Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26.6. 2016
V
ið vitum undarlega lítið um manninn
sem stóð fyrir mestu upplýs-
ingabyltingu allra tíma, Johannes
Gensfleisch zur Laden zum Guten-
berg. Johannes Gutenberg, eins og
hann er almennt nefndur, fæddist
skömmu fyrir árið 1400 og varð um sjötíu ára gamall.
Hann lærði sennilega gullsmíði en fékk mikinn áhuga
á að auðvelda framleiðslu á rituðu máli, sem fram að
uppfinningu hans, prentvélinni, fólst í því að skrifarar
fjölfölduðu texta. Eins og gefur að skilja var það ekki
sérstaklega skilvirk starfsemi og ekki eins nákvæm og
prentun. Engu að síður framleiddu skrifarar reiðinnar
býsn af handritum í Evrópu áður en prentvél Guten-
bergs kom til sögunnar, og raunar einnig næstu ára-
tugi á eftir. Ný tækni, jafnvel sú besta, þarf tíma til að
ryðja sér til rúms, auk þess sem þeim sem auraráð
höfðu þótti meira til þess koma að láta handgera fyrir
sig bækurnar.
Í uppfinningu Gutenbergs fólst að vísu ekki gerð
fyrstu prentvélar veraldar. Í Austur-Asíu þekktust
slík tæki, en vél Gutenbergs tók þeim fram og forystan
í þessum efnum varð tvímælalaust í Mainz í Þýska-
landi þaðan sem hún á næstu árum og áratugum eftir
1450 breiddist út til annarra borga og landa.
Orðið færðist nær almenningi
Þekktasta bók Gutenbergs er Biblían sem kennd er
við hann og með þessum nýju aðferðum tókst að
breiða fagnaðarerindið út með hraðari og öruggari
hætti en áður hafði verið unnt að gera. Nákvæmnin
jókst mikið með prentuninni, þar sem ekki þurfti leng-
ur að treysta á mistæka skrifarana, en að vísu gátu
setjarar í prentverkinu einnig gert mistök og þá jafn-
vel afdrifaríkari. Þannig lenti útgefandi enskrar Biblíu
til dæmis í því að orðið ekki datt út úr setningunni „Þú
skalt ekki drýgja hór“. Þetta varð eðlilega til þess að
reynt var að innkalla bókina, sem tókst ekki með öllu
og þykir hún í dag mikið fágæti og eftir því verðmæt.
Ritstjórar þekkja það raunar líka að texti dagblaða
getur skolast til, Morgunblaðið er þar engin und-
antekning þó að allt sé reynt til að forðast slíkt. Í þeim
tilfellum eru villur á örskotsstundu framleiddar í tug-
þúsundum eintaka, lesendum og ekki síður ritstjórum
til ómælds ama.
Þetta er ein afleiðing hraðans sem uppfinning
Gutenbergs lagði grunninn að, en þýðingarmeira er að
hröð útbreiðsla prentaðs efnis hafði ýmis og stundum
óvænt áhrif í sögunni. Einn þeirra sem nýttu sér nýju
tæknina, sem þá var að vísu orðin nokkurra áratuga
gömul, var Martin Luther, sem þýddi ekki aðeins
Biblíuna á þýsku heldur gaf út fjölda eigin rita sem
breiddu út skilning hans á þeirri góðu bók. Um tíma
var það svo að bækur hans voru þriðjungur alls prent-
aðs efnis í Þýskalandi, sem er ekki lítið þegar haft er í
huga hve mjög prentað efni hafði sótt í sig veðrið frá
uppfinningu Gutenbergs. Og það að Luther varð slík-
ur metsöluhöfundur leiddi svo aftur til þess að mót-
spyrna hans við túlkun páfans á hinu heilaga orði á
þessum árum náði fótfestu og olli byltingu innan kirkj-
unnar sem við Íslendingar þekkjum vel enn í dag.
Vissulega var viðeigandi að sá sem lagði áherslu á hið
ritaða orð skyldi njóta svo góðs af framþróun ritaðs
máls.
Kólumbus á Snæfellsnesi
En það voru ekki aðeins áhrif Luthers sem teygðu sig
hingað. Að vísu er heimildin um tengsl eins samtíð-
armanns hans, Kristófers Kólumbus, við Ísland
ótryggari en upplýsingarnar um Luther. Engu að síð-
ur hafa verið leiddar líkur að því að hann hafi komið
hingað til lands og jafnvel haft hér vetursetu á Snæ-
fellsnesi. Þetta á að hafa verið um fimmtán árum áður
en hann fann, eða öllu heldur enduruppgötvaði, nýja
heiminn, sem þá hafði ekki enn fengið varanlegt nafn
þó að Íslendingar þekktu til Vínlands.
