Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 50

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn 50 kynntar til sögunnar með tugum litmynda. Bókin var þýdd á mörg tungumál, m.a. á íslensku sem Fiskar og fiskveiðar4, oft kölluð fiskabók AB. Svo óheppilega vildi þó til að þýðandi ákvað að kalla bæði lirfur og seiði seiði, þrátt fyrir að bæði larver og yngel sé notað í frumút- gáfunni.3 Gunnar Jónsson leggur hins vegar þroskunarfræðina til grundvallar í orðanotkun sinni allt frá því að Fiskalíffræði hans kom út árið 1972.5,6,7 Á seinni árum hefur því verið heldur meira samræmi hérlendis í orðanotkun um fyrstu þroskastig fiska í sjó. Aðrar hefðir eru þó ríkjandi í máli þeirra er fást við ferskvatnsfiska8, enda er þroskun sumra þeirra talsvert frábrugðin flestum sjávarfiskum, eins og áður er getið. Bakgrunnur Þekktar eru um 28.000 fiskategundir í heiminum, þar af eru um 27.000 tegundir beinfiska og um eitt þúsund tegundir brjóskfiska. Brjóskfiskar, t.d. hákarlar og skötur, hafa innri frjóvgun og gjóta fáum, mjög stórum eggjum umluktum sterkru ytra byrði (pétursskip), eða gjóta lifandi ungum. Eggin eru oft nokkrir sentimetrar í þvermál, en algeng lengd unga er nokkrir tugir sentimetra. Sumar tegundir beinfiska hrygna tiltölulega fáum mjög stórum eggjum (t.d. ættir laxfiska, mjóra og steinbíts) og meðal þeirra er bein þroskun algengust. Lang- flestir beinfiskar hrygna hins vegar smáum eggjum, oftast 0,5–3,0 mm í þvermál9, sem frjóvguð eru með ytri frjóvgun við hrygningu. Fjöldi eggja er hér oft tugir þúsunda og allt upp í milljónir eggja, sem for- eldrarnir skipta sér yfirleitt ekkert af eftir frjóvgun. Algengast er að þessar tegundir hafi óbeina þroskun með eiginlegu lirfustigi. Úr eggjum langflestra beinfiska klekjast lirfur, sem myndbreytast síðar í seiði. Þetta gildir jafnt um bolfiska t.d. þorsk og ýsu, uppsjávarfiska t.d. síld, loðnu og makríl og flatfiska t.d. lúðu og skrápflúru (sem eru reyndar ágæt dæmi um undan- tekningar frá ofangreindri reglu, því þær hrygna stórum eggjum, en hafa samt óbeina þroskun). Hér verður fyrst og fremst fjallað um algengasta þroskaferli bein- fiska í og við Norður-Atlantshaf (þ.e. smá, frítt fljótandi egg – lirfur – myndbreyting – seiði). Eins og jafnan í lífheiminum eru þó til undan- tekningar og ástæða er til að nefna nokkrar í viðbót. Hjá t.d. laxfiskum og steinbítsætt eru eggin botnlæg og talsvert stærri, oft 4–8 mm í þver- mál og úr þeim klekjast stórar og vel þroskaðar lirfur (1. mynd). Rauð- magar, hornsíli og fiskar af steinbíts- ætt gæta eggjaklasa sinna. Einnig má nefna karfategundir, sem hrygna ekki, heldur eru hrognin frjóvguð innvortis og klekjast þar og lirfunum er síðan gotið 2–3 mánuðum seinna. Samkvæmt enskri málhefð (sem aftur á uppruna sinn í latínu) kall- ast eggfrumurnar ova eða roe áður en þeim er hrygnt, en eggs eftir hrygningu. Á norðurlandamálum er orðanotkunin hliðstæð og t.d. á dönsku er talað um rogn fyrir og æg eftir hrygningu. Það kann að hljóma undarlega í eyrum fólks, sem er vant því að borða hrogn og lifur á vorin, að fjalla hér um egg fiska. Samkvæmt íslenskri hefð er eðlilegast að nefna hrognin hrogn, meðan þau eru ófrjóvguð í hrognasekknum (brókinni), en fræðilega nefnast þau egg eftir hrygningu og frjóvgun. Eggin geta ýmist verið frítt fljótandi og er þá talað um sviflæg egg eða botnlæg líkt og á við um egg síldar og loðnu auk ýmssa smárra grunnsævistegunda. Þroskaferill (langflestra) beinfiska Nafngiftir í þessari grein eru fyrst og fremst miðaðar við helstu breytingar, sem eiga sér stað á þroskaferli fiskanna.2 Vegna málhefðar hefur einnig reynst nauðsynlegt að tiltaka nokkra aðra viðburði í ævi fiskanna, sem þó marka ekki beinlínis skil í þroskaferli þeirra. Öllu þroskaferli heillar fiskævi (óbein þroskun), má til einföldunar lýsa á eftirfarandi hátt, þar sem feitletruð orð lýsa þroskastigum (tímabilum), en skáletruð orð tákna þroskaviðburði (breytingu): Hrogn – hrygning/frjóvgun – egg – klak – lirfa – myndbreyting – seiði – ungfiskur – kynþroski – kynþroska fiskur – geldfiskur Í þessari upptalningu eru reyndar þrjú orð, sem eiga ekki fullkomlega rétt á sér, út frá þroskunarfræðilegu sjónarmiði, en það eru klak, ung- fiskur og geldfiskur. Það verður að vísu engin þroskabreyting við það að klekjast úr eggi enda um augnabliksatburð að ræða. Það er líka töluvert breytilegt á hvaða þroskaskeiði klak á sér stað, en til einföldunar legg ég til að eftir klak kallist öll fiskaafkvæmin lirfur. Margar fisklirfur klekjast út meðan þær eru enn á fósturstigi, en aðrar klekjast úr eggi, sem hálfstálpaðar 1. mynd. Einfölduð mynd af nýklöktum lirfum lax og þorsks. Laxalirfa er óvenju stór og vel þroskuð við klak. Hún er margfalt stærri en flestar fisklirfur og hefur mikinn næringar- forða í kviðpokanum (appelsínugulur á mynd). Laxalirfan er þó í upphafi algerlega háð næringu úr kviðpokanum, líkt og aðrar fisklirfur. Teikning: Konráð Þórisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.