með flugu
sinni öllum stundum og eru þar með
settar skorður við vélrænu póst-
sendingarkerfi sem Amazon og fleiri
eru að þróa.
Hvað sem öllum hömlum líður er
ljóst hvað bíður okkar. Verið er að
greiða leið vélflugunnar – ekki bara
einnar eða fárra heldur gersins alls –
inn í tilveru okkar. Ekki er þetta
sérstaklega skemmtileg tilhugsun.
En það er náttúrlega einn kostur í
stöðunni. Ef okkur þykir þetta slæm
þróun þá eigum við einfaldlega ekki
að láta þetta gerast. Þá liggur beint
við að spyrja hve langt við viljum
ganga í nýtingu þessarar tækni og
síðan á móti hve mikið við viljum á
okkur leggja til að vernda umhverfi
okkar og þá ekki síst þann hluta þess
sem ég hef grun um að verði vaxandi
eftirspurn eftir þegar líður á nýja
öld – og það er þögnin.
Í hávaðasömum heimi getur þögn-
in verið frelsandi. Og gagnvart þeim
sem vilja slá öll verðmæti inn í bók-
haldsstærðir, leyfi ég mér að full-
yrða að þögnin getur meira að segja
orðið gulls ígildi.
Vélflugan rýfur þögnina
’Í hávaðasömum heimi getur þögnin verið frelsandi.Og gagnvart þeim sem vilja slá öll verðmæti inn íbókhaldsstærðir, leyfi ég mér að fullyrða að þögnin getur meira að segja orðið gulls ígildi.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
Morgunblaðið/Þórður
Egill Helgason deildi í vikunni
með netverjum óánægju sinni með
útkomu þjóðaratkvæðagreiðslu
Breta en þeir kusu að yfirgefa Evr-
ópusambandið:
„Þjóðarat-
kvæðagreiðslan
breska fer í raun-
inni eins illa og hún
gæti farið. David
Cameron efnir til hennar vegna inn-
anflokksátaka í Íhaldsflokknum og
vegna ógnar frá sjálfstæðisflokknum
UKIP. Svo þarf að efna loforðið um
atkvæðagreiðsluna – og þá sundr-
ast Bretland gjörsamlega,“ segir
hann. Egill bendir á að tveir þriðju
hlutar kjósenda sem séu undir 35
ára aldri vilji vera áfram í ESB. Sex-
tíu prósent af þeim sem séu yfir
fimmtugu vilji fara út. Gamla fólkið
sé þar með að ákveða framtíð unga
fólksins. Þá vilji sjötíu prósent
þeirra sem eru með háskólapróf
vera áfram í ESB, en fólk með litla
menntun vill fara út.
Frosti Sigurjónsson er á önd-
verðum meiði og
er hinn glaðasti
með útkomuna:
„Það mætti
kannski koma fram
að aðeins 35% af
þeim sem höfðu kosningarétt kusu
að vera áfram í ESB. Hinir annað
hvort kusu að yfirgefa ESB eða
höfðu ekki nægilega sterka skoðun
til að taka þátt. Þátttaka í kosning-
unum var 72% en af þeim sem kusu
vildu 52% ganga út en 48% vera
áfram.“
Davíð Þorláksson bendir á
hugsanlegar efna-
hagslegar afleið-
ingar úrsagn-
arinnar með
skírskotun í fót-
bolta:
„Pundið og hlutabréf í Bretlandi
hrynja og fjárfestar þar á nálum.
Spurning hvort milljarðamæring-
arnir í enska landsliðinu verði ekki
uppteknir við að færa til peninga í
dag og hafi ekki tíma til að undirbúa
leikinn fyrir mánudag?“
Grétar Sigfinnur Sigurð-
arson er aftur á
móti einungis upp-
tekinn að fótbolt-
anum:
„Langar þig á
England-Ísland? Ég
er búinn að tryggja flugvél fyrir 180
manna hóp til Nice í Frakklandi.
Þetta er eingöngu dagsferð. Farið
verður snemma um morguninn og
heim aftur um kvöldið eftir leikinn.
Gunnleifur Gunnleifsson nýtti
síðan tækifærið og hrósaði lands-
liðsmanni íslenska
karlalandsliðsins í
bak og fyrir:
„Ég eins og allir
Íslendingar er í
hálfgerðu gleði-
sjokki eftir leikinn í
gær og reyndar hina tvo líka. Ég
verð að gefa einum manni „shout
out“ sem er kannski ekki mest milli
tannanna á fólki af þessum hetjum
úr liðinu og er sennilega bara kátur
með það. Það er litli bróðursonur
minn, hann Birkir Már Sævarsson.
Þetta er gæi sem hefur unnið auð-
mjúkur og yfirvegaður að þeim stað
sem hann er í dag. Hann hefur aldr-
ei leitast við að vera í sviðsljósinu,
fara í viðtöl eða grobba sig af afrek-
um sínum. Hann fer í búninginn og
gefur allt sem hann á í leikinn, þakk-
ar fyrir sig og fer heim,“ segir
Gunnleifur meðal annars.
AF NETINU