Að vísu telja sumir að ákveðinn hroki felist í því að
tala um að finna eða uppgötva þessa heimsálfu, því að
þeir sem þar bjuggu hafi jú vitað af henni. Við sem
hérna megin Atlantshafsins búum leyfum okkur þó að
tala með þessum hætti. Að áliti þeirra sem ekki þekktu
nýja heiminn eða áttuðu sig á að hann væri aðskilinn
frá Asíu, var heimurinn í meginatriðum í þremur hlut-
um; Asía, Afríka og Evrópa. Eins og þekkt er var Kól-
umbus að leita Asíu þegar hann lagði á úthafið, en
margir telja að hann hafi fyrst viljað koma hingað til
lands til að kynna sér sögur af norrænum mönnum
sem hafi fundið land í vestri. Þá landafundi hafi hann
einmitt fengið nánari upplýsingar um í ferð sinni hing-
að, þar sem ekki hafi verið ýkja langt síðan síðustu
norrænu mennirnir höfðust við vestan Íslands. Ekkert
verður svo sem fullyrt um þetta, en í safnaðarheimili á
Snæfellsnesi má þó finna málverk eftir Áka Gränz af
Kólumbusi að skoða kort ásamt presti staðarins. Vel
kann að vera að það lýsi raunverulegum atburði.
Sterkur meðbyr til „Asíu“
Hvort sem Íslendingar urðu til þess að Kólumbus
sannfærðist um land í vestri sem hægt væri að sigla til
eða hvort hann hafði fyrir vissu sinni veikari heimildir,
er ljóst að sannfæringuna skorti ekki. Hann reyndi ár-
um saman að afla fjár til að kosta leiðangurinn og loks
tókst það og lagt var úr höfn á þremur skipum. Leiðin
lá til Asíu, enda þótti orðið brýnt að finna færa leið
þangað, ekki síst eftir að Mikligarður, eða öllu heldur
Konstantinopel, féll og hefðbundin leið til Asíu var
orðin ótryggari.
Kólumbus fékk sterkan meðbyr og ferðin gekk vel.
Hann náði landi og kynnti sér það sem það bauð upp á.
Heim sigldi hann sigri hrósandi og sendi hátignunum
sem kostuðu ferðina bréf, sem náði augum margra, því
að það fór eins og margt annað á þessum tíma í gegn-
um uppfinningu Gutenbergs. Sagan þótti ævintýri lík-
ust og Kólumbus fór fleiri ferðir til að afla frekari upp-
lýsinga. Hann lést snemma á sextándu öld,
sannfærður um að hafa fundið sjóleiðina til Asíu.
En prentvélin kom líka við sögu í varanlegri nafngift
nýja heimsins. Nafn Kólumbusar festist ekki við þess-
ar heimsálfur, og raunar ekki nafn Leifs heldur, þó að í
þeirri nafngift hefði verið viss sanngirni. Nafnið draga
álfurnar af landa Kólumbusar, Ítalanum Amerigo Ves-
pucci. Laust fyrir aldamótin 1500 lagði Vespucci upp í
ferð yfir hafið, svipaðra erinda og Kólumbus, og fór að
því er sögur herma víða. Sumir halda því fram að hann
hafi notið þess hvað nafnið snertir að vera betri sögu-
maður en Kólumbus, en þó er nokkuð á huldu hvað
hann sjálfur skrifaði um ferðir sínar og hvað er verk
annarra. Í öllu falli þóttu frásagnir af ferðum hans afar
áhugaverðar og urðu sennilega til þess að nafn hans
var notað á kort af nýja heiminum sem teiknað var á
fyrri hluta sextándu aldar og birt í landafræðibók sem
þýskur kortagerðamaður framleiddi í norðurhluta
Frakklands. Kortagerðamaðurinn, Martin Wald-
seemüler, taldi þá rétt að kenna nýja landið við Am-
Ef letin er drifkraftur
mannsins þá hefur
hún litlu áorkað
’
Prenttæknin, og sú hraða útbreiðsla
upplýsinga sem henni fylgdi, varð
því til þess að Kólumbus fann Ameríku
þó að Amerigo hafi siglt vestur um haf
í kjölfar Kólumbusar.
Reykjavíkurbréf24.06.16