Náttúrufræðingurinn - 2014, Blaðsíða 40
Náttúrufræðingurinn
40
Menn hafa reynt að skýra hátt-
ernið sem áfanga í aðlögun að
gagnkynhneigðum lífsháttum, eins
konar kynlífsfræðslu, en í mörgum
tilvikum eldist það ekki af dýrunum.
Kynhegðun er allvel þekkt
hjá tveimur norður-amerískum
tegundum villtra klaufdýra, ameríku-
vísundi (Bison bison) (6. mynd) og
hinum stórhyrnda klettafjallasauði
(Ovis canadensis). Þar fara tarfar
og hrútar upp á kynbræður sína í
endaþarmsmökum árið um kring –
og aldrei meir heldur en á fengitíma,
þegar völ er samt á tilkippilegum
kúm og ám! Það vilja menn skýra
með auknu karlhormóni á þessum
árstíma. Ljóst virðist að sá sem undir
er lætur sér kvenhlutverkið vel líka,
í það minnsta leggur hann halann
til hliðar og auðveldar hinum að-
komuna. Einnig er þekkt er meðal-
bæði kven- og karlljóna að þau sýni
samkynhneigða hegðunb (7. mynd).
Lítið fer hins vegar fyrir
lesbískum tilburðum hjá kúm og
ám þessara villtu tegunda, trúlega
af því hve kynhvötin er dauf
mestan hluta ársins. Hjá orrabukk
(Kobus kob), antílópu sem lifir víða
í Afríku sunnan Sahara og sést í
skjaldarmerki Úganda, fer engum
sögum af samkynhegðun hjá
törfunum, en hindirnar, sem bera
kálfum á öllum tímum árs, virðast
allar auk þess lesbískar (höfundur
þessa pistils minnist þess sem
kúasmali í æsku hversu kýrnar í
hjörðinni nutu þess að leika hlut-
verk nautsins þegar einhver þeirra
var yxna).
Blettahýena (Crocuta crocuta), sem
lifir víða í Afríku sunnan Sahara, er
um það frábrugðin öðrum spen-
dýrum að snípur kvendýrs líkist
reðri karldýrs og er nær jafnstór (8.
mynd). Þetta er talið afleiðing þess
að kerlurnar hafa í sér óvenjumikið
af karlhormónum, enda eru þær
stærri og aðgangsfrekari en karl-
arnir og ráða mestu í félagshópum
dýranna. Slík líkamsgerð hentar
vel til lesbískra samkynsmaka, sem
nokkuð er um hjá blettahýenu.
Hjá ýmsum dýrum þekkjast
hópar þriggja einstaklinga (þrennur)
– og stundum fleiri – þar sem sam-
kynhegðun tengir að minnsta kosti
tvö dýr. Stundum eru öll dýrin af
sama kyni, svo sem tarfar vísunda,
afrískra fíla og ýmissa hjartardýra.
Á fengitíma leysast þessir karla-
klúbbar upp og tarfarnir leita maka í
hjörðum kvendýra. Í öðrum tilvikum
eru félagarnir af báðum kynjum.
Þetta er þekkt meðal margra fugla,
þar sem tveir fuglar af sama kyni
stofna til sambúðar en eðla sig auk
þess, annar eða báðir, með þriðja
fuglinum í þrennunni og allir þrír
annast svo egg og unga. Meðal
grágæsa er til dæmis nokkuð um
að tveir steggir taki upp sambúð og
taki svo til sín staka gæs sem eignast
egg með öðrum eða báðum. Saman
sinnir öll þrennan svo eggjum og
ungum. Hjá snjógæs og kanadagæs
þekkist samkyns sambúð aðeins hjá
kvenfuglum, sem geta að vonum
ekki ungað út eggjum nema með
fulltingi steggs. Hjá kanadagæs
verður stundum úr þessu varan-
legur þrennubúskapur.
Þrennusambúð af ýmsu tagi
þekkist einnig hjá ýmsum vaðfuglum,
máfuglum, svartfuglum og spör-
fuglum og nokkrum fuglum öðrum.
Meðal ýmissa gásfugla þekkjast
pör lesbía eða homma. Tveir steggir
b Bagemihl, B. 1999. Biological exuberance. Animal homosexuality and natural diversity. St. Martin's Press, New York. 752 bls.
9. mynd. Ýfilbjalla (Scarabeus sacer). Þessi
teikning af tveimur körlum í pörun er frá
árinu 1896 og er sennilega elsta mynd sem
gerð hefur verið af samkynshegðun dýra.b
11. mynd. Ástralskur svartsvanur; tveir
karlar í tilhugalífi. Svartsvanir í homma-
sambúð koma oft upp ungum úr eggjum
sem þeir verða sér úti um.b
10. mynd. Stokkandastekkir láta vel að hvor
öðrum. Ljósm. Norbert Nagel (Þýskalandi).
7. mynd. Karlkynsljón láta vel að hvort
öðru. Ljósm./Photo: Darren Gardiner www.
iDStyle.com (2006).
6. mynd. Amerískur vísundur. Ljósm./
Photo: Jack Dykinga.
8. mynd. Blettahýena. Ljósm./Photo: Liaka ac.