Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 72

Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 72
Náttúrufræðingurinn 72 Tilviljun og nauðsyn eftir Jacques Monod Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, 2012 (284 bls.) Almennt um bókina Hin nýja líffræði kennd við sam- eindir spratt úr rannsóknum á eðli og náttúru lífefna, erfða og örvera um miðja síðustu öld. Hún byggði á grunnsetningu Charles Darwins (1809–1882) og Alfred Wallace (1823– 1913) að allt líf á jörðinni væri af sömu rót. Því mætti læra um eigin- leika manns og húsdýra með því að rannsaka gerla. Jacques Lucien Monod (1910–1976) var í fylkingar- brjósti hinnar nýju fræðigreinar og gerði hana að viðfangsefni í bókinni Tilviljun og nauðsyn, ritgerð um nátt- úrulega heimspeki nútímalíffræði.1 Bókin kom upprunalega út 1969 í Frakklandi en var gefin út hér- lendis haustið 2012 af Hinu íslenska bókmenntafélagi. Guðmundur Egg- ertsson prófessor emeritus við Há- skóla Íslands þýddi en Björn Þor- steinsson heimspekingur ritstýrir lærdómsritaröðinni. Bókin samanstendur af níu köflum og fjórum viðaukum um tæknilegri atriði. Fyrst skilgreinir Monod grunneiginleika lífs og líf- vera. Næst er fjallað um eldri heim- speki um eðli lífsins og tilgátur, t.d. um sjálfkviknun lífs, sem líf- fræði tuttugstu aldar afsannaði og afgreiddi sem ranghugmyndir. Monod tekur síðan til við að lýsa meginatriðum sameindakenningar- innar í köflum þrjú til sex. Þar er hann á heimavelli og útskýrir inn- viði frumunar, uppbyggingu erfða- efnisins og erfðatáknmálsins. Hann útlistar stóru drættina í starfsemi prótína, sem geta skipt um virkni eftir því hvaða form þau taka, og hvernig sveiganleiki og veik efnatengi nýtast frumum við dag- legan rekstur. Sjöundi kafli fjallar um þróun lífsins og áttundi um tvö af stærstu viðfangsefnum líf- fræðinnar, uppruna lífs og eigin- leika taugakerfis mannsins og með- vitundar. Í síðasta kaflanum ræðir hann bollalengingar sínar um heimspekilegar afleiðingar sam- eindakenningarinnar og framfara í vísindum. Hann leggur út frá þróun mannsins og hugmyndum um að tilurð tungumáls hafi frelsað manninn og gert þróun hugmynda mögulega. Að síðustu skissar hann nýja vísindalega heimspeki. Hér verður efni bókarinnar ekki rakið í þaula, en stiklað á nokkrum lykil- atriðum. Höfuðáherslan er lögð á sameindakenninguna og upp- götvanir Monod og félaga. Heim- speki og samfélagssýn Monods verður rædd á öðrum vettvangi. Hvað er líf? Monod byrjar á að ræða grundvallar- spurninguna, hvað er líf? Hvernig getum við greint lífverur frá dauðu efni? Samkvæmt honum eru líf- verur hlutir með áform, vélar sem byggja sig sjálfar og vélar sem fjölga sér. Þessi þrjú atriði skilgreina líf- verur. Með hans orðum eru þessi atriði markleitni, sjálfkrafa form- myndun og óbreytileiki æxlunar. Markleitni þýðir að eiginleikar líf- vera og hegðan sýna oft dæmi um einhver áform. Vængir eru til þess að fljúga með; tennur til að bíta með. Hlutar lífvera hafa notagildi eða tilgang. Þessar hugmyndir eru einnig þekktar sem tilgangshyggja. Náttúruguðfræðingar nítjándu aldar voru hallir undir guðlega til- gangshyggju, þ.e.a.s. að guð hefði byggt lífverurnar með vissa eigin- leika, til að leysa ákveðin verk- efni. En Darwin og Wallace upp- götvuðu náttúrulegt val, sem leysti þær bábiljur af hólmi.2 Monod og þróunarfræðingar nú til dags að- hyllast þá kenningu að eiginleikar lífvera hafi komið til vegna áhrifa náttúrulegs vals. Lífverur geta leyst ýmis vandamál og gert margskonar kúnstir (t.d. að melta kartöflur eða syngja) en skýringin á þeim eigin- leikum er þróun ekki yfirnáttúra. Annað einkenni lífvera er sjálfkrafa formmyndun, þ.e.a.s. að þær byggi sig sjálfar. Í frjóvguðu eggi séu allar upplýsingar sem þarf til að hrinda af stað þroskun, og henni vindi svo fram eðlilega (ef ungviðið fær næga fæðu og allt annað sé í lagi). Sjálf- krafa formmyndun er ansi mikilvæg hugmynd, ekki síst heimspekilega. Þegar við sjáum að lífverur byggja sig sjálfar er erfitt að hafna hugmynd Friedrich Nietzsche (1844–1900) um að lífverur séu vélar. Þriðja einkenni lífvera er óbreytanleiki æxlunar. Lífverur hanga í keðju lífsins. Af asparfræi sprettur ösp, af birkifræi birki. Við vitum að lífveru þarf til að búa til nýja lífveru, og æxlunin er skilvirk. Óbreytileiki æxlunar með öðrum orðum lögmálið um erfðir. En svo skemmtilega vill til að frávik verða, t.d. sem skipti á ákveðnum basa í erfðaefninu. Þau eru sjaldgæf, en gerast samt. Með tíð og tíma safnast slík frávik upp og mynda mun á milli tegunda. Hvert var afrek Monods og Jacobs? Monod hafði lagt grunninn að upp- götvunum sínum í doktorsverkefni við Sorbonne-háskóla. Í stuttu máli sá hann að örverur gátu framleitt ólík ensím sem gerðu þeim kleift að nýta sér tiltekna orkugjafa, t.a.m. Ritfregn Náttúrufræðingurinn 84 (1–2), bls. 72–73, 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.