Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 67

Náttúrufræðingurinn - 2014, Qupperneq 67
Náttúrufræðingurinn 106 og þegar hefur verið vikið að, og utan hans. During og van Tooren gáfu á sínum tíma ágætt yfirlit yfir margbreytileika þessara samskipta39 og síðan hefur þekkingu okkar fleygt fram á þessu sviði.40 Hér er ekki hægt að gera þeim öllum skil en þó verður fjallað stuttlega um sam- skipti mosa, æðplantna og stórra beitardýra (sauðfé, hreindýr, gæsir). Mosar − æðplöntur Mosar hafa margs konar óbein áhrif á æðplöntur í gegnum víxlverkun mosahjúpsins við lofthjúp og jarðveg. Þessi áhrif eru ýmist jákvæð eða neikvæð. Mosar og æðplöntur geta auk þess verið í beinni sam- keppni um auðlindir. Þegar hefur verið fjallað um hæfni mosa til að taka til sín köfnunarefni í úrkomu í annars næringarsnauðu umhverfi, og við þær aðstæður eru þeir mun samkeppnishæfari en æðplönturnar sem með þeim vaxa. Í lágvöxnum túndrugróðri geta mosar einnig haft betur í samkeppni um ljós.41,42 Við hagstæðari skilyrði þar sem æð- plöntur ná nokkurri þekju og hæð hafa þær jafnan yfirhöndina og í lággróðrinum þrífast aðeins skugg- þolnari mosategundir. Jákvæð áhrif æðplantna hverrar á aðra (fyrirgreiðsla, e. facilitation) er fyrirbæri sem hefur fengið aukna at- hygli á síðari árum. Bent hefur verið á að við óhagstæð ytri skilyrði vegi þau upp neikvæð samskiptaáhrif (samkeppni).43,44 Það á einnig við um samskipti mosa og æðplantna. Sem dæmi má nefna að í breiðum holtasóleyar (Dryas octopetala) voru jákvæð áhrif á tegundafjölbreytni mosa neikvæðum áhrifum yfirsterk- ari á Svalbarða (há-Arktis), en ekki á hálendi Suður-Noregs.45 Mosalagið getur einnig veitt smávöxnum æð- plöntum skjól og skapað hagstæðari rakaskilyrði fyrir aðrar hávaxnari.46 Þetta var rannsakað nánar í tilraun á Svalbarða þar sem æðplöntum með mismunandi vaxtarform var plantað annars vegar í mosa af mismunandi þykkt (3 og 6 cm) og hins vegar þar sem mosaþekjan var fjarlægð með öllu.47 Eftir þrjú sumur var ljóst að þunnur mosi hafði jákvæð áhrif á lífmassa smárunnans Salix polaris og að þykkur mosi hafði neikvæð áhrif á lífmassa kornsúru (tvíkímblaða jurt, Bistorta vivipara) og tveggja graskenndra tegunda, liðagrassins Alopecurus borealis og fjallhæru (Lu- zula confusa). Tilraunir á rannsóknar- stofu leiddu í ljós að flókið samspil jákvæðra og neikvæðra áhrifaþátta mosans lá að baki þessum heildar- áhrifum. Niðurstöður rannsókn- anna voru dregnar saman í líkan sem sýnir hvernig jákvæð heildar- áhrif breytast í neikvæð með þykkn- andi mosaþekju (7. mynd).47 Þegar fjallað er um samskipti lífvera dugir hins vegar ekki að einblína á eitt þroskastig þeirra því form samskipt- anna getur sveiflast milli jákvæðs og neikvæðs eftir þroska. Áhrif mosaþekju á örugg set fyrir nýliðun fræplantna hafa verið tals- vert rannsökuð bæði erlendis og hér á landi. Sýnt hefur verið fram á að mosaþekja minnki hættu á afráni á fræjum í graslendi en að áhrifin á nýliðun af fræi séu ýmist jákvæð eða neikvæð,39 sem ræðst af því hvaða tegund á í hlut og af þykkt mosaþekjunnar. Rannsóknir Sohlbergs og