Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 29
26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Fyrir 6-8 Betty Crocker Devil’s-súkku- laðikökupakki 1 dós Sprite Blandið saman Betty Croc- ker-duftinu og einni 33 sl Sprite-dós og hrærið sam- an. Bakið síðan eins og leið- beiningarnar á pakkanum segja til um. Hægt er að gera köku eða múffur. Deigið verður létt og loftkennt alveg eins og maður á að venjast með hefðbundnu aðferðinni. SMJÖRKREM 100 g vegan-smjörlíki, við stofuhita 1 dl flórsykur 2 msk kakó Allt hráefni sett í hræri- vél og hrært nokkuð hressi- lega í nokkrar mínútur. Ekki gleyma að skafa með sleikju meðfram skálinni af og til. Setjið síðan kremið í sprautupoka og sprautið á kökurnar. Betty Crocker Devil’s múffur með kremi Fyrir 6-8 kjúklingabaunavatn úr einni dós af kjúklingabaunum 200 g 70% siríus konsúm ½ dl flórsykur Aquafaba er annað töfra- bragð vegan-eldamennsku. Aquafaba er vökvinn af kjúk- lingabaunum í dós. Þú hrein- lega sigtar baunirnar frá og hellir kjúklingabaunavatninu í hrærivél og þeytir í nokkrar mínútur eða þar til það verð- ur hvítt og fer að stífna eins og eggjahvítur. Þetta er hægt að nota til að gera súkku- laðimús eða marengs og örugglega margt fleira. Byrjið á því að stífþeyta kjúklingabaunavatnið. Bræðið síðan 150 g af súkkulaði yfir vatnsbaði. Takið síðan súkkulaðiskálina af vatninu og bætið restinni af súkkulaðinu út í. Það kæl- ir það aðeins svo það verður mátulega heitt til að blanda saman við kjúklingabauna- vatnið. Blandið súkkulaðinu ásamt flórsykrinum ofur varlega út í stífþeytt kjúk- lingabaunavatnið. Þegar það hefur blandast vel (en varlega) er músin sett í skál- ar og kæld. Skreytt með- granateplafræjum og muld- um pistasíum. Aquafaba- súkkulaðimús Rabarbaraþykkni er frábært út í sódavatn eða til að gera rabarbara Mojito. 500 g rabarbari 300 g sykur 2 msk sítrónusafi ½ líter vatn Brytjið rabarbarann og setj- ið á pönnu ásamt sykrinum og vatninu. Náið upp suðu og látið malla í 45 mínútur. Smakkið síðan til með sí- trónusafa. Eftir svolitla stund verður rabarbarinn mjúkur og hægt að kremja hann í sundur. Látið kólna á pönnunni. Hellið síðan öllu gumsinu í könnu í gegnum grisju. Rabarbaraþykkni Hnetusteik, bakað grasker og myntusósa Fyrir 6-8 HNETUSTEIK 200 g blandaðar hnetur, lagðar í bleyti yf- ir nótt 50 g möluð hörfræ 1 laukur ½ hvítlaukur 50 g vegan smjörlíki, brætt 1 msk hlynsíróp 1 msk liquid smoke 1 tsk reykt paprika 1 tsk cumin 1 tsk laukduft 1 grænmetisteningur Leggið hneturnar í bleyti yfir nótt eða sjóðið í u.þ.b. 1 klst. Sigtið vatnið af hnetunum, skerið laukinn gróft og setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og maukið. Það má alveg vera gróft. Þetta á að verða að þykku og klístruðu deigi. Setjið deigið í smurt mót og bakið við 150 gráður í 2 klst eða þar til þú getur stungið prjóni í mitt formið og hann kemur nokkuð þurr út. Skerið í sneiðar og berið fram með meðlætinu sem er hér fyrir neðan. BAKAÐ GRASKER 2 butternut grasker 1 dós grænar linsubaunir ½ laukur ½ hvítlaukur ½ grænmetisteningur 1 msk garam masala graslaukur granateplafræ 1-2 msk ólífuolía salt og pipar Skerið graskerið í þykkar sneiðar. Skífurnar sem innihalda fræ eru fræ- hreinsaðar. Penslið skífurnar með ol- íu og saltið og piprið smávegis. Bakið síðan í ofni við 180°C í 40 mínútur eða þar til graskerið er orðið mjúkt. Takið þá skífurnar úr ofninum og skóflið upp holu eða skál í hverja skífu. Þær skífur sem innihéldu fræ munu verða með gati í gegn eins og kleinuhringur. Geymið það sem þið skóflið upp. Laukur og hvítlaukur er steikt á pönnu þar til mjúkt. Linsur, grænmet- isteningur og graskersmaukið sem var lagt til hliðar fer allt út á pönnuna. Kryddið með garam masala og jafnvel smá chili ef þið viljið hafa fyllinguna sterka. Það má annað hvort moka fyll- ingunni í graskers-skálarnar og baka í smá tíma eða hreinlega raða graskers- skífunum á diska og setja heita fyll- inguna í þær. Dreifið svo gran- ateplafræjum og graslauk yfir. Hægt er að nota þennan rétt bæði sem með- læti eða sem aðalrétt. MYNTUSÓSA 1 búnt ferskt kóríander 1,5 búnt fersk mynta 1 grænt chili 1 msk ólífuolía ½ tsk salt 1 laukur skvetta af sítrónusafa vatn eftir þörfum Öllu hráefni skellt í blandara og mauk- að. Vatni bætt við eftir þörfum. Fyrir 6-8 Þetta er algjört uppáhald hjá mér. Ég nota þetta sem sósu með alls konar mat eða sem smyrju í samlokur eða vefjur. Það þarf ekkert að vanda sig of mikið með hlut- föllin í þessari uppskrift, það má alveg vera meira eða minna af spínati eða döðlum. 1 poki spínat 1 dl döðlur ½ hvítlaukur 1 msk ólífuolía vatn eftir þörfum Allt hráefni sett í mat- vinnsluvél og maukað. Þetta má gjarnan vera svolítið þykkt Spínat- og döðlumauk

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.