Náttúrufræðingurinn - 2014, Side 65
65
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Guðmundur Páll Ólafsson
náttúruverndari og rithöfundur
Minningabrot
Náttúrufræðingurinn 84 (1–2), bls. 65–71, 2014
Guðmundur Páll fæddist á Húsavík 2. júní 1941. Foreldrar
hans voru Ólafur Friðbjarnarson, af þingeysku kyni, og
Brynhildur Snædal Jósepsdóttir frá Vestfjörðum. Guð-
mundur var einn vetur í Menntaskólanum í Reykjavík, en
fór 1960, 19 ára gamall, til Bandaríkjanna, og komst í há-
skóla í New Hampshire, var þar hálft ár við búfræðinám,
síðan hálft annað ár í Alabama, m.a. í myndlistarnámi,
en hafnaði loks í Ríkisháskólanum í Columbus, Ohio, þar
sem systir hans var þá búsett. Þar lauk hann B.Sc.-námi í
dýrafræði og búvísindum 1966.
Á þessum námsárum stundaði Guðmundur ýmsa
vinnu sem til féll, m.a. við brask með réttindi til olíu-
vinnslu, og kynntist þá ýmsu misjöfnu, horfðist nokkrum
sinnum í augu við byssukjafta, en fékk jafnframt tækifæri
til að ferðast vítt og breitt um Bandaríkin. Nú kom að því
að hann var kallaður til herþjónustu, en þá var Víetnam-
stríðið í fullum gangi. Sá þá Guðmundur sitt óvænna og
hélt heim til Íslands eftir sex ára dvöl í Vesturheimi.
Hann var skólastjóri Barna- og miðskóla Blönduóss, 1966–
1968, og setti þar upp tæknilega tungumálastofu og notaði
við enskukennslu, líklega þá fyrstu hérlendis. Hann varð
þá gripinn af þeirri hugsjón að semja nýtt námsefni í nátt-
úrufræði fyrir barnaskólana, sem varð helsta viðfangsefni
hans næstu árin (Viðtal í Morgunbl. 22. okt. 2000).
Steindór Steindórsson hafði tekið við skólastjórn M.A.
1968, eftir andlát Þórarins Björnssonar 28. janúar það ár.
Ljósm. Ingibjörg Snædal
Foreldrar og systkini Guðmundar Páls. Frá vinstri: Guðmundur
Páll, Ólafur, Ástríður (efri), Hanna, Hrafnhildur, Guðrún (efri),
Brynhildur Snædal og Þröstur. Á myndina vantar Guðmund, sem
er elstur þeirra bræðra.
Haustið 1968 kom nýr kennari í Menntaskólann á Akureyri, Guðmundur Páll Ólafsson, 27 ára líffræðingur.
Sá sem þetta ritar hafði þá verið stundakennari við skólann í næstum áratug. Við náðum strax vel saman,
og vorum sammála um að kennslu í náttúrufræði yrði að gerbreyta. Áhugi okkar á rannsókn, kynningu og
verndun náttúrunnar fór einnig saman. Í náttúruvernd voru nýjar hugmyndir að ryðja sér til rúms, og í upp-
siglingu var fyrsta stóra deilumál af því tagi hérlendis, Laxárvirkjunarmálið. Guðmundur átti eftir að lyfta
grettistaki í kynningu á náttúru landsins og verndun hennar, með ræðum sínum og ritverkum. Hann var
þó lengi að þreifa fyrir sér á ýmsum sviðum, áður en hann fann sinn persónulega farveg í bókagerð, en allt
reyndist það góð undirstaða þegar á hólminn var komið, líkt og hann væri leiddur af hulinni hönd. Hann var
alla ævi að menntast og stóð á hátindi ferils síns er hann lést 2012, rúmlega sjötugur. Hér er ætlunin að glugga
í æviferil hans gegnum sameiginleg kynni okkar, og greina frá helstu ritverkum.