Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 65

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 65
65 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Guðmundur Páll Ólafsson náttúruverndari og rithöfundur Minningabrot Náttúrufræðingurinn 84 (1–2), bls. 65–71, 2014 Guðmundur Páll fæddist á Húsavík 2. júní 1941. Foreldrar hans voru Ólafur Friðbjarnarson, af þingeysku kyni, og Brynhildur Snædal Jósepsdóttir frá Vestfjörðum. Guð- mundur var einn vetur í Menntaskólanum í Reykjavík, en fór 1960, 19 ára gamall, til Bandaríkjanna, og komst í há- skóla í New Hampshire, var þar hálft ár við búfræðinám, síðan hálft annað ár í Alabama, m.a. í myndlistarnámi, en hafnaði loks í Ríkisháskólanum í Columbus, Ohio, þar sem systir hans var þá búsett. Þar lauk hann B.Sc.-námi í dýrafræði og búvísindum 1966. Á þessum námsárum stundaði Guðmundur ýmsa vinnu sem til féll, m.a. við brask með réttindi til olíu- vinnslu, og kynntist þá ýmsu misjöfnu, horfðist nokkrum sinnum í augu við byssukjafta, en fékk jafnframt tækifæri til að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin. Nú kom að því að hann var kallaður til herþjónustu, en þá var Víetnam- stríðið í fullum gangi. Sá þá Guðmundur sitt óvænna og hélt heim til Íslands eftir sex ára dvöl í Vesturheimi. Hann var skólastjóri Barna- og miðskóla Blönduóss, 1966– 1968, og setti þar upp tæknilega tungumálastofu og notaði við enskukennslu, líklega þá fyrstu hérlendis. Hann varð þá gripinn af þeirri hugsjón að semja nýtt námsefni í nátt- úrufræði fyrir barnaskólana, sem varð helsta viðfangsefni hans næstu árin (Viðtal í Morgunbl. 22. okt. 2000). Steindór Steindórsson hafði tekið við skólastjórn M.A. 1968, eftir andlát Þórarins Björnssonar 28. janúar það ár. Ljósm. Ingibjörg Snædal Foreldrar og systkini Guðmundar Páls. Frá vinstri: Guðmundur Páll, Ólafur, Ástríður (efri), Hanna, Hrafnhildur, Guðrún (efri), Brynhildur Snædal og Þröstur. Á myndina vantar Guðmund, sem er elstur þeirra bræðra. Haustið 1968 kom nýr kennari í Menntaskólann á Akureyri, Guðmundur Páll Ólafsson, 27 ára líffræðingur. Sá sem þetta ritar hafði þá verið stundakennari við skólann í næstum áratug. Við náðum strax vel saman, og vorum sammála um að kennslu í náttúrufræði yrði að gerbreyta. Áhugi okkar á rannsókn, kynningu og verndun náttúrunnar fór einnig saman. Í náttúruvernd voru nýjar hugmyndir að ryðja sér til rúms, og í upp- siglingu var fyrsta stóra deilumál af því tagi hérlendis, Laxárvirkjunarmálið. Guðmundur átti eftir að lyfta grettistaki í kynningu á náttúru landsins og verndun hennar, með ræðum sínum og ritverkum. Hann var þó lengi að þreifa fyrir sér á ýmsum sviðum, áður en hann fann sinn persónulega farveg í bókagerð, en allt reyndist það góð undirstaða þegar á hólminn var komið, líkt og hann væri leiddur af hulinni hönd. Hann var alla ævi að menntast og stóð á hátindi ferils síns er hann lést 2012, rúmlega sjötugur. Hér er ætlunin að glugga í æviferil hans gegnum sameiginleg kynni okkar, og greina frá helstu ritverkum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.