Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 44
44
Fyrir rúmum 70 árum á fjárlögum fyrir árið 1944 var undir fjár-
veitingu til Landsbókasafns Íslands (hér eftir Landsbókasafn)
sérstakur liður sem hét „Til samningar íslenzkrar bókaskrár“
upp á 10.000 kr. Í skránni áttu að vera öll rit íslenskra höfunda,
rit erlendra höfunda prentuð á íslensku og rit erlendra höf-
unda á erlendum tungum ef prentuð hefðu verið hér á landi.
Mönnum fannst það illa sæma bókaþjóðinni að fullkomin ís-
lensk bókaskrá skyldi ekki vera til. Þó að skrár Halldórs Her-
mannssonar, bókavarðar og prófessors, um Fiskesafnið í Cor-
nell-háskóla í Bandaríkjunum veittu mikilsverðan stuðning
vantaði í það safn fjölda bóka og ritlinga sem Landsbókasafn-
ið átti. Þessi fyrsta allsherjar íslenska bókaskrá átti að vera
svipuð að sniði og skrárnar yfir Fiskesafn. Hún myndi innihalda
nákvæma bókfræðilega lýsingu á hverju riti. Titill yrði skrifað-
ur upp stafréttur. Auk þess yrðu athugasemdakaflar við flestar
færslur með ýmsum viðbótar upplýsingum um eintök, prent-
afbrigði, skreytingar, heimildir og síðari útgáfur.
Eftir þennan byrjunarstyrk Alþingis til verksins hófst undir-
búningur fljótlega. Menn gerðu sér þó grein fyrir því að skráin
yrði ekki prentuð fyrr en eftir nokkur ár því að verkið yrði bæði
vandasamt og torsótt. Til greina kom á 5. áratugnum að áður-
nefndur Halldór Hermannsson tæki að sér verkið en ekki varð
af því.
Árin 1955-1956 var verkið greinilega komið vel af stað því í
Árbók Landsbókasafns fyrir þau ár stendur að þess sé vænst
Íslensk bókaskrá til 1844: Saga og útgáfa
að prentun skrárinnar geti hafist eftir eitt til tvö ár. Þá var búið
að ákveða að skráin yrði í tveim aðalhlutum. Fyrri hlutinn
myndi ná til 1844 en það ár fluttist prentun bóka frá Viðey til
Reykjavíkur. Síðari hluti myndi spanna tímabilið 1844-1944 en
þá hófst ítarleg íslensk bókaskrá sem hluti af Árbók Lands-
bókasafns. Til að sjá um útgáfu fyrri hluta skrárinnar var feng-
inn Pétur Sigurðsson háskólaritari að svo miklu leyti sem hann
gat sinnt því með starfi sínu í Háskóla Íslands. En Pétur var
fyrrum starfsmaður í Landsbókasafni. Við vinnuna höfðu
menn mikinn stuðning af skrám Halldórs Hermannssonar um
bækur 16. og 17. aldar sem birtust í Islandica ritröðinni. Hins
vegar hafði aldrei verið samin heildarskrá um rit 18. aldar og
var þar óplægður akur sem krafðist mikilla og víðtækra rann-
sókna.
Í Árbók Landsbókasafns fyrir 1957-1958 segir að ekki hafi
enn verið unnt að hefja prentun bókaskrárinnar en handrit að
fyrri hlutanum verði senn fullbúið. Nokkrum árum síðar eða
1963 horfði til betri vegar því þá lét Pétur Sigurðsson af emb-
ætti sínu sem háskólaritari og tók til við skrána af fullum krafti.
Menn vonuðu að hægt yrði að hefja setningu hennar í prent-
smiðju fljótlega.
Næst fréttist af skránni um áramótin 1965-1966 en þá var
Ólafur Pálmason ráðinn bókavörður og átti hann að veita
Pétri liðsinni við bókaskrána. Í Árbók Landsbókasafns 1966
segir að setning sé hafin en verkið hafi því miður tafist í prent-
Jökull Sævarsson er sagnfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur einnig stundað nám í bókasafns- og
upplýsingafræði í sama skóla. Hann er sérfræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.