Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 29
29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
því hvernig ritari Bergbúaþáttar
meðhöndlar efni sitt. Það er þó ljóst
að fyrri hluti kviðunnar er lýsing á
eldgosi. Í seinni hlutanum er eld-
gosið sett í goðsögulegt samhengi
þar sem lýst er átökum jötna við ás
elds og eldinga, þrumuguðinn Þór.
Þótt kviðan sé dróttkvæði að formi
til minna efnistökin og innihaldið
meira á eddukvæði og e.t.v. má segja
að hún sé eddukvæði, nánar tiltekið
goðakvæði, í dróttkvæðastíl.
Hallmundur er ekki þekktur í
norrænum goðsögum en hann er
að góðu kunnur úr Grettissögu og
virðist þar vera jötnaættar en ærið
mennskur og skáld gott. Þeir Grettir
áttu í glettingum hvor við annan á
Kili og Hallmundur kom honum til
hjálpar í átökum við byggðamenn.
Þá bjó hann í helli miklum ekki langt
frá Balljökli, þ.e. Eiríksjökli. Ýmsir
hafa talið að hann hafi búið í Hall-
mundarhelli og byggja þá skoðun
á lýsingum sögunnar á legu hans.4
Grettir dvaldi í hellinum um hríð
með Hallmundi og dóttur hans.
Seinna lenti Hallmundur í átökum
við Grím frá Kroppi og fékk banasár.
Grímur elti hann í hellinn þar sem
Nr. – No. Sýni – Sample 14C-aldur
1 sigma
68,2% líkur
– Probability
2 sigma
95,4% líkur
– Probability
Tilvísanir
– References
AAR-7412
Surtshellir: Kýrbein
– Cattle bone 1214±41 775–886 e.Kr. 690–939 e.Kr.
Guðmundur Ólafsson
o.fl. 2004 13
AAR-7413
Surtshellir: Kýrbein
– Cattle bone 1197±36 780–883 e.Kr. 694–958 e.Kr.
Guðmundur Ólafsson
o.fl. 2004 13
K-1435
Surtshellir: Kýrbein
– Cattle bone 1010±100 900–1160 e.Kr. 781–1237 e.Kr.
Halldór Laxness
1969 14
Ótilgreint
Mór undan Hall-
mundarhrauni –
Peat below the lava
1190±100 713–965 e.Kr. 662–1016 e.Kr. Kristján Sæmundsson 1966 10
1. tafla. Aldursgreiningar úr Surtshelli og undan Hallmundarhrauni. – Dates from Surts-
hellir cave and below Hallmundarhraun lava.
Hallmundur kvað kviðu um ævi
sína og andaðist eftir það.
Rannsóknir á
Hallmundarkviðu
Bergbúaþáttur með Hallmundar-
kviðu er varðveittur að hluta á
gömlu skinnblaði í handriti sem
nefnt hefur verið Gervi-Vatnshyrna.5
Það er eftirrit eða systurrit glataðrar
skinnbókar sem nefndist Vatnshyrna
og var í safni Árna Magnússonar en
eyðilagðist í brunanum mikla 1728.
Árni hafði þó gert af henni afrit
árið 1686, sem reyndar er að mestu
glatað líka, en gott eftirrit af henni
er til frá árinu 1687 með hendi Jóns
Eggertssonar (1643–1689) skrifara
og klausturhaldara.
Fræðimenn hafa löngum talið að
kviðan sé ort á 12. eða 13. öld. Guð-
brandur Vigfússon, sem gaf hana
fyrstur út í fornsagnasafni sínu 1860,
taldi hana tæplega eldri en frá miðri
13. öld,6 Finnur Jónsson taldi hana
frá 13. öld7 en Guðni Jónsson frá 12.
öld án þess að rökstyðja það nánar.8
Guðmundur Finnbogason birti
kviðuna með umfjöllun og skýring-
um í Skírni 1935.9 Þar telur hann
líklegast að höfundurinn sé að lýsa
Kötlugosi, t.d. gosinu í Sólheima-
jökli 1262 enda beri lýsingunni vel
saman við síðari tíma lýsingar á
umbrotum í Kötlu. Í kviðunni, segir
hann, er lýst „… eldgosi úr jökli,
gnýnum sem stendur af eldsum-
brotum, jarðskjálftum, eldi og
eimyrju, vatnsflóði …“.
Þórhallur Vilmundarson dregur
þetta í efa í formála sínum að
Bergbúaþætti í Íslenskum forn-
ritum 1991.5 Hann bendir á að Hall-
mundur hafi ekki búið nálægt Kötlu
eða slóðum Mýrdalsjökuls heldur
tengist hann fyrst og síðast svæðinu
í kring um Langjökul. Goslýsingin
í kviðunni eigi því mun betur við
Hallmundarhraun í Borgarfirði, en
ýmsir höfðu bent á að hraunið kynni
að hafa runnið nálægt landnámi.10
Í framhaldi af þessu fékk Þórhallur
Hauk Jóhannesson, jarðfræðing, til
að gera sérstaka athugun á aldri
Hallmundar hrauns. Haukur kann-
aði jarðvegssnið og gjóskulög undir
Landnámslag
Skýringar:
Hallmundarhraun
Kol
Landnámslag
Grátt öskulag
Svart öskulag
Ljóst öskulag
Mold
Möl
Dýpi Ha-1
cm
Dýpi Ha-2
cm
Ha-3
Ha-4
Ha-5
0
10
20
30
40
50
60
70
10
0
2. mynd. Jarðvegssnið undir Hallmundarhrauni sem benda til að það sé yngra
en landnámsöskulagið. – Soil sections with tephra layers from below the Hall-
mundarhraun lava.11