Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 31
31 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hallmundarkviða með skýringum Hér á eftir verður farið yfir textann í Hallmundarkviðu með svipaðri nálgun og gert er í grein Páls Berg- þórssonar. Kviðan er birt í heild sinni með skýringum Þórhalls Vilmundarsonar og viðbótum Páls. Síðan er reynt að ráða í innihald hverrar vísu fyrir sig. Það skal strax viðurkennt að skilningurinn er víða nálægt túlkun Páls. Einnig gætir áhrifa frá Heimi Pálssyni. Ýmsu er þó bætt við og annað skýrt nánar. Eldsumbrotin samkvæmt lýsingu Hallmundarkviðu Hallmundarkviða lýsir eldgosi og náttúruhamförum sem verða samfara því. Svo virðist sem höf- undurinn hugsi sér að þær stafi af átökum reginafla, þ.e. jötna og ása. Goðmögn eldsins takast á og þar fara fremstir í flokki þrumu- guðinn Þór og eldjötuninn Surtur. Hallmundur er einnig fyrirferðar- mikill í kvæðinu enda er hann ljóð- mælandinn og segir frá atburðum í fyrstu persónu. 1. vísa – Hrun verður af völdum risans, hallandi björg taka að falla, fátt mun frítt í fornri veðrahöll hins aldna jötuns; gnýr verður þegar hinn gráhærði höfð- ingi gengur um bratta hamra. Hall- mundur stígur hátt höllum fæti í gný fjalla. Hér er lýst jarðskjálftum og skriðuföllum í fjallshlíðum og þau talin verða af því er Hallmundur jötunn hraðar sér á vettvang. Þetta eru forboðar eldgossins, það hefur ekki hafist fyrirvaralaust. Borgar- fjörður er þekkt jarðskjálftasvæði svo ekki er ólíklegt að jarðhræringar hafi 4. mynd. Þór berst við jötna, nefnist þessi mynd eftir sænska málarann Mårten Eskil Winge (1825–1896). Þór var goð þruma og eldinga. Hann stóð oft í stríði við jötna og þeir ótt- uðust engan eins og hann. – Thor's battle against giants is the name of a painting by the Swedish artist Mårten Eskil Winge. Thor was the god of thunder and lightning. Olíumálverk frá 1872, Nationalmuseum, Stokkhólmi. – Oil painting 1872, Nationalmuseum, Stockholm). 5. mynd. Loki og Sygin eftir Mårten Eskil Winge. Náttúrusýn og goðsögur fornmanna tengjast víða órofa böndum. Norrænir menn þekktu jarðskjálfta en ekki eldgos fyrr en eftir fund Íslands. Myndin sýnir hvar Loki Laufeyjar- son liggur hlekkjaður í helli en yfir honum er eiturormur. Sigyn kona hans heldur á skál og ver hann fyrir eitrinu. Þegar skálin fyllist þarf hún að fara frá og skvetta úr skálinni en á meðan drýpur eitrið í andlit Loka. Þá kippist hann svo hart við að öll jörð skelfur. – Loki and Sigyn by Mårten Eskil Winge. Loki was one of the Norse gods. He betrayed the other gods. They shackled him and fastened a venomous snake over his face, and from it poison dripped. Sigyn, Loki's wife, sits with him holding a basin beneath the drip- ping venom, yet when the basin becomes full, she carries the poison away; meanwhile the poison drips on to Loki, causing him to writhe so violently that the erarth trembles in earthquakes. Olíumálverk frá 1872, Nationalmu- seum, Stokkhólmi. – Oil painting 1872, Nationalmuseum, Stockholm).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.