Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 45

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 45
45 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Lónsdjúp er töluvert dýpra og yst í því mælist meira en 330 metra dýpi á litlu svæði. Lónsdjúpi svipar til annarra „djúpa“ suðaustanlands að því er varðar stærð og dýpi. Reynis- djúp, Skaftárdjúp, Skeiðarárdjúp, Breiðamerkurdjúp, Hornafjarðar- djúp, Lónsdjúp og Berufjarðaráll ganga út frá landinu að land- grunnsbrún. Þau virðast þannig vera farvegir frá landi út að land- grunnsbrún. Ekki er þó létt að rekja upprunann beint til straumvatna eða skriðjökla. Djúpin eiga það sameiginlegt að vera mjög breið og grunn. Breiddin er gjarnan 10 til 20 km og dýpið l00 til 200 metrar miðað við aðlæg grunn. Djúpin eru því ekki stórfelldar misfellur í land- grunninu. Lögun þeirra er þannig ekki sambærileg við U-laga dali á landi, skorna af skriðjöklum. Breidd djúpanna, og sú staðreynd að þau eru skorin í fast berg, mælir svo gegn því að þau séu mynduð af ám á þurru landi. Því verður að ætla að djúpin séu mynduð af ís. En hvers konar ís? Samkvæmt framansögðu má giska á íshellu yfir landgrunninu þar sem hrað- ari ísstraumar framan við megin- farvegi íss á landi rufu þessa farvegi í grunnið. Slíkum straumum hefur verið lýst víða, meðal annars á landgrunni Noregs.1 Ekki er hægt að segja að innri gerð landgrunnsins suðaustan- lands sé vel þekkt. Segulmælingar á landgrunninu undir forystu Leós Kristjánssonar hafa þó gefið verð- mætar upplýsingar um þessi efni. Sérstaklega skiptir okkur máli samantekt Leós og Geirfinns Jóns- sonar2 um niðurstöður flugsegul- mælinga á landgrunninu sunnan- og suðaustanlands árin 1991 og 1992, en þær náðu meðal annars yfir svæðið umhverfis Lónsdjúp. Túlkun þeirra á mælingunum var sú, að innri hluti landgrunnsins (þ.e. næst landi) sé úr storkubergi en ysti hlutinn myndaður úr þykkri linsu af setbergi. Fjórða 2. mynd. Horft yfir ysta hluta Lónsdjúps úr norðri. Yfirhækkun er fjórföld. Á myndinni sést hversu greinilegir og skörðóttir hryggirnir eru. – Outer part of Lónsdjúp viewed from the north, showing details of ridges. Fourfold vertical exaggeration.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.