Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 22 meðaltali á ári samanborið við 0,7 árin 1943–1975. Hafa ber í huga að fjöldi frétta á mismunandi tímabilum segir ekki endilega til um heildarfjölda gróðurelda, enda fréttamiðlar misjafnlega margir sem og gagnagrunnar frá hverjum tíma, og sinubrunar þóttu oft og tíðum ekki fréttnæmir. Áhugaverðast er að skoða tíðni elda eftir árstíma (5. mynd). Við skiptum tímabilinu í tvennt, fyrir og eftir árið 2000. Fara verður varlega í túlkun á muninum milli þessara tímabila í ljósi stærðar útkallsgagna- grunnsins, fjölda fréttamiðla og frétt- næmis gróðurelda. Almennt er stóra myndin svipuð: flestir gróðureldar verða að vori til, í apríl og maí. Ef túlka má breytingar milli þessara tímabila virðist helst sem fleiri eldar verði í mars eftir 2000 og einnig verða fleiri eldar yfir sumartímann, í júní–ágúst og fram í september (júlí og september utan staðalfrávika hvors tímabils). Gróðureldatímabilið virðist því hafa lengst; það byrjar fyrr og stendur mun lengur. Einnig er algengt að eldar kvikni kringum áramót. 6. mynd. Fjöldi gróðurelda stærri en 1 ha á árunum 2006–2013 eftir mánuði. – Number of wildfires larger than 1 ha in the years 2006–2013. Íkveikja 72% Annað 9% Ókunnar orsakir 8% Reykingar Leikur barna 3% 5% 2% Flugeldar Varðeldur 1% Sjálfs- íkveikja Elding 0% 0% 7. mynd. Orsakir gróðurelda (A) og ástæða útkalls (B) vegna elda þar sem gróður brann árin 2007 og 2008. Gögn fyrir 287 gróðurelda úr gagnagrunni MVS. – Ignition of 287 wildfires (A) and reason of dispatch (B) where vegetation was involved in the fire; from the MVS database for 2007–2008. 0 1 2 3 Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Fj öl di e ld a (# ) – # fir es Bíll 5% Annar gróður 4% Jarðvegur 2% Mosi + 6% Rusl 12% Sina + 60% Bygging 3% Trjágróður + 8% öll útköll slökkviliða á landinu þar sem gróður kemur við sögu. Fjöldi gróðurelda Í fréttum frá því fyrir 1976 fundust alls 24 fréttir af eldum, mest fjórar fréttir 1965, en engar fundust um elda á 18 ára tímabili milli 1943 og 1976 (4. mynd). Leitað var með leitarorðunum sinueldur, sinubruni, gróðureldur, gróðurbruni, kjarreldur, kjarrbruni, skógareldur og skógar- bruni. Sinubruni og sinueldur gáfu flestar niðurstöður. Á árunum 1976 til og með 2002 fundust fréttir af 152 gróðureldum, mest 21 frétt árið 2000, eða 5,6 að nokkurn tíma fyrir slökkviliðin að venjast nýjum gagnagrunni, þannig að lítið var um færslur í upphafi. Árið 2003 eru skráðir 67 gróðureldar í gagnagrunninn og þar er að finna alla þá gróðurelda sem fundust við leit í fréttum; það sama á við um hin árin (2004–2010) sem gögn í útkalls- gagnagrunninum eru aðgengileg. Útkallsgagnagrunnur MVS sem við höfðum aðgang að náði út árið 2010. Fjöldi skráðra gróðurelda fer því að verulegu leyti eftir þeim heimildum sem tiltækar eru hverju sinni. Á tímabilinu sem útkallsgagna- grunnur MVS nær yfir eru margfalt fleiri gróðureldar skráðir en bæði fyrir það og eftir, enda eru þar skráð A) B)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.