Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 24
Náttúrufræðingurinn 24 eignir en auðvitað veruleg áhrif á þá sem bjuggu nærri eldunum. Hins vegar geta litlir sinueldar nærri byggð valdið töluverðum óþægindum, sérstaklega vegna reykmengunar sem borist getur inn á fjölmörg heimili. Þannig geta sinueldar haft áhrif langt út fyrir lóðarmörk, eins og sannaðist á Akureyri þann 23. apríl 2005. Þá lagði reyk vegna sinubruna á jörð í nágrenni bæjarins inn yfir Akur- eyri og olli því að loftgæði spilltust verulega; styrkur svifryks (PM10) fór yfir 450 µg/m3 (10. mynd). Til samanburðar má nefna að sólar- hrings-heilsuverndarmörk eru 50 µg/m3. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur kortlagt og haldið utan um kortlagningu stærri gróðurelda á Ís- landi frá árinu 2006. Mýraeldar eru langsamlega stærstir; brunnið land var um 6700 hektarar og eldarnir fóru yfir um 7300 hektara svæði (1. tafla). Athyglisvert er hversu fjöl- breyttur gróður og gróðurlendi verða gróðureldum að bráð, mýrar og flóar, heiðar og grös, lúpína, mosi og trjágróður. Umræða Gróðureldar hér á landi verða oftast í apríl og maí (rúmlega 50%) (5. mynd). Gróðureldatímabilið virðist vera að lengjast, byrja fyrr og ná fram á haust. Einnig er algengt að gróðureldar kvikni í janúar í tengslum við flugeldanotkun og leik barna. Athygli vekur að gróðureldar hafa frá árinu 2000 orðið í öllum mánuðum ársins. Margskonar land getur orðið eldi að bráð þar sem sinumyndun er mikil, svo sem í graslendi, mýrum, lúpínubreiðum, kjarri og mosaþembum (1. tafla). Líklega er hægt að nota fréttir af eldum sem mælikvarða á tíðni þeirra. Samanburður fyrir árið 2010 á tilkynningum í gagnagrunn MVS og fréttum sýnir mjög svipaða dreifingu milli mánaða, þótt fréttir séu aðeins af þriðjungi þeirra útkalla sem finna má í gagnagrunni MVS (11. mynd). Einnig eru sýnd gögn fyrir allt tímabilið sem aflað var með einfaldri leit á timarit.is (1990– 2008) og í fréttum 2009–2013. Allt sýnir þetta svipaða dreifingu, sér í lagi þegar tekið er tillit til þess að staðalfrávik eru af svipaðri stærðar- gráðu og á 5. mynd. Gera má ráð fyrir að fréttir séu helst fluttar af stærri eldum og þeim sem ógna byggð eða valda óþægindum. Í gagnagrunn MVS eru hins vegar skráðir mjög litlir eldar sem verða í kjölfar bruna og myndu allajafna vart teljast með (t.d. eldur í runna eða á grasflöt við hús eða bíl sem brennur). Gróðureldar eru oftast af manna- völdum, vegna íkveikja, viljandi eða óviljandi, og ógætilegrar með- ferðar elds (7. mynd). Hætt er við að flokkun orsaka sé ekki alltaf mjög nákvæm og að skýringin íkveikja sé iðulega notuð þótt mögulega megi flokka ástæðuna nánar. Þó eru skiptar skoðanir á því hvort fræðsla minnki hættuna eða auki líkur á að eldar séu kveiktir viljandi í kjölfar umræðu um gróðurelda. Hættan á alvarlegum gróður- eldum minnkar ekki með áfram- haldandi aukningu gróðurs og hlýnandi veðurfari.13 Hér er ekki gerð tilraun til að tengja saman veðurfar og fjölda gróðurelda enda margt sem spilar þar inn í. Mánaðarúrkoma (2. og 3. mynd) dugar skammt ein og sér til að segja til um líkur á gróðureldum, enda er til dæmis lengd samfellds þurrka- tímabils og vindafar mikilvægara en mánaðarmeðaltal úrkomu. Slík rannsókn er þó hluti af næstu skrefum sem nauðsynleg eru til að meta hættu á gróðureldum. Gróðureldar hafa enn ekki valdið stórfelldu tjóni hérlendis, en hætta er á að það geti gerst hvenær sem er, einkanlega á frístundasvæðum. Enn sem komið er er aðeins til ein næstum fullbúin viðbragðsáætlun vegna gróðurelda og er hún fyrir Skorradal. Nauðsynlegt er að gera áætlanir fyrir fleiri svæði, en þar sem gróðureldar eru ekki skilgreindir sem náttúruvá er margt óljóst um skyldur og kostnað af vinnu við hættumat vegna gróðurelda. Þó má ljóst vera að sá mikli kostnaður sem getur fylgt baráttunni við gróðurelda, auk þeirrar augljósu hættu sem skapast getur, til dæmis á þéttbýlum sumarhúsasvæðum, hlýtur að réttlæta útgjöld til for- varna. Einnig þarf að bæta tækjakost og þjálfun slökkviliða. Það er áhugavert, eins og margir hafa bent á, að til að brenna sinu til sveita þarf ekki að kaupa trygg- ingu heldur nægir að fá leyfi frá sýslumanni eftir umsögn frá bún- aðarfélagi. Áramótabrenna er hins Hvar – Where Ár – Year Mánuður – Month Gróður – Vegetation Stærð (ha) – Size (ha) Mýraeldar 2006 mars–apríl Mýrar, flóar 6700 Kross og Frakkanes á Skarðsströnd 2008 apríl Mýrar, lyngheiði 105 Gröf í Lundarreykjadal 2013 mars Tún, gras, móar 39 Laugardalur í Ísafjarðardjúpi 2012 ágúst Mýrar, kvistlendi 15 Jarðlangsstaðir á Mýrum 2010 maí Birkikjarr, mýrar, gras 13 Útmörk Hafnarfjarðar* 2008 apríl Lúpína 13 Miðdalsheiði 2007 júní Mosi 9 Helgafell ofan Hafnarfjarðar 2009 júlí Mosi 8 Merkihvoll á Landi 2013 mars Lúpína, gras, tré 2 Ásland, Hafnarfjörður 2012 júní Lúpína 1 * Nokkrir eldar sem urðu með stuttu millibili, þó ekki samfellt svæði. 1. tafla. Stærstu (>1 ha) mældu eldar á Íslandi frá 2006. Mánuðir eru litaðir bláir snemma árs og grænir yfir sumarið. Gögn frá Náttúrufræðistofnun Íslands. – Largest wildfires measured in Iceland in 2006–2013.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.