Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 26.06.2016, Blaðsíða 45
26.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 ROKK Menn hætta í hljómsveitum af ýmsum ástæðum; vegna listræns ágreinings, ofneyslu áfengis eða fíkniefna, egó- árekstra eða hreinlega leiðinda. Tom DeLonge, fyrrverandi söngvari og gítarleikari pönkrokksveitarinnar Blink-182, er væntanlega nokkuð sér á parti en hann upplýsti í viðtali við vefmiðilinn Mic.com fyrir skemmstu að hann hefði sagt skilið við hljómsveitina á síðasta ári til að sinna helsta áhugamáli sínu – fljúgandi furðuhlutum. „Ég hef alltaf verið heillaður af geimnum og framtíðinni,“ segir hinn fertugi DeLonge sem kveðst vera að fást við verkefni sem varði þjóð- aröryggi. Undir slíkum kringumstæðum sé galið að ætla sér að túra í níu mánuði á ári með vinsælu rokk- bandi. Þess má til gamans geta að DeLonge býr að syninum, Jonas Rocket, eða Jónasi Eldflaug. Heillaður af geimnum Tom DeLonge. FRÆGÐ Bandaríski kvikmyndaleikarinn Charlie Sheen þótti komast ágætlega frá við- tali sem fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan átti við hann að viðstöddum gestum á leiksviði í Lundúnum á dögunum. Í samtalinu leit Sheen um öxl en hann hefur marga fjöruna sopið gegnum tíðina. Hann viðurkenndi með- al annars fyrir Morgan að hafa misst svein- dóminn hjá ónefndri vændiskonu og að hann hefði greitt fyrir blíðuna með kreditkorti föður síns, leikarans Martins Sheen. Charlie Sheen reynir nú að snúa frá villu síns vegar, sjálfs sín og ekki síst barna sinna vegna, að því er kom fram í spjallinu. Greiddi fyrir blíðuna með korti pabba Charlie gamli Sheen er farinn að brosa á ný. AFP Hún var öguð, hún var hörð, hún var hortug, hún var sexí. Hver man ekki eftir Margaret „Hot Lips“ Houlihan, eða „Kossvöru“, eins og hún var kölluð upp á ís- lensku, í Spítalalífi eða M*A*S*H, einhverjum vinsælustu sjónvarps- þáttum sem um getur? „Hot Lips“ var ein af aðalper- sónunum í þáttunum sem gengu í hvorki meira né minna en ellefu ár, frá 1972-1983. M*A*S*H byggðist á samnefndri skáldsögu eftir Richard Hooker og kvikmynd eftir Robert Altman frá árinu 1970 og hermdi frá læknum og öðrum heilbrigðisstarfsmönnum á bandarískum spítala í Kóreu meðan stríðið geisaði. Þessar grafalvarlegu aðstæður voru væg- ast sagt skoðaðar í kómísku ljósi. „Hot Lips“ var yfirhjúkrunar- fræðingurinn á staðnum; grjót- hörð og fylgin sér en um leið löðr- andi í kynþokka. Hún var fjölþreifin til karla og átti á löngum köflum í ástarsambandi við Frank Burns majór. Samband hennar við aðalsöguhetjuna, Benj- amin Franklin „Hawkeye“ Pierce höfuðsmann var á hinn bóginn stormasamt. Mildaðist þó með ár- ununum. „Kysstu mínar sjóðheitu varir!“ Viðurnefnið hlaut „Hot Lips“ eftir að þau Burns majór höfðu verið í ástaratlotum á laun. Er henni svall móður mælti hjúkrunarfræðing- urinn: „Kysstu mínar sjóðheitu varir!