Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sara Ingvarsdóttir, Lowana Veal, Ragnar
Freyr, Sæunn Ingibjörg Marinósdóttir,
Magnús Reyr, Sigvaldi Ástríðarson,
Anna Lilja Karlsdóttir, og Arna Sigrún
Haraldsdóttir eru í stjórn Samtaka
grænmetisæta á Íslandi.
Ég valdi að bjóða félögum mínum úr stjórn Samtaka grænmetisætaá Íslandi í vegan-matarboð. Við erum átta í stjórninni og stönd-um fyrir alls konar fræðslu og viðburðum og höldum reglulega
vegan-Pálínuboð og borðum öll saman. Í ágúst verðum við með vegan-
grillveislu í Hellisgerði í Hafnarfirði og svo stöndum við líka fyrir Veg-
anúar-átakinu þar sem fólk er hvatt til að prófa vegan-mataræði í jan-
úar,“ segir Arna.
Að misnota ekki eða hagnýta dýr
Arna er ekki vegan en neytir engra afurða dýra. „Þegar ég eignaðist
mitt fyrsta barn og fór að mjólka sjálf þá áttaði ég mig á því hversu
rangt það er að taka mjólk frá öðru dýri,“ segir Arna. Hún segir vera
mun á grænmetisætu og vegan. „Ef þú ert vegan þá forðastu að nota
hvers kyns vörur eða afurðir sem eru af dýrum. Það á við matvörur og
fatnað. Ef þú ert vegan notarðu ekki leðurföt eða silki, borðar ekki hun-
ang og gengur ekki í lopapeysu. Hugmyndin er sú að maðurinn eigi ekki
að misnota eða hagnýta sér önnur dýr,“ útskýrir Arna. „Svo auðvitað
geta mörk hvers og eins verið ólík; ég persónulega hef mjög litla sam-
kennd með ormum þannig að mér finnst ekkert mál að ganga í silki og
nota það mikið.“
Sprite í staðinn fyrir egg og olíu
Arna segir matinn hafa verið ákaflega vel heppnaðan. „Í forrétt var
súpa, svo hnetusteik og bakað grasker og svo var ég með alls konar sós-
ur. Í eftirrétt var súkkulaðibollakaka sem er algjör snilld. Hún er með
klassísku smjörkremi nema í staðinn fyrir smjör nota ég smjörlíki.
Bollakakan var bara úr Betty Crocker og í staðinn fyrir egg og olíu þá
set ég eina dós af Sprite! Sönn saga,“ segir hún og hlær. „Hinn eftirrétt-
urinn er frábær, það var aquafaba-súkkulaðimús en þá notarðu safann
af kjúklingabaunum úr dós. Og ef þú þeytir hann þá verður hann stífur
eins og eggjahvítur. Þetta eru eins og galdrar.“Arna stóð í ströngu við eldamennskuna.
Vegan
veisla!
’Ef þú ert vegan þá forðastu að nota hverskyns vörur eða afurðir sem eru af dýrum.Það á við matvörur og fatnað. Ef þú ert vegannotarðu ekki leðurföt eða silki, borðar ekki
hunang og gengur ekki í lopapeysu. Hug-
myndin er sú að maðurinn eigi ekki að
misnota eða hagnýta sér önnur dýr.
Arna Haraldsdóttir hélt matarboð fyrir stjórn
Samtaka grænmetisæta á Íslandi og á boð-
stólum voru spennandi vegan-réttir. Í vegan-
fæði eru engar dýraafurðir og var maturinn
því allur úr jurtaríkinu. Arna er með sniðugar
lausnir í stað þess að nota egg og smjör.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Nípusúpan í forrétt rann ljúflega ofan í veislugestina.
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016
MATUR
Fyrir 6-8
1 hvítlaukur
400 g nípur, skornar í bita
1 laukur
2 msk ólífuolía
salt og pipar eftir smekk
1 matskeið rósmarín (helst ferskt)
1 dós smjörbaunir
1 lítri grænmetissoð (eða vatn og teningur)
vatn eftir þörfum
safi úr hálfri sítrónu
Hitið ofninn í 180°C og setjið nípurnar, laukinn og
hvítlaukinn á bökunarpappír. Hellið svo olíu yfir og
kryddið með rósmarín, salti og pipar. Bakið í góðan
hálftíma. Takið svo grænmetið, soðið og baunirnar
og setjið í blandara og maukið vel. Þetta gæti þurft
að gera í tveimur pörtum, nema blandarinn sé
nokkuð stór. Hellið svo öllu í pott og smakkið til
með salti, pipar og sítrónusafa og bætið vatni við
eftir þörfum.
Nípu- og smjör-
baunasúpa