Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 19
19 Bókasafnið 39. árg. 2015 Einnig fylgdi bréfinu listi yfir allar 27 stofnanirnar með örstuttri umsögn um forsögu þeirra. 4 niðurstöður – dæmi um gögnin Allir þátttakendur í rannsókninni, bæði viðmælendur og svar- endur spurningakönnunar voru einhuga um að meta land- fræðilegu frumgögnin sem menningararf þjóðarinnar. Orðræða sérfræðinganna þriggja á opinberu skjalasöfnun- um bar með sér virðingu og umhyggju fyrir gögnunum en andstæða þeirrar orðræðu birtist í ótta þeirra um öryggi gagnanna og óvissu í tengslum við daglega notkun frum- gagnanna. Á vinnustöðum tveggja þeirra gátu starfsmenn gengið í gögnin án þeirra milligöngu og kom fram óánægja með þá stöðu, að hluti skjalasafnsins væri undanskilinn dag- legri skjalavörslu. Sérfræðingarnir vildu trúa því að starfsmenn gengju vel um gögnin og gættu sín við notkun þeirra en þeir lýstu óöryggi og ótta sínum yfir því að gögn gætu hafa skemmst eða glatast og ekki ratað alltaf aftur á réttan stað. Einn viðmælandi skar sig úr varðandi öryggi frumgagna á sínum vinnustað, sagði að búið væri að skrá þau að mestu og gera aðgengileg í rafrænum gagnagrunnum og þess vegna ekki lengur þörf á að handleika sjálf frumgögnin. Umræður snérust einnig um notkun gagnanna og þörfina fyrir þau. Sérfræðingarnir voru allir sammála um mikla og stöðuga þörf fyrir frumgögnin á þeirra vinnustöðum. Einn þeirra sagði: „[...] þau skipta alltaf jafn miklu máli [...] ef eitthvað gerist (hik) ég meina það þarf bara eitt gos og þá þarf að fara í teikningarnar [...] grafa upp alls konar mælingar og hitt og þetta.“ Hjá sérfræðingnum með rafræna aðgengið kom fram að ekki væri mikil þörf fyrir að fara í frumgögnin en aftur á móti væri farið reglulega í rafrænu gagnasöfnin. Stjórnendur ræddu einnig notkun gagna á sínum vinnustöðum og nefndu dæmi um stjórnsýslulegar ákvarðanir sem yllu því að þörf væri á að halda lengur í gögnin en 30 ára reglan kveður á um. Samhliða lýsingum á notkun gagnanna birtust í orðræðunni umsagnir um fjölbreytt form gagnanna og að þau væru vandmeðfarin og oft úr viðkvæmu efni. Þegar rætt hafði verið um öryggi, sjálfbeina og þörfina fyrir frumgögnin, vöknuðu upp spurningar um afritun gagnanna á vinnustöðum sérfræðinganna. Um það sagði einn þeirra: „[...] það væri gott að geta skráð þetta og skannað þetta inn og þá gætum við kannski skilað einhverju af þessu.“ Þarna kom í ljós að mörg gagnasöfn voru ekki skráð, þeim var raðað eftir núm- erakerfum í skúffur og hirslur en engin skrá var til yfir þau, einkum þau gagnasöfn sem ekki voru undir umsjón skjalasafn- anna. Sérfræðingarnir voru allir sammála um þörfina fyrir afrit- un gagnanna og þeirra framtíðarsýn snerist að mestu um það verkefni ásamt skylduskilum. En það hefði kostnað í för með sér og tími þeirra væri takmarkaður til slíkra verkefna. Orðræð- an beindist inn á leiðir til lausnar eins og að nýta átaksverkefni sem stofnað hefði verið til og reynst vel, að fá sumarstarfsmenn til sérverkefna og jafnframt kom til tals vinnuframlag fyrrver- andi starfsmanna. Sagt var frá þannig dæmi um starf við skrán- ingar á eldri gögnum eins og ljósmyndum og teikningasöfn- um, og nýttist það sem mikilvægt framlag til varðveislu sögu- legra heimilda fyrir þann vinnustað. Við spurningu um öryggis- afritun rafrænna kerfa á vinnustöðum voru svörin einróma hjá öllum sérfræðingunum, öryggisafrit voru tekin reglulega og lýstu allir ánægju sinni með þá þjónustu. Vart þarf að nefna að það öryggi náði alls ekki til þess hluta skjalasafnsins, þar á meðal landfræðilegra frumgagna, sem ekki var skráður í rafræn kerfi. Hjá einum sérfræðinganna var unnið samkvæmt gæða- vottun sem var í innleiðingu á vinnustaðnum. Bæði sérfræðingar og stjórnendur ræddu aldur landfræði- legu gagnanna á sínum vinnustöðum og í ljós kom að allir sex höfðu eldri gögn en 30 ára. Einn viðmælandinn nefndi elstu gögnin frá 1870 og virk gögn frá 1940, annar sagði elstu gögn- in vera 120 ára gömul, þriðji nefndi gögn frá aldamótum 1900 og eldri, fjórði gögn frá 1920 og eldri, fimmti sagði gögnin vera frá því snemma á síðustu öld [20. öld] og sjötti jánkaði því að eldri gögn en 30 ára væru á vinnustaðnum. Aðeins einn við- mælandinn sagðist hafa skilað landfræðilegum gagnasöfnum í skylduskil til Þjóðskjalasafns. Spurt var um aldur landfræðilegu frumgagnanna í spurn- ingakönnun rannsóknarinnar: „Hve gömul eru (elstu) land- fræðilegu gögnin á/eða frá þínum vinnustað?“ Allir átján þátt- takendur svöruðu (100%) og var svörum raðað í fjögur tímabil, sjá mynd 1. Þeir sem sendu inn svör (18): Þeir sem svöruðu ekki (9): Flugmálastjórn Siglingastofnun Íslands Framkvæmdasýsla ríkisins Hafrannsóknastofnunin Skógrækt ríkisins Hagstofa Íslands Háskóli Íslands Umferðarstofa Landbún.háskólinn á Hvanneyri Landgræðsla ríkisins Umhverfisstofnun Landsvirkjun Landhelgisgæslan Veðurstofa Íslands Mannvirkjastofnun Landmælingar Íslands Vegagerðin Póst- og fjarskiptastofnun Náttúrufræðistofnun Íslands Veiðimálastofnun Ríkislögreglustjóri Orkustofnun Þjóðminjasafn Íslands Skipulagsstofnun Rafmagnsveitur ríkisins Þjóðskrá Íslands Þjóðgarðurinn Þingvöllum Tafla 2. Svarendur spurningakönnunar um landfræðileg frumgögn – og þeir sem svöruðu ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.