Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016 Þetta verður í fyrsta sinn sem Ísland og England mætast í keppnisleik í knattspyrnu karla. Þjóðirnar eiga tvo vin- áttuleiki að baki; skildu jafnar í Laugardalnum ár- ið 1982, 1:1, en Eng- lendingar tóku okkur til bæna í Manchester árið 2004, 6:1. Arnór Guðjohnsen gerði mark Íslands í fyrri leiknum en Heiðar Helguson í þeim síðari. Ísland hefur nokkrum sinnum mætt áhugalandsliði Englands. Ljónin þrjú, eins og Englend-ingar kalla knattspyrnu-landslið sitt, hafa leikið vel á Evrópumeistaramótinu í knatt- spyrnu sem fram fer í Frakklandi þessa dagana (hafi það farið framhjá einhverjum!) Liðið réð lögum og lof- um í öllum leikjum sínum þremur í riðlakeppninni og sýndi á köflum prýðileg tilþrif. Uppskeran varð þó aðeins fimm stig og annað sæti í riðl- inum á eftir nágrönnunum í Wales sem helgast af þeirri staðreynd að Englendingum hefur gengið fremur illa að koma tuðrunni í netið. Þrjú mörk í jafnmörgum leikjum er ekki sérlega merkilegur árangur; ekki síst í ljósi þess að enska liðið var með um tuttugu marktilraunir í hverjum einasta leik. Roy Hodgson landsliðseinvaldur viðurkenndi á blaðamannafundi eftir síðasta leikinn gegn Slóvakíu, sem fór 0:0, að einhver stífla væri að hrella liðið. Hann hefði þó fulla trú á því að hún myndi bresta fyrr en var- ir og þá fengi mótherjinn heldur bet- ur að finna til tevatnsins. Vonandi brestur stíflan ekki á mánudaginn! Ekki þarf að kynna leikmenn enska liðsins fyrir sparkelskum Ís- lendingum. Við þekkjum þá flesta betur og sjáum þá oftar en okkar eigin leikmenn. Sá sem hefur til dæmis séð Ragnar Sigurðsson eða Ara Frey Skúlason leika með félagsliði sínu undanfarin fimm ár má gjarnan rétta upp hönd! Ensku leikmennirnir eru á hinn bóginn fastagestir í stofum landsmanna all- an veturinn. England teflir fram nýju og bráð- ungu liði á EM. Aðeins fjórir leik- menn af 23 hafa leikið yfir 35 lands- leiki: Wayne Rooney, James Milner, Gary Cahill og Joe Hart. Miklar framfarir Í stórum hlutverkum eru leikmenn sem slegið hafa í gegn á tveimur síð- ustu árum; jafnvel bara síðasta vet- ur. Ber þar fyrst að nefna Totten- ham-mennina Eric Dier (22 ára) og Del Alli (20 ára), en sá fyrrnefndi hefur án efa verið besti leikmaður Englands á EM til þessa. Kúltiver- aður „sitjandi“ miðvellingur sem bæði kann að senda knöttinn og lúðra honum á markið. Maður man varla eftir stærri framförum á jafn- skömmum tíma. Alli hefur einnig átt fína leiki og gegnir algjöru lykilhlut- verki í sóknarleik liðsins. Félagi þeirra hjá Tottenham, Harry Kane (22 ára), hefur ekki fundið sig á mótinu ennþá og segja má að hann sé holdgervingur téðrar stíflu. Enginn efast þó um hæfileika hans til að spila knattspyrnu – og skora mörk. Hinir framherjarnir, Jamie Vardy og Daniel Sturridge, komu inn á og skoruðu báðir í sigrinum á Wales en hvorugur var sannfærandi gegn Slóvakíu. Hodgson er því nokkur vandi á höndum fyrir Íslandsleikinn. Hverjum á hann að tefla fram í fremstu víglínu? Wayne Rooney, markahæsti leik- maðurinn í sögu enska landsliðsins, hefur mjakað sér aðeins aftar á völl- inn en býr enn yfir töfrum enda þótt hann sæti æ meiri gagnrýni vegna framgöngu sinnar á velli. Reynsla hans og klókindi eru hinu unga liði gulls ígildi og Rooney er án efa sá leikmaður sem Ragnar, Kári og fé- lagar hlakka mest til að mæta. Gangi rófan ekki getur Hodgson alltaf hent inn á unglingnum Marcus Rash- ford (18 ára) sem er