“ Það sem hún vissi ekki á því augnabliki var að æringjar höfðu falið hljóðnema á staðnum sem útvarpaði hverju orði um herbúðirnar. Það var Loretta Swit sem fór með hlutverk „Hot Lips“ í öllum þáttaröðunum ellefu. Hún er af pólsku bergi brotin en fæddist í Passaic, New Jersey, árið 1937 og verður því 79 ára í haust. Swit nam leiklist í New York og hóf ferilinn í leikhúsi. Hélt raunar áfram að koma fram á Broadway og víðar eftir að hún hafði slegið í gegn í M*A*S*H. Swit hlaut mikið lof fyrir túlkun sína á „Hot Lips“ Houlihan og vann meðal annars til tveggja Emmy-verðlauna. Swit hefur farið með gesta- hlutverk í ýmsum öðrum sjón- varpsþáttum gegnum tíðina, svo sem Bonanza, The Love Boat, Gunsmoke og Prúðuleikurunum, auk þess að leika í allnokkrum kvikmyndum. Hún kann þó best við sig á sviðinu og er ennþá virk leikkona. Meðal verkefna sem hún hefur tekið þátt í á seinni árum eru Píkusögur eftir Eve Ensler og Amorous Crossings eftir Mark Miller. Swit giftist leikaranum Dennis Holahan árið 1983 en þau skildu tólf árum síðar. Hún hefur ekki gifst aftur og á engin börn. Swit er mikil áhugakona um út- saum og hefur ritað bók um efnið. Hún er einnig forfallinn Ms. Pac Man-sjúklingur og er að sjálfsögðu með slíka græju á heimili sínu. Þá er Loretta Swit mikill dýravinur og ötull talsmaður fyrir réttindum málleysingja. orri@mbl.is Hjúkrunarfræðingurinn tápmikli Margaret „Hot Lips“ Houlihan. Hún var ein af aðalpersónunum í hinum geysivinsælu bandarísku sjónvarpsþáttum M*A*S*H . HVAÐ VARÐ UM „HOT LIPS“ HOULIHAN? Sjóðheitar varir Loretta Swit eins og hún lítur út í dag. Varirnar hafa lítið kólnað. „Þetta er bara eins og stóri bróðir. Maður má sig hvergi hræra,“ sagði króatíski knattspyrnuþjálfarinn Slaven Bilić sposkur á svip þegar Mark Pougatch, Þorsteinn Joð ITV-sjónvarpsstöðvarinnar í Bretlandi, sýndi upptöku af honum stökkva upp á borð í miðjum leik á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi. Tilefnið var mark sem Dimitri Payet, lærisveinn Bilić hjá West Ham United, skoraði fyrir Frakka gegn Albönum. Hjartað í Króatanum slær greinilega alveg jafnört í sjónvarpssal og á vellinum sjálfum. Bilić er einn af fjölmörgum sparkskýr- endum sem ITV teflir fram á EM. Af öðr- um má nefna Ian Wright, Lee Dixon, Christian Karembeu, Glenn Hoddle og Norman gamla Whiteside, sem gerði garðinn frægan með Man- chester United og norður-írska landsliðinu. Sjaldséður gestur á skjánum. Lothar Matthäus dúkkar upp í leikjum Þýska- lands en mætti að ósekju slípa enskuna sína aðeins til. Ríkissjónvarpið, BBC, deilir sýningarréttinum með ITV í Bretlandi og teflir ekki fram ómerkilegra liði. Nema síð- ur sé. Gamli markakóng- urinn Gary Lineker hefur umsjón með spjallinu í kringum leikina og lét sér meira að segja vaxa skegg af þessu tilefni. Lineker hefur sér til halds og trausts kappa á borð við Thierry Henry, Alan Shearer, Rio Ferdinand og Vincent Komp- any sem vakið hefur mikla at- hygli fyrir skelegga framsetn- ingu á sínu máli. Greinilega kominn með djobb þegar hann hættir að spyrna sjálfur. Vart má á milli sjá hvor sveitin hefur betur þegar kemur að leikgreiningu og al- mennu skemmtigildi. Víta- spyrnukeppni gæti þurft til að greina þar á milli. AFP SKELEGGIR SPARKSKÝRENDUR „Bara eins og stóri bróðir“ Kolbeinn Sig- þórsson og Gylfi Þór Sig- urðsson fagna á EM. Slaven Bilić er með skemmtilegustu mönnum í sjónvarpi. AFP Skemmtilegir og lifandi þættir um fólk sem gegnir fjölbreyttum störfum í iðnaði og hefur skapað sér gott líf með forvitnilegum áhugamálum utan vinnu. Mbl.is stendur að þáttunum í samstarfi við Samtök iðnaðarins. mbl.is/fagfolkid Fjölbreytt störf og forvitnileg áhugamál

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.