Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 12
Náttúrufræðingurinn 12 sér frekar illa inn í Íslandshaf í ágúst (9. mynd a, c, e). Lirfur, sem safnað var á norðvestursvæði í maí, klöktust að mestu út í maí (9. mynd d). Lirfur, sem klöktust út seinna (í júní og júlí), geta því einungis hafa komið frá hrygningu norðan lands, miðað við líklegan straumhraða (3 sjóm. á dag).30 Vistfræðileg tengsl Samkvæmt þessari rannsókn spannar uppsjávarvistkerfið síð- sumars í Íslandshafi (án fugla og sjávarspendýra) um fjögur fæðu- þrep (10. mynd). Krabbaflærnar M. longa og póláta ásamt ljósátunni náttlampa og marflónni G. wilkitzkii tilheyrðu fæðuþrepi 2,4 og þar fyrir ofan komu aðrar dýrasvifstegundir og efst fiskar. Af krabbaflónum var algengasta átutegundin, rauðátan (C. finmarchicus), á fæðuþrepi 2,8. Krabbaflóin P. glacialis var á hæsta fæðuþrepi (3,1), af þeim dýrasvif- stegundum sem rannsakaðar voru, og telst hún því kjötæta, en fisk- lirfurnar tilheyrðu einnig svipuðu þrepi. Pílormurinn E. hamata til- heyrði einnig háu fæðuþrepi (2,9) miðað við aðrar dýrasvifstegundir. Af ljósátunum tilheyrði náttlampi lægsta fæðuþrepi (2,4). Tveggja til fjögurra ára loðna og fullorðinn kolmunni tilheyrðu hæsta fæðu- þrepi (3,6). Póláta tilheyrir hærra fæðu- þrepi í ágúst (2,4) en í maí (2,0) sem gefur til kynna að hún breyti um fæðuval eftir fæðuframboði. Er hún nær eingöngu jurtaæta í maí þegar gnótt er af þörungum og því talin lýsandi fyrir fæðuþrep 2. Í ágúst, þegar lítið framboð er af svifþörungum, étur hún einnig átu og flokkast sem alæta. Niðurstöður RDA röðunar- greiningar á milliátu og umhverfis- þáttum leiddu í ljós að selta, botn- dýpi, hitastig og blaðgræna höfðu marktæk áhrif á það hvernig teg- undir milliátu raðast og þar með á samfélagsgerð milliátu í Íslandshafi síðsumars (11. mynd). Þá reyndist árið 2008 einnig hafa marktæk áhrif á röðunina, en þá voru t.d. krabbaflóin Acartia spp., sjávarflóin Podon leuckarti, hrúðurkarlalirfur (Cirripedia), holdýr (Cnidaria), krabbaflóin Temora longicaudata og vængjasniglar (Limacina spp.) hlut- fallslega algengari en hin tvö árin. Saman útskýrðu ofantaldar skýri- breytur 29% af breytileikanum í tegundasamsetningu, seltan mest eða 11%, árið 2008 8% og botndýpi 5%. Hitastig og blaðgræna skýrðu hvort um sig 2–3% breytileikans í samfélagsgerð.19 Fyrsti ásinn, sem skýrir mest af breytileikanum (58%), lýsir fallanda frá tegundum sem fundust einkum á miklu dýpi þar sem selta var til- tölulega há (rauðáta, krabbaflær af ættkvíslinni Pseudocalanus, pílormar, götungar) til tegunda sem héldu sig grynnra og við lægri seltu (t.d. Acar- tia spp. og ísáta (Calanus glacialis)). Greina má þrjár meginsam- félagsgerðir eða hópa dýrasvifs. Austarlega á rannsóknasvæðinu var atlantískt samfélag þar sem rauðáta, Pseudocalanus spp. píl- ormar og götungar voru tiltölulega algengir, botndýpi mikið og sjávar- hiti og selta tiltölulega há (ljósgráa svæðið á 11. mynd). Sunnarlega voru tegundir með tengsl við land- grunnssvæðin (t.d. T. longicornis og Acartia spp., Podon leuckarti og lirfur botndýra t.d. hrúðurkarla) þar sem er tiltölulega grunnt, sjávarhiti og selta há en blaðgræna lág (ljós- rauða svæðið á 11. mynd). Loks voru norrænar tegundir (póláta, ísáta, Mi- crocalanus spp. og Oncaea spp.) norð- vestantil þar sem sjávarhiti og selta voru lág en blaðgræna með mesta móti (ljósbláa svæðið á 11. mynd). Meðallífmassi á ári var metinn fyrir plöntusvif, átu og fiska á grund- velli mælinga 2006–2008. Lífmassi plöntusvifs (votvigt) var metinn 5,3 milljónir tonna á grundvelli blað- grænumælinga. Lífmassi milliátu var metinn 10 g þurrvigt m-2 á grund- velli sýna úr allri vatnssúlunni á öllum árstímum. Flatarmál Íslands- 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 - 26 - 25 - 24 - 23 - 22 - 21 - 20 - 19 - 18 POM Cf Ml Ti Pg Tlo Mn Tli Ta Gw Eh Mv_juv Gm Ma Am Mv_10 Mp Mv_16 FÞ 2 FÞ 4 FÞ 3 δ13C (‰) δ1 5 N ( ‰ ) Ch_maí Ch Lífrænar agnir Dýrasvif Fiskaungviði Fullorðnir fiskar Lífrænar agnir Krabbaflær Pílormur Marflær Ljósátur Fiskaungviði Fullorðnir fiskar 10. mynd. Fæðutengsl í Íslandshafi í ágúst 2007 og 2008. Stöðugar samsætur fyrir kol- efni (δ13C) og köfnunarefni (δ15N) hjá öllum tegundunum. Gildin tákna meðaltöl og FÞ táknar reiknað fæðuþrep. Nafngiftir: Cf: C. finmarchicus; Ch: C. hyperboreus; Ml: M. longa; Pg: P. glacialis; Ti: T. inermis; Tlo: T. longicaudata; Mn: M. norvegica; Tl: T. libellula; Ta: T. abyssorum; Gw: G. wilkitzkii; Eh: E. hamata; Gm: G. morhua; Ma: M. aeglefinus; Mv: M. villosus, Mv_juv: lirfur og seiði, Mv10: 10 cm, Mv16: 16 cm, Mv_ad: fullorðin loðna (11–16 cm); Mp: M. poutassou (kolmunni); Am: A. marinus (sandsíli). – Trophic relationships in the Iceland Sea in August 2007 and 2008. Stable isotopes of carbon and nitrogen (δ13C and δ15N) for all the species. Values are means and FÞ indicates trophic levels. Denomination: See above.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.