Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 41
41 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags svartsvana (Cygnus atratus), sem lifa í Ástralíu (11. mynd), tengjast oft varanlegum böndum. Stundum laða þeir að kvenfugl sem makast með öðrum heimilisföðurnum. Þegar móðirin hefur orpið í hreiðrið reka ábúendurnir hana burt og liggja svo á eggjunum og annast ungana. Ef körlunum bregst kven hyllin reka þeir aðra svani af hreiðri og taka að sér eggin. Eins og títt er meðal svana, helga fuglarnir sér stórt óðal, sem þeir verja öðrum svönum og gera sér þar hreiður. Þessi steggjapör „skaffa betur“ en mörg hjón svart- svana – koma að meðaltali upp mun fleiri ungum – þar sem þeir geta í þrótti líkamsburðar helgað sér og varið stærra og betra óðal. Í sumum varpbyggðum máva eru talsvert fleiri kven- en karl- fuglar, líklega af því að skordýra- eða illgresiseyðingarlyf í umhverf- inu hafa raskað kynákvörðun fóstra í eggjum. Þarna er nokkuð um lesbískt samband tveggja kven- fugla. Stöllurnar sýna hvor annarri sömu atlot og venjuleg mávahjón, helga sér óðal í varpinu og byggja þar hreiður. Önnur eða báðar stofna til skyndikynna við ein- hvern greiðvikinn fjölskylduföður í grenndinni og saman koma þær svo ungunum á legg. Hettuskríkja (Wilsonia citrina) er algengur söngfugl í Norður- og Mið-Ameríku. Kynin eru ólík að sjá, og fuglaskoðarar hafa veitt því athygli að algengt er að tveir karl- fuglar annist hreiður saman, en óvíst er hvernig þeir verða sér úti um eggin. Eitthvað er um hreiður- sníkjulíf hjá þessum fuglum. Að vísu verpa hettuskríkjur yfirleitt í hreiður fugla af öðrum tegundum, en samt getur hugsast að eggin í karla- hreiðrunum séu þannig fengin. Eins er til að hettuskríkjuforeldrar afræki hreiður vegna ágangs ræningja, og gæti verið að heimilisfeðurnir hafi komist yfir slík hreiður. Annars er allvenjulegt að sam- kyns fuglar komi upp hreiðri og liggi á því án þess að forsendur séu fyrir því að þeir komi upp ungum. Þá liggur lesbískt par á ófrjóvguðum eggjum og karlfuglar í hommasam- búð hafa jafnvel sést sinna tómu hreiðri af kostgæfni. Bagemihl hefur fundið skráðar heimildir um samkynhegðun hjá fleiri en 450 tegundum dýra; þar af eru um 300 spendýr og fuglar. Hann bendir á að þessar tölur gefi engan veginn rétta mynd af umfangi þessa atferlis. Megnið af liðlega 9000 núlif- andi tegundum af fuglum og 4000 spendýrategundum hefur sáralítið verið skoðað. Frávikin eru misalgeng: Um 2% af afrískum karlstrútum leiða kven- fugla hjá sér en gera hosur sínar grænar fyrir öðrum körlum og hafa sjálfsagt sjaldnast erindi sem erfiði. Hjá öðrum tegundum lað- ast flest dýr annars kynsins ekki aðeins að einstaklingum af gagn- stæðu kyni, heldur eru tvíkynhneigð, svo sem hrútar hins stórhyrnda fjallafjár í Norður-Ameríku og hindir orrabukks í Afríku. Meðal bónobóapa, sem brátt verður greint frá, virðast allir eða nær allir ein- staklingar – óháð kynferði – hafa hneigð til eigin kyns. Önnur frávik Meðal dýra þekkist margvísleg kyn- hegðun sem ekki tengist því að geta af sér afkvæmi. Auk sjálfsfróunar og kynmaka utan fengitíma og við eigið kyn má nefna mök ein- staklinga af ólíkum tegundum og snertingu ýmissa líkamsparta, svo sem munnmök apa eða þegar karl- eða kvenhöfr ungur potar bægsli eða horni í kynop kvendýrs. Kynmök við eða á milli einstaklinga sem eru ófrjóir vegna æsku eða elli falla líka hér undir. „Elsta atvinnugrein kvenkynsins“ þekkist líka utan mannheims. Apar sýna vinum og félögum oft vináttu með snyrtingu og lúsaleit, og komið hefur í ljós að apynjur jövulubba (Macaca fascicularis), dýrapa í Indó- nesíu, selja karlöpum líkama sinn til kynmaka fyrir slíka þjónustu. Eins og títt er í viðskiptum ræðst verðið af framboði og eftirspurn. Þegar nóg er af apynjum fá þurfandi karlar dráttinn fyrir átta mínútna snyrtingu, en þar sem hörgull er á kerlum fer gangverðið upp í sextán mínútur.c Og í sjónvarpsþáttaröð um lífshætti fugla greinir David Attenborough frá kólibrífuglum, þar sem karlar, sem venjulega búa einir að blóma breiðum á óðali sínu, veita kvenfuglum aðgang að hunangs- legi fyrir kynmök utan eðlilegs mökunartíma.d Eitt furðulegasta afbrigði í kyn- lífi er samkynjað háttarlag hins fágæta fljótahöfrungs í Amazon, gárahöfrungsins (Inia geoffrensis), þegar einn tarfur potar lim sínum inn í blástursop annars. Tekið skal fram að þetta atferli hefur aðeins sést í dýragörðum og er kannski neyðarúrræði, kallað fram af ónáttúrlegum aðstæðum, þar sem kynin eru aðskilin í ferskvatnskerum, en menn kunna lítil skil á lífsháttum gárahöfrunga í náttúrunni. Trúlega hefur engin ein tegund dýra – ekki einu sinni maðurinn – virkjað kynlíf í ýmsum myndum rækilegar til félagslegra tengsla en bónóbóapinn, mannapi náskyldur okkur. Félagslíf bónobóapa Í miðri Afríku, í Kongólýðveldinu eða Austur-Kongó, lifa sunnan við stórfljótið Kongó mannapar áþekkir hinum vanalegu simpönsum í útliti. Þeir hafast við í þéttum regnskógum, lítt aðgengilegum mönnum, enda kynntust dýrafræðingar þeim ekki fyrr en 1928, og þá voru þeir flokk- aðir til tegundar simpansa (Pan troglodytes). Þótt þeir séu stundum kallaðir dvergsimpansar eru þeir ámóta hávaxnir og simpansar en grennri. Nú er ljóst að þetta er sjálf- stæð tegund, bónobói (Pan paniscus). Mun meiri munur er á lífsháttum simpansa og bónobóa – og þá sérstaklega á félagsskipan – en á líkamsgerð þessara apa. Flokkar simpansa lúta stjórn öflugs karlapa en bónobóar búa við kvennaveldi. c Barras, C. 2008. Macques prepared to pay for sex. New Scientsist 197/2637. Bls. 6. d Attenborough, D. 1998. The life of birds. Þáttaáröð fyrir sjónvarp. BBC.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.