Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 8
Náttúrufræðingurinn
8
4. mynd. Sjávarhiti (°C) á 50 m dýpi í Íslandshafi í júlí 2006. – Sea temperature (°C at
50 m) in July 2006 in the Iceland Sea.
eina tegundin sem greindist í öllum
sýnum. Tíu algengustu tegundir og
hópar voru rauðáta, pílormar, Oi-
thona spp., Pseudocalanus spp., Oncaea
spp., póláta (C. hyperboreus), Metridia
longa, götungar, Microcalanus spp.
og ísáta (C. glacialis), allt krabbaflær
nema pílormar og götungar.
Af fiskum fundust 32 tegundir í
138 togum með flotvörpu í júlí 2006
(39 tog), ágúst 2007 (44 tog) og ágúst
2008 (55 tog). Loðna greindist í 52,9%
toga, þorskseiði (Gadus morhua) í
42,8% og ýsuseiði (Melanogrammus
aeglefinus) í 25,5% toga. Kolmunni,
lýsuseiði (Merlangius merlangus) og
ískóð (Boreogadus saida) fundust í
10,1%, 8,7% og 8,0% toga og síld
í 5,8%. Aðrar tegundir greindust í
0,7–5,1% toga (5. mynd c).
b) Vistfræðileg gerð og virkni
Landfræðileg útbreiðsla og árstíða-
bundinn breytileiki eru mikilvægir
þættir í gerð og virkni vistkerfis. Hér
er þessum þáttum lýst með tilliti
til næringarefna, blaðgrænu og átu.
Enn fremur er fjallað um útbreiðslu
helstu fisktegunda.
Í austanverðu Íslandshafi var
nítrat á 0–30 m dýpi (6. mynd a) og
fosfat (ekki sýnt) ekki fullnýtt í yfir-
borðslögum í júlí 2006, en uppurið
Lífríkið
a) Líffræðileg fjölbreytni
Líffræðilegri fjölbreytni er lýst með
tíðni tegunda hjá átu og fiskum,
en með fjölda fruma hjá hópum
svifþörunga (5. mynd). Vöxtur
svifþörunga hófst í apríl en var
mjög dreifður niður á 100 m dýpi
í ólagskiptri vatnssúlunni sam-
kvæmt mælingum á blaðgrænu og
in vivo blaðgrænu. Vorhámark kísil-
þörunga var í síðari hluta maí (5.
mynd a). Í apríl bar mest á smáum
kísilþörungum en í maí voru kísil-
þörungar af ættkvíslunum Chaetoc-
eros og Thalassiosira algengastir. Í
júlí fannst lítið af kísilþörungum í
efsta lagi sjávar (<30 m) enda var
magn kísils lágt ofan við sterka
lagskiptingu sem takmarkaði vöxt
þeirra. Smáir þörungar (<10 µm)
voru algengir yfir allan gróður-
tímann en þó í minnstum mæli
við vorhámark kísilþörunga í maí.
Skoruþörungar greindust í svipuðu
magni yfir sumarið.
Alls var 101 tegund eða flokkunar-
fræðilegur hópur átu greindur í 247
háfsýnum (5. mynd b). Allmargar
tegundir voru sjaldgæfar og 24
tegundir fundust í aðeins einu sýni.
Rauðáta (Calanus finmarchicus) var
hafi, vestan Kolbeinseyjarhryggjar.
Yfirborðslög sjávar voru hlýrri 2007
og 2008 en árin 1951 og 1987 og
svokallaður „millisjór” (Atlantískur
sjór á 100–300 m dýpi) var tæplega
0,7°C hlýrri 2007 en 1987 (3. mynd).
Þetta fer saman við hámarkshita í
Vestur-Svalbarðastraumi 2006.32
Sjávarhiti á 50 m dýpi í júlí 2006
endurspeglaði skiptingu efri laga Ís-
landshafs í þrjár sjógerðir (4. mynd).
Vestantil var kaldur og ferskur
pólsjór Austur-Grænlandsstraums.
Sunnan og austan til var hlýrri og
saltari Atlantssjór, sem kemur inn
í Íslandshaf um Grænlandssund og
suður af Jan Mayen. Miðsvæðis, yfir
og austan við Kolbeinseyjarhrygg,
var svalur, arktískur yfirborðssjór,
svokallaður svalsjór, sem er blanda
fyrrnefndra sjógerða. Hitastig og
selta í yfirborðslögum voru svipuð
í sumarleiðöngrunum þremur, en
þó var hlýrra sunnan og austan til
í ágúst 2008 heldur en í ágúst 2007
og júlí 2006.
3. mynd. Fjórir dýpisferlar hita á stöð Íh í
miðju Íslandshafi á eftirfarandi tímum: 17.
ágúst 1951 (blá lína), 22. september 1987
(svört lína), 19. ágúst 2007 (græn lína) og
15. ágúst 2008 (rauð lína). Sjótakagögn
árið 1951 en sondugögn (CTD) önnur ár.
– Four profiles of temperature on station Íh
in the central Iceland Sea): 17 August 1951
(blue line), 22 September 1987 (black), 19
August 2007 (green), and 15 August 2008
(red). Interpolated water sampler data for
1951, ctd data for other years.
Pólsjór
<0° Atlantssjór
>3°
Svalsjór
1-2°