Bliss sýndu að þunn mosaþekja og lífræn skán sköpuðu hagstæð skilyrði fyrir nýliðun fræpl- antna í heimskautatúndru,48 og rann- sóknir í Hekluhraunum bentu til að þunn hraungambraþekja geti einnig haft jákvæð áhrif á nýliðun þar.49,50 Niðurstöður rannsókna á nýliðun víðis í uppgræðslum bentu einnig til að þunn mosaþekja (1 cm) hefði jákvæð áhrif.51 Jákvæð áhrif mosans 6. mynd. Áhrif þykktar mosalags á jarðvegsþætti á Svalbarða þar sem mosaþykkt var stöðluð við 3, 6 og 12 cm í tilraun. A) Þiðnun virka lagsins yfir sumarmánuðina 2003. B) Dags- sveiflur hitastigs í jarðvegi (2 cm dýpt), mælt á 6 tíma fresti, meðaltöl yfir vaxtartímann (meðaltöl ± staðalskekkja). C) Nýtanlegt köfnunarefni á formi ammóníums og nítrats mælt sem styrkur jóna á resin-himnu yfir vaxtartímann. Súlur sýna meðaltöl ± staðalskekkju. Marktækur munur var milli tilraunameðferða með ólíkan bókstaf (a, b), n.s. = ekki mark- tækt. Endurteiknað og einfaldað eftir Gornall o.fl.3 – Effect of moss layer depth on soil envi- ronment in Svalbard where the depth was standardised to 3, 6 and 12 cm in an experiment. A) Soil thaw depth throughout the season (means ± SE) B) Diurnal temperature patterns measured at 6 hour intervals from late June to late August (means ± SE). C) Available ammonium and nitrate as determinded by use of ion-exchange membranes. Bars show treat- ment means ± SE. Significant difference between treatments is indicated by different letters (a, b), n.s. = not significant. Redrawn and modified from Gornall et al.3 84_3-4.indd 106 1601//15 12:50 147 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags mikilvægi lífbreytileika og tilurð hans (þróunarfræði) og einnig á loftslagsbreytingum. Hversu djúpt er farið í ofangreind atriði þarf að sjálfsögðu að miða við aldur nemenda og þekkingu. Með ferð í fjöru og síðari úrvinnslu er unnt að fjalla um alla þessa þætti og stuðla þannig að aukinni menntun til sjálfbærni. Í námskrá fyrir leikskóla er ekki nefnt sérstaklega að nemendur eigi að læra um sérstök náttúrufræðileg fyrirbæri eins og lífverur fjörunnar. Hins vegar er bent á að í náttúrunni er í boði fjölbreyttur efniviður og margvísleg tækifæri til rannsókna og uppgötvana.41 Einnig segir að starfshættir eigi að stuðla að virðingu barna fyrir náttúrunni og umhverfi sínu og að í leikskóla eigi börn að fá tækifæri til fjölbreyttrar hreyfingar og útiveru. Í námskrá fyrir grunnskóla, náttúrufræði- hluta, er lögð áhersla á menntun til sjálfbærni og getu til aðgerða og þar er víða að finna hæfniviðmið sem auðvelt er að tengja við vettvangs- ferð í fjöru og úrvinnslu hennar. Hér nægir að nefna að nemendur eiga að geta lýst lífverum í nánasta umhverfi sínu, einkennum þeirra, hegðun og tengslum (vistfræði), geta fjallað um samspil manna og náttúru, læra grunnatriði þróunar- líffræði og erfðafræði og kynnast mismunandi vistkerfum (bls. 172–174).1 Hér verður ekki fjallað um náttúrufræðileg viðfangsefni í kennsluskrám framhaldsskóla né háskóla. Augljóslega er fjaran góð uppspretta margs konar náms á efri stigum og í sérhæfðum námskeið- um, einkum dýrafræði og