Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 13

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 13
13 Bókasafnið 39. árg. 2015 fram stefnuyfirlýsingu varðandi samtengd gögn sem rímar vel við W3C (IGeLU Linked Open Data Special Interest Working Group, 2012). gagnrýni á Bibframe-verkefnið Eitt af því sem unnið er að í Bibframe-verkefninu er að búa til sérstakan orðaforða (e. vocabulary) fyrir öll lýsigögn, þar með talið fyrir bækur í bókasöfnum, tímaritsgreinar í gagnasöfnum og myndastreymi á Youtube. Til þess að lýsa þessum gögnum þarf orðaforða. Það hefur verið gagnrýnt að Bibframe ætlar að búa til sérstakt orðasafn en ekki nýta neitt úr sambærilegum orðasöfnum sem til eru fyrir. Það er búið að búa til orðasafn fyrir allar merkingareiningar í RDA-skráningarreglunum sem hægt væri að nýta. Ef bókasöfnin vilja opna gögn sín til notk- unar fyrir aðra ættu þau að leggja af sitt sérstaka bókfræðilega orðfæri sem önnur samfélög eiga erfitt með að skilja. Karen Coyle gagnrýnir þetta verklag á póstlista Bibframe.7 Það virkar hrokafullt að nota ekki þá vinnu sem aðrir hafa lagt af mörkum og ekki líklegt til að auka notkun á lýsigögnum bókasafnasam- félagsins. Það eru til skilgreind hugtök og einindi í mörgum orðasöfnum fyrir sama fyrirbærið. Hugtök fyrir verk/hugverk og persónur eru dæmi um það. Titill er skilgreindur í orðasöfn- um Dublin Core, RDA og Schema.org. Ef ekki á að nota þau er nauðsynlegt að tengja við þau. Það er hægt, en kostar vinnu. Það þarf að búa til RDF-þrenningu sem segir fyrir um það að hugtakið „verk“ í einu orðasafni sé það sama (til dæmis SKOS:Is- SameAs) og hugtakið „verk“ í öðru orðasafni. Á vefsíðu Bib- frame hjá Library of Congress (Why a single namespace for the BIBFRAME vocabulary) eru færð rök fyrir því að nota eigið orða- safn. Það er erfitt að samræma orðasöfn frá mörgum aðilum og þau eiga það til að breytast eða hreinlega hverfa. Bibframe treystir því ekki að aðrir haldi orðasöfnum sínum við. Í skráningarsamfélaginu hefur verið talsverð umræða um „authorities“ í Bibframe. Ekki þykir liggja ljóst fyrir hver ætlunin er með því. Það er hugsað sem einhvers konar aukalag við önnur nafnmyndakerfi og hefur verið gagnrýnt af Karen Coyle og fleiri aðilum. Martha M. Yee (2009) hefur talsverðar efasemdir um að hægt sé að koma bókfræðigögnum farsællega til skila sem sam- tengdum gögnum. Hún telur að bókfræðigögn séu í grunninn stigveldisskipt (eða hírarkísk). Þess vegna sé erfitt að koma þeim til skila sem stökum einingum með tengsl í allar áttir. Það sé verið að hólfa þau of mikið niður. Margt í bókfræðifærslum ræðst af samhenginu milli atriða sem erfitt er að skilgreina ná- kvæmlega. Bókfræðileg lýsing er ekki aðalatriði lengur, bók- fræðifærslan eins og við þekkjum hana sé dauð en gögnin í henni eigi að lifa sjálfstæðu lífi áfram. Þetta getur reynst erfitt í framkvæmd og hún hefur efasemdir um að bókasafnskerfin geti skilað skiljanlegum færslum úr þessum gögnum. Þau hafi ekki staðið sig alltof vel hingað til. Hún hefur einnig áhyggjur af því að hraði Netsins sé nægilegur. Það þarf að tengja saman mismunandi gögn í hvert sinn sem lögð er inn fyrirspurn; að greina réttu gögnin og réttu tengslin í hvert sinn fyrir hvern notanda. Lítil umræða virðist vera um öryggi samtengdra gagna. Þrátt fyrir leit að umfjöllun um það tókst ekki að finna slíkar heim- ildir nema hjá W3C. Lögð er megináhersla á að þessi gögn séu opin öllum sem vilja endurnýta þau í margs konar tilgangi, en enginn virðist gera ráð fyrir því að hægt sé að misnota þau. Ein ástæða þess að Google notar ekki lýsigögn fyrir efnisorð í leit- arniðurstöðum sínum er sú að auglýsendur notuðu þau til að koma alls óviðkomandi efni sínu að í leitarniðurstöðum. Er ekki hætta á að óprúttnir aðilar laumi sínu efni bakdyramegin inn með opnum, samtengdum gögnum? Kannski horfa menn til reynslunnar af wiki-samvinnunni eins og á Wikipediu. Sú opna vinna sem þar fer fram hefur reynst vel. Líklega vænta menn þess að sú verði einnig raunin þegar samtengd gögn á merk- ingarvefnum eiga í hlut. Forysta bókasafna og merkingarvefurinn Af hverju eiga bókasöfnin að snúa sér að samtengdum gögn- um á merkingarvefnum? Jú, lýsigagnaskráning er eitt af höfuð- viðfangsefnum bókasafns- og upplýsingafræðinnar, við þekkj- um fræðin sem að baki liggja, en höfum fram til þessa aðallega sinnt bókfræðilegri skráningu í bókasafnskerfunum. Bóka- safns- og upplýsingafræðin hefur mikið til málanna að leggja á þessu sviði. Varðveisla og framsetning gagna og upplýsinga og miðlun þeirra er það sem fræðin snúast um. Greinin er í forystu á þessu sviði og ætti að færa út kvíarnar og halda þessari for- ystu í framsetningu, miðlun og varðveislu gagna (W3C Library Linked Data Incubator Group, 2011). Nú þegar er mikill áhugi á ýmsum gögnum bókasafna, einkum nafnmyndagögnum. Ef hægt er að deila þessum gögnum til annarra aðila mun áhugi á þeim aukast enn meir. Þess vegna þarf að leggja af tækni sem hvergi er notuð annars staðar og sleppa gögnunum lausum í netheimana. Abstract: The Bibframe model This article discusses the Bibframe  model  for bibliographic description that is designed to replace the  MARC standards. The MARC format is not used in the wider information comm- unity and has become a liability for libraries that want more data collaboration with the outside world. The Bibframe model employs linked data principles, making it more useful outside the library community, and it is designed for the semantic web. Examples of the Bibframe model’s uses and it’s interaction with existing MARC-records are presented. The story behind the project is reviewed as well as criticism of it. 7. „I want to note that RDA, the cataloging rules that prompted the idea that we need to move away from MARC to something more akin to linked data, already has an RDF vocabulary and its own namespace. This is managed by JSC. So either BIBFRAME will duplicate the well over 1,000 RDA properties, or it must make use of that property set. It isn’t clear why BIBFRAME isn’t using the RDA RDF where it applies“ (Coyle, 2013).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.