Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 57

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 57
57 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags á þeirri einföldustu. Boðefni, oft kölluð formvakar eða frumuvakar, eru litlar sameindir sem ákveðnar frumur framleiða og dæla út í um- hverfi sitt. Boðefnin eru flest skamm- dræg, og eru numin af nærliggjandi frumum sem bera sértæka viðtaka (oftast á ytra byrði sínu). Lykill- inn er að einungis þær nágranna- frumur sem bera viðtaka fyrir þetta tiltekna boðefni geta skynjað það og brugðist við. Aðrar frumur sem ekki eru með viðtakann eru ónæmar fyrir þessu tiltekna boðefni. Þegar frumur komast á tiltekið þroskastig, kveikja þær oft á ákveðnum genum og fram- leiða viss boðefni. Aðrar frumur í umhverfinu skynja þetta boðefni, og fá þannig upplýsingar um þroskabraut sína og annarra fruma í nágrenninu. Við skynjun boða verða breytingar í þeim frumum og svo koll af kolli. Atburðarás sem þessi er mjög algeng í þroskun. Þetta er í grunninn einfalt en stað- reyndin er sú að lífverur nýta sér hundruðir mismunandi boðefna og viðtaka. Á hverri mínútu þroskunar ganga hundruðir boða frumna og vefja á milli, hér og þar um fóstrið. Þannig tala frumurnar saman í þroskun lífvera, hvort sem um er að ræða snemmþroskun ormsins eða myndun hjarta mannsins. Sameindirnar sem stjórna þessum samskiptum, prótínboðefni og við- takar þeirra, eru margar af sama þróunarlega meiði. Til að mynda urðu EGF (e. epidermal growth fac- tor) boðsameindir og viðtakar þeirra til snemma í þróun fjölfrum- adýra. Þessi prótín eru notuð við myndun augna, vængja og eggja ávaxtaflugunnar, gotraufar ormsins, þroskun ónæmiskerfis, nýrna og blóðflaga mannsins svo örfá dæmi séu tekin. Sömu kerfin eru notuð í ólíkum lífverum og margoft við þroskun hvers einstaklings. Rannsóknir sýna að þróun hefur notað þroskunargenin sem nokkurs- konar verkfærasett.18 Hún getur nýtt sér margskonar breytileika í genatjáningu. 1) Ef gen er tjáð meira eða minna, kann það að breyta þroskun og þar með byggingu líf- verunnar. 2) Ef gen er tjáð fyrr eða síðar í þroskun, getur það einnig breytt þroskaferlum og þar með svipfarinu. 3) Einnig er mögulegt að genið sé tjáð á nýjum stað (eða á breiðara svæði) og þannig leitt til frábrugðinna eiginleika sem gagnast lífverunni. Könnum seinasta mögu- leikann aðeins betur. Þróunarlegar breytingar geta orðið þegar gömul gen öðlast ný hlutverk, t.d. þegar kirtill þroskast undir húðinni sem getur seytt næringarríkum vökva til afkvæmis sem liggur utan á móður. Samanburður á lífverum hefur sýnt að nýir eiginleikar verða margoft til þegar eldri einingum er raðað saman á nýjan hátt.14 Þróun nýtir sér genin dálítið eins og óviti legókubba. Ef stökkbreyting leiðir til þess að kveikt er á geni á nýjum tíma, og ef þessi nýja tjáning gensins nýtist líf- verunni, þá eykst tíðni þeirrar stökk- breytingar og eiginleikinn festist í sessi. Það er kappnógur breytileiki í tjáningu gena, og náttúrlegt val grípur stökkbreytingar og tilbrigði sem auka hæfni lífvera. Örlagakort frumna og vefja Eins og við sáum í dæminu um orminn, taka frumur og frumuhópar ákvarðanir og fara inn á ákveðnar þroskabrautir. Með því að kortleggja slíkar þroskabrautir er hægt að teikna svokölluð örlagakort, t.d. hvaða frumur verða að starfandi taugum eða húð. Slík örlagakort eru þekkt úr mörgum lífverum, í spendýrum eru þekktar tvær megin gerðir stofnfruma í ættartré blóðsins, sem gefa af sér rauðar blóðfrumur og blóðflögur eða átfrumur og korn- frumur. Ormurinn er einnig dæmi um annan mikilvægan eiginleika þroskunar. Þroskun er í sumum tilfellum mjög ákvörðuð. Fruma P1 mun geta af sér frumurnar P2 og EMS (4. mynd). P2 gefur af sér P3, sem er stofnfruma kynfrum- anna og C sem myndar vöðva og munnparta. Ormurinn nýttist fyrst í rannsóknum á örlögum fruma, en hann sýnir líka hvernig örlagakortin geta þróast. Samanburður á ólíkum tegundum orma sýna að örlaga- kortin eru mismunandi.19 Innan sumra stofna er einnig breyti- leiki í örlagakortum, sérstaklega í síðustu frumuskiptingunum. Þarna sjáum við dæmi um þróunarmun á milli tegunda og breytileika innan tegundar. Jafnvel ormurinn, kennslu- bókardæmi um skilvirkni þroskunar, lýtur lögmálum þróunar. Hryggdýr þroskast með allt öðru lagi en ormar. Hjá músum og mönnum er kímblaðra á 7. degi þroskunar um 120 frumur, og inni í henni að meðaltali 45 jafn- gildar fósturstofnfrumur.20 Aðeins 4. mynd. Þráðormurinn Caenorhabditis elegans (t.v.), mynd af vefnum Wikimedia commons. Fyrstu skiptingar og örlagakort frumna í þráðorminum C. elegans (t.h.). (Teiknað upp úr Gilbert útg. 9 2010).24 – Picture of C. elegans (left) from Wikimedia commons. First divisions and fate map in Caenorhabditis elegans (right), redrawn from Gilbert 2010. $% DO0XQQSDUWDUK~èRJWDXJDU $% D $% DU0XQQSDUWDUK~èWDXJDU $% $% SO+~èRJWDXJDU $% S $% SU+~èRJWDXJDU 2NIUXPD ( 0HOWLQJDUYHJXU (06 06 0XQQSDUWDURJY|èYDU  & 9|èYDURJK~è 3 3 9|èYDURJNtPOtQD N\QIUXPXU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.