Náttúrufræðingurinn - 2014, Page 6
Náttúrufræðingurinn
6
Leiðangur
– Survey
Dagsetning
– Date
Stöðvar
– Stations
Verkþættir - rannsóknasvæði
– Area coverage
B2-2006 7.–10.2. 2006 15 Haffræði, svifþörungar, áta.Snið á 68° og 69°N í Íslandshafi.
B4-2006 18.–26.5. 2006 34 Haffræði, svifþörungar, áta. Fjögur snið í Íslandshafi.
B6-2006 10.7.–3.8. 2006 191 Vistkerfi Íslandshafs, Grænlandssund og land-grunn Íslands. Norðurmörk rannsókna 71°.
A11-2006 21.–26.11. 2006 2 Áta, haffræði. Snið á 68°N í Íslandshafi.
B3-2007 12.–14.2. 2007 11 Haffræði, svifþörungar, áta. Snið á 68° og 69°N í Íslandshafi.
B6-2007
(fyrri hluti) 12.–18.4. 2007 39
Loðnulirfur, haffræði.
Landgrunn Íslands sunnan lands og vestan.
B6-2007
(seinni hluti) 19.–24.4. 2007 30
Haffræði, svifþörungar, áta.
Þrjú snið í Íslandshafi.
B8-2007 14.–27.5. 2007 80 Loðnulirfur, haffræði. Landgrunn Íslands.
B11-2007 8.–28.8. 2007 216 Vistkerfi Íslandshafs, Grænlandssund og land-grunn Íslands. Norðurmörk rannsókna 70°.
B6-2008 1.–5.5. 2008 22 Haffræði, svifþörungar, áta. Snið á 68° og 69°N í Íslandshafi.
A11-2008 6.8.–3.9. 2008 205 Vistkerfi Íslandshafs og landgrunn Íslands. Norðurmörk rannsókna 72°N.
1. tafla. Vistkerfi Íslandshafs 2006–2008. Leiðangrar, árstími, stöðvar og rannsóknasvið. –
The Iceland Sea Ecosystem Project 2006–2008. Survey times, stations, programme and area
coverage.
mælingum á hita, seltu og súrefni
á umhverfisstöðvum frá yfirborði
sjávar til botns.
Sýnum til mælinga á næringar-
efnunum nítrati, fosfati og kísli, var
safnað á öllum umhverfisstöðvum,
allt að tólf sýnum á hverri stöð.16
Flest sýnanna voru tekin í efstu 200
metrunum (0, 10, 20, 30, 50, 100, 200
m), en önnur sýni voru tekin með
reglulegu dýptarbili til botns.
Sýnum til magnmælinga á blað-
grænu (a-blaðgræna mg m-3) var
safnað á öllum umhverfisstöðvum
á fjórum til sex dýpum (0, 5, 10,
20, 30, 50 m). Ákveðið rúmmál
(0,5–2,0 l) af sjó var síað gegnum
GF/F Whatman síur sem síðan
voru lagðar í 90% aceton og frystar.
Sýnin voru ýmist mæld um borð
eða í landi að leiðangri loknum í
litrófsmæli (e. spectrophotometer).17
Heildarlífvigt svifþörunga í Ís-
landshafi var reiknuð á grundvelli
blaðgrænugagna. In vivo blað-
græna var mæld frá yfirborði til
botns með ljómunarmæli á sondu
(e. in vivo fluorescence). Frumfram-
leiðni (afkastamark svifþörunga,
mg C klst-1 m-3) var mæld á 10 m
dýpi á völdum stöðvum. Sjóndýpi
var mælt með sjónskífu á hverri
stöð meðan dagsbirtu naut og sjó-
lag leyfði og notað til að reikna
1% ljósdýpi á stöðvunum. Niður-
stöður mælinga á afkastamarki
svifþörunga, blaðgrænu og sjón-
dýpi voru notaðar til að reikna
frumframleiðni svifþörunga (g C
m-2 dagur-1) á stöðvum á 69°N sniði.
Sýnum til greininga og talninga á
svifþörungum var safnað á flestum
umhverfisstöðvum og þau varð-
veitt í formalíni. Háfsýnum (20 µm
möskvi) var safnað frá yfirborði að
5 m dýpi og sjósýnum frá sömu
dýpum og blaðgrænusýnum. Hér er
þó aðeins lýst niðurstöðum af 10 m
dýpi á sniði á 69°N.18
Átu var safnað með tveimur
gerðum af háfum með 0,25 m2 opnun
og net með 200 µm möskvastærð.
Önnur gerð háfanna (WP2) var
dregin frá 50 m dýpi upp í yfirborð,
en hin gerðin (Multinet) safnaði átu á
völdum dýptarbilum (0-50-100-200-
300-400-600-800-1000-1400-1800 m)
úr því sem næst allri vatnssúlunni.19
Til að kanna áhrif umhverfisþátta á
útbreiðslu og samfélagsgerð milliátu
(svifdýr, ~0,2–20 mm að stærð) í yfir-
borðslögum (0–50 m) var notuð RDA
röðunargreining (e. redundancy anal-
ysis).18 Greiningin raðar tegundum
og sýnum í fjölvíðu rúmi sem um-
hverfisbreyturnar hafa árhrif á.
Þannig má lesa úr myndinni hvaða
áhrif umhverfisþættirnir hafa á sam-
félagsgerð dýrasvifsins.
Fæðuvistfræðileg tengsl svif-
þörunga, tólf dýrasvifstegunda og
fimm fisktegunda voru greind með
mælingum á stöðugum samsætum
kolefnis og köfnunarefnis í þessum
lífverum.20 Hlutfall stöðugra sam-
sæta í sýnum, var greint með sér-
stökum massagreini (Micromass Op-
tima, Isotope Ratio Mass Spectometer)
og táknað sem hækkun í þúsund-
ustuhlutum (‰), miðað við al-
þjóðastaðal, samkvæmt eftirfarandi
sambandi:
δX = [(Rsýni/Rstaðall) – 1] x 1000
δX (‰) táknar 13C eða 15N og R er
tilsvarandi hlutfall 13C/12C eða 15N/14N
Hlutfall stöðugra samsæta köfn-
unarefnis (δN) gefur upplýsingar um
fæðustöðu (fæðuþrep) í fæðuvefnum
og hlutfall stöðugra samsæta kolefnis
(δC) gefur vísbendingar um uppruna
kolefnis í fæðuvefnum. Við túlkun
gagna voru notaðir eftirfarandi hækk-
unarstuðlar á milli fæðuþrepa fyrir
samsætur: 0,8‰ fyrir δ13C og 3,8‰
fyrir δ15N. Eldri fæðurannsóknir hafa
notað hækkunarstuðla á milli 0,4 og
1‰ fyrir δ13C21,22 og á milli 3 og 4‰
fyrir δ15N.23,24,25 Í þessari rannsókn
var gert ráð fyrir að póláta í maí-
sýnum væri aðallega jurtaæta26,27
og köfnunarefnisgildi hennar því
notað til að ákvarða fæðuþrep 2,0.
Eftirfarandi samband var notað til
að reikna fæðuþrep:28
FÞneytandi = 2 + (δ15neytandi - δ15Npóláta í maí)/3,8
FÞneytandi táknar fæðuþrep líf-
verunnar. δ15Npóláta í maí er gildi fyrir
pólátu sem safnað var í maí (5,6)
og 3,8 er hækkunarstuðull þessarar
samsætu.25,29