Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 59

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 59
59 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags dýrategundum. Guðmundur Egg- ertsson, emeritus í sameindalíffræði, gerir þessum flóknu og forvitnlegu genum góð skil í bókinni Líf af lífi.24 Samspil þróunar og þroskunar Hráefni þróunar er breytileiki, því ef enginn munur er milli einstaklinga í sama stofni mun hann ekki þróast. Þroskun býr til einsleitar lífverur og er mjög skilvirk. Úr rjúpueggi kemur rjúpa, úr hænueggi kemur kjúklingur. Aldrei skríður rjúpa úr hænueggi. Þótt þroskun sé nákvæm er hún aldrei fullkomlega skilvirk. Þótt alltaf komi hæna úr egginu, vita þeir sem grannt hafa skoðað að ekki eru allar hænur eins, ekki einu sinni systurhænur. Flestir eigin- leikar eru örlítið mismunandi milli einstaklinga, t.d. örlítill munur á lögun hanakamba eða fjölda fjaðra. Frávik í þroskun hanakamba kunna að virðast léttvæg, jafnvel þeim sem neyta kjúklinga, en ef þau eru arfgeng getur kamburinn þróast meðal annars vegna áhrifa nátt- úrulegs vals. Slík frávik í þroskun eru hráefni þróunar. Galdurinn er sá að þroskunin gefur af sér fjölbreytilega einstaklinga, og hluti af muninum á milli þeirra liggur í genum. Sumir erfðafræðingar kunna að halda bókhald um orsakir breytileikans. Ef kambar eru breytilegir í hópi hænsna getum við með viðeigandi æxlunum og mælingum greint áhrif gena, umhverfis og tilviljunar. Slíkt bókhald hefur verið fram- kvæmt fyrir fjöldan allan af eigin- leikum í þúsundum tegunda. Það sýnir að hlutverk gena er misjafn- lega mikið eftir eiginleikum. Sumir útlitseiginleikar, eins og fingraför eða eyrnasneplar, hafa mjög hátt arfgengi (breytileiki í þeim er að mestu útskýrður af genum). Aðrir eiginleikar, t.d. fjöldi afkvæma veltur að mestu á umhverfi. En í öllum tilfellum skiptir tilviljun verulegu máli. Handahóf kann að virðast lítil- fjörlegur kraftur en það snertir alla starfsemi og þroskun lífvera. Þetta sést ákaflega skýrt þegar við berum saman hægri og vinstri hlið fólks. Andlit eru aldrei fullkomlega sam- hverf. Á einum liggur vinstra munn- vikið hærra, og á öðrum skagar nefið til hægri. Tilviljun getur haft áhrif á milljónir lítilla atburða í fóstur- þroskun, ráðið því hversu margar frumur fóru ákveðna þroskabraut eða hvort meira var framleitt af ákveðnu boðefni í útlimavísi hægri handar en þeirrar vinstri. Svona bókhald sýnir að tilviljun getur útskýrt 1–10% í breytileika í útlits- einkennum.25 Eins og áður sagði hefur samspil umhverfis og gena stundum ófyrirséðar afleiðingar; gen sem þykkir hanakambinn við einar aðstæður getur rýrt hann við aðrar.3 Þetta útskýrir hvers vegna breytingar á umhverfi lífvera getur afhjúpað heilmikinn erfðabreytileika, sem kann að útskýra hátt arfgengi sumra lífstílssjúkdóma.26 Þessi snertiflötur þroskunar og þróunar er viðfangsefni margra rannsókna. Meðal spurninga sem tekist er á við er sá möguleiki að vélvirki þroskunar dragi úr áhrifum hendingar, umhverfis og erfða- breytileika á svipfarið. Rannsóknir sýna að þroskaferlin eru merkilega stöðug, farvegir þroskunar þola bæði frávik í umhverfi og erfðasam- setningu. Einnig eru stundaðar rann- sóknir á tengslanetum þroskunar, og hvernig þau breytast í tímans rás. Spáð hefur verið í það hvernig gömul gen fá ný hlutverk, eins og þegar nýjar frumugerðir þróast eða betrumbætur verða á líffærum. Sýnt hefur verið fram á að bygg- ing vissra líffæra ólíkra tegunda kann að vera áþekk, en genakerfin sem byggja líffærin eru mjög mis- munandi.27 Þetta eru spennandi spurningar sem ekki verða ræddar ítarlegar hér. Ljóst er að þróunin mun alltaf hafa breytileika úr að moða. Nýjar stökkbreytingar verða í hverri kynslóð, á milli 50 til 100 í hverri kynfrumu okkar samkvæmt nýlegum mælingum,28 og fjölvirkni gena og samspil þeirra tryggir að áhrifin birtast í mörgum þráðum svipfarsins. 6. mynd. Hox-genaklasinn er varðveittur í öllum fjölfruma dýrum. Genin eru saman í röð á litningnum (litaðir kassar í miðjunni) og eru tjáð í dýrunum (hægra meginn). Sýnd eru ættartré genagengjanna í flugum (flies), ormum (polychaetes), ferfætlingum (tetrapods), beinfiskum (teleost fish), tálknmunnum (cephalochordates), möttuldýr (urochordates), skrápdýr (urchins) og hálfseildýrum (hemichordates). – Picture of the Hox genes in meta- zoans. The genes sit together on the chromosome (coloured boxes in the middle), are ex- pressed in the animals (right) and are found across the animal kingdom (see tree and labels on the left). Mynd/Picture: Nature, 2012 – Wikimedia commons. Þekkt tjáningFundin genÞróunarsaga Liðdýr Flugur Ferfætlingar Beinfiskar Tálknmunnar Möttuldýr Skrápdýr Hálfseildýr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.