Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 5
5 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags landshafi (68°N) verið greindur.7 Lífræðilegar rannsóknir á lægri þrepum vistkerfisins hafa verið fáar, og einkum takmarkaðar við sunnanvert Íslandshaf, svo sem langtímavöktun á átu og umhverfis- þáttum8 og rannsókn á frumfram- leiðni og lífsferlum átu.9 Rannsóknir á vistfræði fiska hafa að mestu takmarkast við loðnu (Mallotus vil- losus), stærsta fiskstofn Íslands- hafs. Þar ber hæst umfangsmiklar rannsóknir á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, í því skyni að greina lífsögulega þætti loðnu og veiðiþol stofnsins og tengsl hans við sjófræðilega þætti.10,11 Loðnustofninn gegnir lykilhlut- verki í vistkerfum Íslandshafs og Ís- landsmiða. Með áti á dýrasvifi og sem bráð botnlægra fiska, sjávar- spendýra og fugla, veitir loðna gífurlegu magni lífrænnar orku frá neðri þrepum vistkerfanna til þeirra efri, og er því drifkraftur í vexti og viðgangi margra dýrastofna. Loðnan hrygnir einkum með suður- og vesturströndinni10 og drepst að því loknu og nýtist þá sem æti fyrir fiska og hryggleysingja botndýra- samfélagsins. Loðnustofninn hefur verið einn mikilvægasti nytjastofn á Íslandsmiðum síðustu 40–50 árin. Loðnan er því ekki aðeins mikilvæg 1. mynd. Sjávardýpi og straumar í Íslandshafi, AGS = Austur-Grænlandsstraumur, AÍS = Austur-Íslandsstraumur, NÍS = Norður-Íslandsstraumur.4,75 Endurteknar stöðvar eru sýndar út af Látrabjargi (Ln4), Kögri (Kg4), Siglunesi (Si8) og Langanesi (Ln6) og mælistöð í miðju Íslandshafi (Íh). – Depth contours and currents in the Iceland Sea, AGS = East Greenland Current, AÍS = East Icelandic Current, NÍS = North Icelandic Irminger Current.4,75 Repeated stations are indicated off Látrabjarg (Ln4), Kögur (Kg4), Siglunes (Si8) and Langanes (Ln6), and in the central Iceland Sea (Íh). í vistfræðilegu tilliti heldur einnig í efnahagslegu samhengi. Megindrættir í göngum og atferli loðnu lágu fyrir um 1980 í ljósi stofnmælinga og merkinga.10 Enda þótt umhverfisþættir væru augljós- lega áhrifamiklir í að móta breyti- leika lífsögulegra þátta og árssveiflur í stofnstærð, var unnt að spá fyrir um stofnþróun með ásættanlegri óvissu.11 Markverðar breytingar hafa hins vegar átt sér stað í út- breiðslu seiða og eldri loðnu á upp- eldis- og fæðustöðvum í Íslands- hafi frá því seint á tíunda áratug síðustu aldar. Jafnframt mistókust stofnmælingar á loðnu að haustlagi um árabil, fiskiskipin fundu ekki veiðanlega loðnu, og sumar- og haustveiðar liðu undir lok árið 2005. Loks hefur nýliðun stofnsins verið mun minni frá árinu 2003 en raun var á fyrir þann tíma. Þessar stofn- breytingar hafa verið tengdar við aukið innflæði Atlantssjávar norður fyrir land.12,13 Markmið rannsóknaverkefnis- ins „Vistkerfi Íslandshafs“ var að afla upplýsinga um vistfræðilega grunnþætti Íslandshafs og nálægra hafsvæða, sem og tengsl þeirra við lífsögu og stofnþróun loðnu. Hér verður gerð grein fyrir lang- tímabreytileika í sjávarhita og jafn- framt lýst helstu þáttum í bygg- ingu og virkni vistkerfisins, svo sem sjófræðilegum ferlum, tegundum og magni svifþörunga og átu, vist- fræðilegum tengslum og útbreiðslu loðnu og annarra fiska. Gögn og aðferðir Gögnum var safnað í tíu rann- sóknaleiðöngrum árin 2006–2008, aðallega að vor- og sumarlagi (1. tafla).14 Gagnasöfnun fór fram með eftirfarandi hætti: 1) Á svoköll- uðum umhverfisstöðvum var vist- fræðilegum gögnum safnað með mælingum á sjávarhita, seltu, nær- ingarefnum og blaðgrænu og söfnun svifþörunga og átu. 2) Á tog- stöðvum var líffræðilegum gögnum safnað um fiska. Auk þess voru bergmálstæki notuð til að mæla magn og útbreiðslu helstu fisk- stofna. Umfangsmestu leiðangrarnir fóru fram að sumarlagi öll þrjú árin þegar gögnum var safnað á um- hverfisstöðvum, togstöðvum og með bergmálsmælingum. Á öðrum árstímum var gögnum safnað á um- hverfisstöðvum í sex leiðöngrum og loðnulirfum var safnað vorið og sumarið 2007. Langtímabreytingum sjávar- hita á suðurmörkum Íslandshafs norðvestan og norðan lands, er lýst með gögnum úr gagnagrunni Hafrannsóknastofnunar á fjórum stöðvum (Lb4, Kg4, Si8, Ln6) á jafnmörgum sniðum (Látrabjargs-, Kögur-, Siglunes- og Langanessniði, 1. mynd). Þessar stöðvar, svo- nefndar endurteknar stöðvar, voru teknar ár hvert á þremur til fjórum árstímum flest árin, í febrúar, maí, ágúst og nóvember. Til að lýsa lang- tímabreytingum í hinu eiginlega Ís- landshafi voru notaðir dýptarferlar hita á stöð miðsvæðis í hafinu (Íh, 1. mynd), frá árunum 1951, 1987, 2007 og 2008.15 Hitamælingar árið 1951 voru gerðar með vendihitamælum á ákveðnum dýpum og þau gögn síðan brúuð milli mælidýpa á eins meters dýptarbilum til þess að fá samfelldan hitaferil. Hafeðlis- fræðileg gagnasöfnun innan Íslands- hafsverkefnisins fólst í samfelldum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.