Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 37
37
Bókasafnið 39. árg. 2015
stórt tónlistarsafn á plötum og geisladiskum. Sumt dagskrár-
efni hefur verið fært yfir á yngri form í gegnum tíðina og er því
til á fleiri en einum miðli.
Tafla 1: Fjöldi gagna
Hljóðvarp hefur verið varðveitt á stafrænu formi frá 2008 og
sjónvarp frá 2014 í Kistunni, safnagrunni RÚV (sjá töflu 2). Það
þýðir að safnið varðveitir skrár með þessu efni sem eru staf-
rænar að uppruna (e. digital born). Því er komin reynsla á
þann varðveislu- og skráningarmáta. Þá er hægt að nálgast
efni beint í Kistu til hlustunar og áhorfs. RÚV varðveitir þessar
skrár í tvíriti til að koma í veg fyrir að efni glatist.
Vegna Kistu er safn RÚV tilbúið til að láta yfirfæra eldra efni
á stafrænt form og skrá af spjaldskrá þar sem það á við og af
skýrslum sem fylgja hverju gagni.
Tafla 2: Fjöldi skráa og færslna í Kistu - þróun
Sjónvarp, útvarp og tónlist - gögn Fjöldi gagna
Útvarp
Lakkplötur (árin 1935-1960) 7.500
Dagskrárbönd (DB, skráð) (árin 1952-2005) 35.000
Dagskrá á geisladiskum (árin 2000-2008) 12.000
Óskráð dagskrárbönd 15.700
Tónlist
Tónlistarbönd (STD, BTD, TD) 8.750
Vínylplötur 48.013
Geisladiskar – erlendir 12.000
Spjaldskrá útvarps og tónlistar 527.267
Óskráð og óútsend tónlistarbönd í Stúdíói 13 100
Sjónvarp
DVC-pro 15.736
U-matic 1.844
SP betur (BC) 13.424
Digibeta (DBC) 327
Einnar tommu (1”) 3.806
Tveggja tommu (2”) 1.620
Spjaldskrá sjónvarps 122.547
Filmur – 16 mm 12.900
6.3.2015 4.9.2014 11.9.2013
Fjöldi færslna í Kistu 789.121 774.425 531.851
Fjöldi hljóðskráa í
Kistu 375.449
353.734
317.061
Fjöldi myndskráa í
Kistu 4.744
2.405
Þegar efni er yfirfært á stafrænt form ber að skoða það frá
öllum hliðum með tilliti til tækni, safnsins, gagnagrunna og
varðveislu. Kummer, Kuhnle og Gabler (2015) telja að ákvarð-
anir sem lúta að yfirfærslu hljóðs og mynda á stafrænt form og
rökrétt framsetning upplýsinga (lýsigagna) eigi ekki eingöngu
að taka út frá framleiðsludeildasjónarmiði, þar sem nú er
unnið enn hraðar en áður tíðkaðist. Ef við horfum á 50 ára
tímabil eru geymslukröfur mjög mismunandi út frá hags-
munum framleiðsludeilda. Samfélag um opið aðgengi
(e. open source community) og hljóð- og myndiðnaðurinn
knýja á um geymslutækni sem er viðeigandi á hverjum tíma.
Þessa þróun verður að taka alvarlega vegna þess að hún er
hagnýt, raunsæ og gagnleg. Ákjósanlegast er að hafa kerfi
sem er byggt upp eftir safnaskipulagi (e. archiving sturcture)
og sýnir óhlutdrægt skipulag (e. abstraction) með tilliti til
framleiðslunnar og samræmist kröfum OAIS (e. Open Archive
Information System). Um leið þarf að uppfylla kröfur safna um
opna staðla og auðyfirfæranlegt innihald miðils (e. migratable
media) (Kummer o. fl., 2015).
Þegar horft er til náinnar framtíðar er mikil hætta á að ekki
verði hægt að spila þessi gögn og öll viðleitni til að bjarga efni
á eldra formi verður þá fyrir bí (Casey, 2015). Á okkar tímum er
mikið framleitt af hljóði og mynd og ber að skoða bestu leiðir
í yfirfærslu nú og til framtíðar sem og varðveisluform. Í skýrslu
frá Council on library and information resources and Library of
Congress (2012) um stefnu í varðveislumálum vegna upptöku
(e. recording) hljóð- og myndefnis (e. audiovisual) kom fram
að sá þáttur í þjóðsöfnunum vex hvað hraðast í dag. Sérfræð-
ingar á því sviði telja að mesta áskorunin sé þessi skortur á
viðeigandi geymslurými fyrir þetta efni og aðstöðu til að
vernda það. Einnig að það þurfi að koma þessu efni á stafrænt
form áður en gögnin eyðileggist. Með hverju árinu verður yfir-
færslan dýrari og erfiðari. Það þarf að tryggja möguleikann á
að endurgera hverfandi miðla og tryggja góða varðveislu
stafrænna skráa (Council on library and information resources
and Library of Congress, 2012).
Casey (2015) fjallar í grein sinni um hið mikla magn af hlið-
rænu hljóðefni (e. analogue) svo og stafrænum upptökum
sem vistaðar eru á hljóð- og myndformum (e. video) eða
böndum sem liggja undir skemmdum en hafa að geyma
merkilegar sögulegar heimildir með mikið fræðilegt og menn-
ingarsögulegt gildi. Við höfum lítinn tíma til að bjarga þessum
verðmætum. Casey (2015) listar þetta yfirfærsluvandamál
eldri gagna upp með nokkrum lykilorðum: mikill fjöldi
(e. large number), úrelding (e. obsolescence), niðurbrot
(e. degradation), hátt rannsóknargildi (e. high research value)
og lítill tími (e. short time window). Hér á eftir verður fjallað
nánar um þessi atriði.
Fjöldi
Í Bandaríkjunum er talið að yfir 570 milljónir af hljóðupptök-
um séu til, þar af 250 milljónir sem hafa varðveislugildi en á
eftir að koma á stafrænt form (e. digitized) (Casey, 2015). Hjá
RÚV eru á annað hundrað þúsund hljóðupptökur og 35.000
myndupptökur að ótöldum um 12.900 filmum og 1.620