vistfræði. Námsefni og annað efni tengt fjörunni Til að geta notað vettvangsferð í fjöru með þau markmið í huga sem fjallað hefur verið um hér að framan þarf margt að koma til. Í fyrsta lagi skiptir menntun og reynsla kennarans máli. Í öðru lagi að skipulag skólastarfsins sé sveigjanlegt og gefi kost á útinámi. Í þriðja lagi að ferðin sjálf kosti ekki mikið og sé ekki of tímafrek. Í fjórða lagi að tæki og tóla séu til staðar, bæði til notkunar í ferðinni sjálfri og við úrvinnsluna (ílát, bakkar, stækk- unargler, víðsjár, myndavélar og smáforrit). Síðast en ekki síst er það námsefnið og annað efni fyrir kenn- ara og almenning sem þarf að vera handhægt. Námsgagnastofnun hefur gefið út mikið námsefni um hafið og efni sem tengist því. Hér verður einung- is fjallað um námsefni sem gefið er út á þessari öld, og er ekki um tæm- andi lista að ræða. Fjaran og hafið – námsvefur er efnismikill vefur eftir Karl Gunnarsson og Þóri Haralds- son42 og geymir fróðleik um lífverur sem lifa í fjörunni og hafinu. Þar er jafnframt mikið myndefni, ljós- myndir, teikningar og myndbönd, og einnig gagnvirkt efni fyrir nem- endur. Safn kennsluhugmynda sem tengjast hafinu og fjöruferðum er að finna í bæklingi eftir Auði Gunnars- dóttur og Guðbjörgu Ragnars–dótt- ur.43 Námsefnið Lífríkið í sjó eftir Sól- rúnu Harðardóttur44 er ætlað 10–12 ára nemendum. Þar er hafinu lýst með texta og myndum og fjallað um sjávarföllin, mismunandi fjörur, stórar og smáar lífverur sem er að finna í fjörunni og fleira. Í bókinni Líf á landi eftir sama höfund45 fyrir sama aldursstig er fjallað um fugla í fjörunni, strandplöntur og refinn. Á unglingastigi grunnskólans (13–15 ára) er fjallað um helstu hópa lif- andi vera í bókinni Lífheimurinn – litróf náttúrunnar46 og um vist- fræði og þróunarlíffræði í bókinni Maður og náttúra.47 Augljóslega er ferð í fjöruna góður vettvangur til að raungera það námsefni. Á yngsta stigi grunnskólans (6–9 ára) tengist ströndin efni sumra bókanna í flokknum „Komdu og skoðaðu“, svo sem Komdu og skoð- aðu umhverfið,48 Komdu og skoðaðu hringrásir,49 Komdu og skoðaðu hafið50 og Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera.51 Öllum þessum bókum fylgja kennsluleiðbeiningar. Að lokum er hér vakin sérstök athygli á nýlegu efni sem nýtist vel í vettvangsferðum í fjöruna. Fyrst er að nefna safn verkefna fyrir mið- og unglingastig á vef sem heitir Nátt- úrustígur ásamt ítarlegum kennslu- leiðbeiningum. Þar eru útfærð verk- efni við norðurströnd Skerjafjarðar þar sem líffræði, landafræði og umhverfismennt er fléttað saman á áhugaverðan hátt.52,53 Í öðru lagi stuðningsefni sem Námsgagna- stofnun hefur gefið út , þ.e. greining- arlykla um smádýr (Landið, Fjaran, Dvergaþangið (Pelvetia canaliculata) finnst efst í klettafjörum og finnur sér ýmsa vaxtar- staði. – Channel wrack (Pelvetia canaliculata) can grow where the wave is strong and is found at the highest tide level in rocky shores. Ljósm./Photo: María B. Steinarsdóttir. 84_3-4.indd 147 1601//15 12:50 1501197 N atturufr 5A C M Y K 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.