Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 49
49 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Konráð Þórisson Náttúrufræðingurinn 84 (1–2), bls. 49–52, 2014 Um orðanotkun tengda fyrstu stigum þroskunar hjá fiskum Orðanotkun í íslensku tengd fyrstu þroskastigum í lífsferli fiska hefur verið talsvert á reiki. Einnig hefur kennsla um þroskun fiska verið afskipt í íslenskum grunnskólum. Til dæmis er börnum þessarar fiskveiðiþjóðar almennt ekki kennt að úr eggjum flestra fiska klekjast fisklirfur, sem síðar myndbreytast í seiði. Þörf er á samræmingu í orðanotkun um þroskun fiska í íslensku, þótt höfundur telji ekki þörf á að íslenska alla flokkun og öll hugtök niður í smæstu einingar og að óhætt sé að einfalda meira á ís- lensku en gert er í vísindaensku. Í greininni er fjallað almennt um þroskun fiska, með áherslu á myndbreytinguna hjá beinfiskum. Nafngiftir hér eru fyrst og fremst miðaðar við þær breytingar sem eiga sér stað á þroskaferli fiskanna, en vegna málhefðar er nauðsynlegt að tiltaka nokkra aðra við- burði í ævi fiskanna þótt þeir marki ekki skil í þroskaferli þeirra. Lagt er til að í hrognasekknum séu hrognin nefnd hrogn, en eftir frjóvgun egg. Úr eggjum langflestra beinfiska klekjast fisklirfur og meðan þær eru með kviðpoka má gjarnan nefna þær kviðpokalirfur (en ekki kviðpokaseiði). Lirfurnar myndbreytast síðar í seiði. Hvort seiðin breytast í ungfisk nákvæmlega um næstu áramót eftir klak, er meira á reiki, en þegar ung- fiskurinn verður kynþroska breytist hann í kynþroska fisk, sem þroskar hrogn og svil, hrygnir og sagan endurtekur sig. Inngangur Illa hefur gengið að samræma orða- notkun í sambandi við þroskun fiska, einkum er þetta áberandi þegar rætt er um fyrstu þroska- stigin í lífsferli þeirra. Jafnvel fiski- fræðingar geta verið í vafa um hvaða orð eigi best við og hefur þar ekki alltaf gætt samræmis. Ein ástæða þessa er að þroskunarferill sumra fisktegunda er verulega frábrugðinn því sem algengast er hjá beinfiskum (þ.e.a.s. egg – lirfa – myndbreyting – seiði), því að þessar tegundir hafa ekki eiginlegt lirfustig og er þessi þroskunarmáti nefndur bein þroskun, til mótvægis við óbeina þroskun, þar sem lirfustig kemur við sögu. Egg þessara fiska (t.d. laxfiska), eru yfirleitt mjög stór og afkvæmin mun þroskaðri við klak en t.d. lirfur þorsks eða skarkola og þau þurfa því ekki að ganga í gegnum meiri háttar myndbreytingu til að líkjast foreldrum sínum. Það sem flækir málið þó enn frekar, er að ýmis millistig í þroskaferlum eru til, skilgreiningar eru ekki alltaf afgerandi og oft er matsatriði hvar mörk eru dregin milli þroskastiga. Það er því ekki eingöngu á íslensku sem orðanotkun er á reiki um fyrstu stig þroskunar hjá fiskum. Lífshættir á fyrstu vikum og mánuðum í lífi fiska eru nær undan- tekningalaust verulega frábrugðnir því sem fullorðnir fiskar af sömu tegund upplifa. Það sama á við um umhverfisaðstæður og fæðu þeirra, þar sem fullorðnir fiskar eru allt að milljón sinnum stærri en nýklaktar fisklirfur þeirra. Aðferðir við söfnun og mælingar eru því allt aðrar, enda eru rannsóknir á ungstigum fiska jafnan stundaðar af öðrum vísinda- mönnum en þeim sem rannsaka fullorðnu fiskana. Þótt orð við hæfi fyrstu þroskastiga smiti smám saman frá klak og hrygningarrann- sóknum yfir til nytjastofnarann- sókna, hefur gengið seint að þróa og samræma hugtök er snerta fyrstu stigin í lífsferli fiska. Full ástæða er því til að rifja upp þroskaferil fiska og hvetja til samræmingar í orðanotkun í því samhengi. Svolítið um sögu orðanotkunar Í bók sinni Fiskarnir frá 1926 notar Bjarni Sæmundsson orðin egg, lirfur og seiði, en tvö þau síðarnefndu notar hann þó stundum sem sam- heiti: „Seiðin (lirfurnar) eru aðeins 5 mm löng, þegar þau klekjast …“.1 Nafngiftir á þroskastigum fiska voru reyndar almennt mjög á reiki á þessum tíma í vísindaheiminum, en komust meira á hreint eftir miðja tuttugustu öld þótt enn sé deilt og jafnvel um grundvallaratriði.2 Árið 1964 var í danskri fiskabók gerð til- raun til að uppfræða almenning um þroskastig fiska og fylgdu nafngiftir í þeirri bók eðlilegum kaflaskiptum í þroskasögu fiskanna.3 Þarna voru m.a. lirfur fjölmargra fisktegunda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.