Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn 6 Leiðangur – Survey Dagsetning – Date Stöðvar – Stations Verkþættir - rannsóknasvæði – Area coverage B2-2006 7.–10.2. 2006 15 Haffræði, svifþörungar, áta.Snið á 68° og 69°N í Íslandshafi. B4-2006 18.–26.5. 2006 34 Haffræði, svifþörungar, áta. Fjögur snið í Íslandshafi. B6-2006 10.7.–3.8. 2006 191 Vistkerfi Íslandshafs, Grænlandssund og land-grunn Íslands. Norðurmörk rannsókna 71°. A11-2006 21.–26.11. 2006 2 Áta, haffræði. Snið á 68°N í Íslandshafi. B3-2007 12.–14.2. 2007 11 Haffræði, svifþörungar, áta. Snið á 68° og 69°N í Íslandshafi. B6-2007 (fyrri hluti) 12.–18.4. 2007 39 Loðnulirfur, haffræði. Landgrunn Íslands sunnan lands og vestan. B6-2007 (seinni hluti) 19.–24.4. 2007 30 Haffræði, svifþörungar, áta. Þrjú snið í Íslandshafi. B8-2007 14.–27.5. 2007 80 Loðnulirfur, haffræði. Landgrunn Íslands. B11-2007 8.–28.8. 2007 216 Vistkerfi Íslandshafs, Grænlandssund og land-grunn Íslands. Norðurmörk rannsókna 70°. B6-2008 1.–5.5. 2008 22 Haffræði, svifþörungar, áta. Snið á 68° og 69°N í Íslandshafi. A11-2008 6.8.–3.9. 2008 205 Vistkerfi Íslandshafs og landgrunn Íslands. Norðurmörk rannsókna 72°N. 1. tafla. Vistkerfi Íslandshafs 2006–2008. Leiðangrar, árstími, stöðvar og rannsóknasvið. – The Iceland Sea Ecosystem Project 2006–2008. Survey times, stations, programme and area coverage. mælingum á hita, seltu og súrefni á umhverfisstöðvum frá yfirborði sjávar til botns. Sýnum til mælinga á næringar- efnunum nítrati, fosfati og kísli, var safnað á öllum umhverfisstöðvum, allt að tólf sýnum á hverri stöð.16 Flest sýnanna voru tekin í efstu 200 metrunum (0, 10, 20, 30, 50, 100, 200 m), en önnur sýni voru tekin með reglulegu dýptarbili til botns. Sýnum til magnmælinga á blað- grænu (a-blaðgræna mg m-3) var safnað á öllum umhverfisstöðvum á fjórum til sex dýpum (0, 5, 10, 20, 30, 50 m). Ákveðið rúmmál (0,5–2,0 l) af sjó var síað gegnum GF/F Whatman síur sem síðan voru lagðar í 90% aceton og frystar. Sýnin voru ýmist mæld um borð eða í landi að leiðangri loknum í litrófsmæli (e. spectrophotometer).17 Heildarlífvigt svifþörunga í Ís- landshafi var reiknuð á grundvelli blaðgrænugagna. In vivo blað- græna var mæld frá yfirborði til botns með ljómunarmæli á sondu (e. in vivo fluorescence). Frumfram- leiðni (afkastamark svifþörunga, mg C klst-1 m-3) var mæld á 10 m dýpi á völdum stöðvum. Sjóndýpi var mælt með sjónskífu á hverri stöð meðan dagsbirtu naut og sjó- lag leyfði og notað til að reikna 1% ljósdýpi á stöðvunum. Niður- stöður mælinga á afkastamarki svifþörunga, blaðgrænu og sjón- dýpi voru notaðar til að reikna frumframleiðni svifþörunga (g C m-2 dagur-1) á stöðvum á 69°N sniði. Sýnum til greininga og talninga á svifþörungum var safnað á flestum umhverfisstöðvum og þau varð- veitt í formalíni. Háfsýnum (20 µm möskvi) var safnað frá yfirborði að 5 m dýpi og sjósýnum frá sömu dýpum og blaðgrænusýnum. Hér er þó aðeins lýst niðurstöðum af 10 m dýpi á sniði á 69°N.18 Átu var safnað með tveimur gerðum af háfum með 0,25 m2 opnun og net með 200 µm möskvastærð. Önnur gerð háfanna (WP2) var dregin frá 50 m dýpi upp í yfirborð, en hin gerðin (Multinet) safnaði átu á völdum dýptarbilum (0-50-100-200- 300-400-600-800-1000-1400-1800 m) úr því sem næst allri vatnssúlunni.19 Til að kanna áhrif umhverfisþátta á útbreiðslu og samfélagsgerð milliátu (svifdýr, ~0,2–20 mm að stærð) í yfir- borðslögum (0–50 m) var notuð RDA röðunargreining (e. redundancy anal- ysis).18 Greiningin raðar tegundum og sýnum í fjölvíðu rúmi sem um- hverfisbreyturnar hafa árhrif á. Þannig má lesa úr myndinni hvaða áhrif umhverfisþættirnir hafa á sam- félagsgerð dýrasvifsins. Fæðuvistfræðileg tengsl svif- þörunga, tólf dýrasvifstegunda og fimm fisktegunda voru greind með mælingum á stöðugum samsætum kolefnis og köfnunarefnis í þessum lífverum.20 Hlutfall stöðugra sam- sæta í sýnum, var greint með sér- stökum massagreini (Micromass Op- tima, Isotope Ratio Mass Spectometer) og táknað sem hækkun í þúsund- ustuhlutum (‰), miðað við al- þjóðastaðal, samkvæmt eftirfarandi sambandi: δX = [(Rsýni/Rstaðall) – 1] x 1000 δX (‰) táknar 13C eða 15N og R er tilsvarandi hlutfall 13C/12C eða 15N/14N Hlutfall stöðugra samsæta köfn- unarefnis (δN) gefur upplýsingar um fæðustöðu (fæðuþrep) í fæðuvefnum og hlutfall stöðugra samsæta kolefnis (δC) gefur vísbendingar um uppruna kolefnis í fæðuvefnum. Við túlkun gagna voru notaðir eftirfarandi hækk- unarstuðlar á milli fæðuþrepa fyrir samsætur: 0,8‰ fyrir δ13C og 3,8‰ fyrir δ15N. Eldri fæðurannsóknir hafa notað hækkunarstuðla á milli 0,4 og 1‰ fyrir δ13C21,22 og á milli 3 og 4‰ fyrir δ15N.23,24,25 Í þessari rannsókn var gert ráð fyrir að póláta í maí- sýnum væri aðallega jurtaæta26,27 og köfnunarefnisgildi hennar því notað til að ákvarða fæðuþrep 2,0. Eftirfarandi samband var notað til að reikna fæðuþrep:28 FÞneytandi = 2 + (δ15neytandi - δ15Npóláta í maí)/3,8 FÞneytandi táknar fæðuþrep líf- verunnar. δ15Npóláta í maí er gildi fyrir pólátu sem safnað var í maí (5,6) og 3,8 er hækkunarstuðull þessarar samsætu.25,29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.