Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 19
26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 Við Strokk í Haukadal. Sumir fá eldsnöggt bað. Í volgara lagi! Horft frá Hakinu yfir Þingvelli. Það er jafnan vinsæll áningarstaður í Gullna hringnum svokallaða. Brosið er við völd eftir vel heppnaða köfunarferð á Þingvöllum. Blíður koss á bakið við Skógafoss. Ætli einhverjir hafi orðið afbrýðisamir? ’ Varla er hægt aðminnast á Þingvellisem ferðamannastað ánþess að minnast á köfun í Silfurá, sem nýtur gíf- urlegra vinsælda meðal ferðamanna. Fátt jafnast á við að bregða sér á bak við Seljalandsfoss. „Þetta er stórkostlegt tækifæri sem við erum að upplifa og það er loksins að menn eru farnir að átta sig á því að ferðaþjónustan hefur verið undirstaða hagvaxtar í landinu eftir hrun,“ segir Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, og nefnir í því samhengi stóraukningu gjaldeyristekna og bætt lífskjör í landinu. Hann segir einnig ferðaþjónustuna svo til hafa „útrýmt“ atvinnuleysi í land- inu. „Maður hefði kannski viljað hafa fjölgun ferðamanna minni og jafnari, þetta er búið að vera mikil sprengja síðan 2012-13 og það er okkar að bregðast við því. Vissulega hefði maður viljað sjá snarpari viðbrögð við því álagi sem fylgir stórauknum fjölda. Það er aftur á móti út í hött að tala um eitthvert neyðarástand – við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum ef við stýrum álaginu.“ Það sjái á hinn bóginn hver maður að ekki sé þegar nóg að gert. „Það er ná- kvæmlega allt of lítið að gert. Á mestu annatímum er ljóst að við erum að nálgast náttúruleg og félagsleg þolmörk. Það þarf að auka verulega innviða- fjárfestingu til að takast á við þetta tækifæri, sem auðvitað nýtist ekki bara þessari atvinnugrein heldur allri þjóðinni.“ Nefnir hann til að mynda að fjárfestingar í vegainnviðum séu mikið hags- munamál fyrir landsbyggðina alla ekki síður en ferðaþjónustuna. „Ferðaþjón- ustan er eitt besta tækifæri til jákvæðrar byggðaþróunar sem við höfum feng- ið í hendur.“ Menn hafi ekki áttað sig á þeim varanlegu breytingum sem ferðaþjónustan er að hafa í för með sér á íslenskt samfélag. „Það Ísland sem við þekktum áður verður ekki með sama hætti og auðvitað er engin rós án þyrna. Við erum hins vegar að tala um aukin lífsgæði í landinu vegna uppgangs ferðaþjónustunnar.“ Inntur eftir því hvar viðbrögð hefðu mátt vera „snarpari“ nefnir Grímur til að mynda áætlun um fjárfestingu í vegakerfinu og fleiri stöðum. „Maður hefði viljað sjá stjórnvöld vera byrjuð með einhverja áætlun í þeim efnum fyrir þó nokkru. Vantað hefur upp á frumkvæði stjórnvalda til að setja fjármuni í þessa aug- ljósu uppbyggingu sem þörf er á. Við höfum lengi verið að reyna að opna augu manna fyrir því að þessi þróun er eitthvað sem er komið til að vera. Umræða um að ferðamennskan sé einhvers konar bóla eða síldarævintýri hefur því miður drepið málum á dreif. Núna held ég að menn séu komnir á sömu blað- síðu með hverjar staðreyndir málsins eru sem er gott þótt maður hefði viljað sjá það fyrr. Það er ennþá tími til að girða sig í brók.“ GREININ SEM ÚTRÝMDI ATVINNULEYSINU Ekki of seint að girða sig í brók Grímur Sæmundsen

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.