ennþá í „augnablikinu“ eftir að hafa stokkið fullskapaður inn í lið Manchester United á ný- liðnu vori. Knattvarsla (er það ekki frambærilegt orð yfir „pos- session“?) er Englend- ingum mikilvæg enda hafa þeir oft teflt fram öflugari vörn en nú. Gary Cahill er raunar sterkur miðvörður en meiri áhöld eru um Chris Smalling. Þá er markvörð- urinn, Joe Hart, nokkuð mistækur og bakverðirnir, hverjir þeirra sem spila, hálfgerðir nýgræðingar á landsliðsvettvangi. Hæst komist í þriðja sæti Besti árangur Englendinga á EM er þriðja sæti 1968, auk þess sem liðið komst í undanúrslit á heimavelli 1996 og laut sem frægt er í gras fyrir Þjóðverjum í vítaspyrnukeppni. Var möllerað! Liðið hefur ekki riðið feit- um hesti frá síðustu stórmótum og mörgum áhangendum þess er lítið um Roy Hodgson gefið. Kreppa enskra knattspyrnustjóra er raunar algjör nú um stundir og innlendur arftaki ekki í sjónmáli. En framganga liðsins í Frakk- landi gefur fyrirheit og enska lands- liðið á án nokkurs vafa eftir að vaxa á komandi misserum. Það má þó gjarnan bíða með að stíga það skref þangað til eftir mánudaginn! Í gini ljónsins Andstæðingar okkar Íslendinga í sextán liða úr- slitum á EM í knattspyrnu í Frakklandi verða eng- ir aðrir en Englendingar. Leikmenn sem mörg okkar þekkja jafnvel betur en okkar eigin hetjur. Arnór Guðjohnsen Aldrei mæst í keppni AFP Byrjunarlið Englands gegn Wales í Lens 16. júní síðastliðinn. Aftari röð: Kyle Walker, Gary Cahill, Chris Smalling, Eric Dier, Joe Hart og Dele Alli. Fremri röð: Danny Rose, Raheem Sterling, Adam Lallana, Wayne Rooney og Harry Kane. ’ Því er ómögulegt að svara. Ég get bara verið leiðinlegur og klisjukenndur og sagt að ég hafi trú á liðinu. Mikla trú. Roy Hodgson, landsliðseinvaldur Englands, spurður hvort hann hefði trú á því að liðið gæti orðið Evrópumeistari í sumar. ERLENT ORRI PÁLL ORMARSSON orri@mbl.is SVÍÞJÓÐ JÄRNA Knattspyrnumanni var vikið af velli fyrir óvenjulegar sakir í viður- eign varaliðs Jarna SK og Pershagen SK; fyrir að leysa vind í miðjum leik. því við að framkoma leikmannsins fði í senn verið ögrandi og óíþróttamannsleg. Sjálfur varð Ljungkvisthe ð neitt illt til, hann hefði bara verið slæmur íhvumsa; sér hefði ekki gengi BANDARÍKIN CLEVELAND Lögregla hefur handtekið fimmtán ára gamlan dreng sem grunaður er um að hafa skotið og sært þrettán ára stúlku meðan verið var að fagna heimkomu nýbakaðra NBA-meistara, Cleveland Cavaliers. Mikil skelfing greip um sig þegar byssuskot heyrðust en múgur og margmenni kom saman til að hylla LeBron James og félaga fyrir frækið afrek á körfuboltavellinum. SUÐURAFRÍKA PRETORIA Hlauparinn Oscar Pistorius viðurkennir að þær stundir komi að honum finnist hann ekki eiga skilið að lifa vegna þess að hann banaði unnustu sinni, Reevu Steenkamp, árið 2013. Þetta kom fram í fyrsta sjónvarpsviðtalinu við Pistorus eftir verknaðinn. Hann heldur því eftir sem áður fram að hann hafi ekki myrt Steenkamp að yfirlögðu ráði. Pistorius er þess fullviss að Steenkamp hefði ekki viljað að hann dúsaði ævilangt í fangelsi. NÍGERÍA BAMA Fleiri en 1.200 manns hafa látist af völdum hungurs eða sjúkdóma í flóttamanna- búðum á svæðinu, að sögn samtakanna Læknar án landamæra. Búðirnar voru settar upp til að freista þess að aðstoða fólk sem er á flótta undan skæruliðum Boko Haram. Að sögn samtakanna dveljast nú um 24 þúsund manns í búðunum, þar af 15 þúsund börn. ¨

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.