Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 43
26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 43 Ég á mér þrjár uppáhaldsbækur, tvær þeirra út frá skilgreining- unni: bækurnar sem ég hef lesið oftast. Fyrri bókin er Á Saltkráku eftir Astrid Lindgren. Ég er hrifin af Astrid en ekki góð í einhverju sem getur ekki gerst eins og stúlku sem getur lyft hesti eða feitum kalli sem getur flogið, það hittir mig ekki í hjartastað en þessi gerir það. Ég hef lesið Á Saltkráku ótal sinnum sem barn og unglingur, sem móðir og frænka og ég les hana enn, það er ekki langt síðan ég las hana síðast. Hún er bara góð bók, falleg og góð. Hin bókin sem ég hef lesið oftast er sonnettubók, Jóhann vill öllum í húsinu vel eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Sonnetturnar eru svo fallegar því þær taka á gráma hversdagsleik- ans og setja í róm- antískt og fallegt sam- hengi. Ég lesið hana milljón sinnum., Svo gaf Kristján út í fyrra aðra bók sem er líka með sonnettum, en ég hef ekki tímt að lesa hana alla ennþá, les eina og eina sonnettu. Síðan er enn ein uppáhaldsbók, sem ég hef reyndar bara lesið einu sinni, en það er Salka Valka. Hún hafði svo ofboðslega mikið áhrif á mig að ég þarf ekki að lesa hana aftur, hún er þarna bara. Sigþrúður Guðmundsdóttir Jóhannes Ólafsson bókmenntafræðingur og rithöfundur. Morgunblaðið/Golli BÓKSALA 15.-21. JÚNÍ Listinn er tekinn saman af Eymundsson. 1 VillibráðLee Child 2 StúlkurnarEmma Cline 3 Bak við luktar dyrB.A. Paris 4 KakkalakkarnirJo Nesbø 5 Independent PeopleHalldór Laxness 6 Vegahandbókin 2016Ýmsir höfundar 7 This is IcelandÝmsir höfundar 8 IcelandSigurgeir Sigurjónsson 9 Sagas of the Icelanders 10 Iceland In a BagÝmsir höfundar 1 VillibráðLee Child 2 StúlkurnarEmma Cline 3 Bak við luktar dyrB.A. Paris 4 KakkalakkarnirJo Nesbø 5 Dalalíf IGuðrún frá Lundi 6 Saga af nýju ættarnafniElena Ferrante 7 Ótrúleg saga Indverja sem hjólaði til Svíþjóðar Per J.Andersson 8 Dalalíf IIGuðrún frá Lundi 9 Þar sem fjórir vegi mætastTommi Kinnunen 10 JárnblóðLiza Marklund Allar bækur Íslenskar kiljur BÆKUR Í UPPÁHALDI Bókaútgáfan Sæmundur á Selfossi hefur gefið út að nýju 90 sýni úr minni mínu eftir Halldóru Thor- oddsen, en hún hefur verið ófáan- leg í fjölda ára. Bókin kom fyrst út árið 2002, en í henni rifjar Halldóra upp smáatvik úr bernsku og ævi og bregður með því upp ævisögu með 90 myndbrotum. Í bókinni segir hún meðal annars frá skyldfólki sínu og fjölskyldu, heimsóknum til ættingja á Gljúfrasteini, skóla- göngu á tímum kalda stríðsins, full- um íslenskum sjómönnum í Lúx- emborg og konum sem verja sumarfríinu í Kringlunni. Í umsögn um bókina í Morg- unblaðinu á sínum t́ima sagði Frið- rika Benónýs að hún væri „lítil bók sem lætur lítið yfir sér en geymir þó meiri og dýpri sannindi en margur svellþykkur ævisögudoðr- anturinn“. Halldóra Thoroddsen hefur áður sent frá sér þrjár ljóðabækur og tvö smásagnasöfn auk nóvellunnar Tvöfalt gler, en fyrir þá sögu hlaut hún Fjöruverðlaunin 2016. Í 90 sýni úr minni mínu rifjar Halldóra Thoroddsen upp smáatvik úr bernsku og ævi og bregður með því upp ævisögu með 90 myndbrotum. Morgunblaðið/Eggert 90 sýni úr minni Halldóru ENDURÚTGÁFA Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi. Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.