Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Side 51

Bókasafnið - 01.06.2015, Side 51
51 Bókasafnið 39. árg. 2015 PRESSoo (object-oriented) módelið sem hann hefur hannað á undanförnum árum ásamt öðrum sérfræðing- um. Módelið sem er alveg nýtt (hefur ekki verið samþykkt) er hannað út frá FRBRoo módelinu, en FRBRoo var í upp- hafi hannað út frá FRBR sem þótti ekki hagstætt líkan fyrir flókna tímaritaskráningu. Franska þjóðbókasafnið hefur í samvinnu við aðalskrifstofu ISSN í París verið að þróa og betrumbæta líkanið út frá FRBRoo sem þótti heldur ekki nógu gott. Það má því segja að PRESSoo sé „útfærsla á út- færslu“. Le Boeuf útskýrði af hverju tímaritaskráning í upp- hafi féll ekki vel að „förberíseringunni“ og tók dæmi með franska tímaritið Le Phare de la Loire sem breyttist ört á út- gáfutímabilinu. Tímarit eru stöðugt að breytast, þau klofna eða renna saman við önnur, hætta og byrja aftur, titlar breytast og svo mætti lengi telja. Það verður spennandi að fylgjast með skráningu tímarita út frá þessu módeli. Fyrir þá sem vilja kynna sér efnið betur og lesa greinina í heild sinni: http://library.ifla.org/838/ Þriðjud.-fimmtud., 19.-21. ágúst Ég sótti einnig fyrirlestra næstu daga. Ein fyrirlestraröðin (session 149) var mjög skemmtileg þar sem fjallað var um vísindi, listir og sköpun eða Science + Art = Creativity. Um arkitektúr bókasafna að utan sem innan og hvernig hönnun getur haft áhrif á líðan fólks. Fagurt umhverfi, listir og vel hannað bókasafn hefur góð áhrif á safngesti. Fimmtudaginn fór ég á Session 208: Knowledge in the digital age – libraries and librarians are managing the digital transformation – knowledge management. Þetta voru fjögur erindi meira og minna um þekkingarstjórnun. Síðasta fyrirlestraröðin sem ég sótti (session 221) bar langa en skemmtilega yfirskrift: Libraries as modern towers of Babel: Fostering development from an individual to a social being: the role of multiculturalism for mutual understanding – library services to multicultural populations. Helsta umfjöllunarefnið var þjónusta við notendur í fjölmenningarsamfélaginu með áherslu á notendavæna þjónustu í fallegu umhverfi. Þarna var eitt erindi sérlega áhugavert „Healing library anxiety: How comparing libraries to hospitals can improve service to mulicult- ural populations“. En það fjallaði um áhrif fegurðar á kvíða. Fram kom að litir, náttúra, listaverk, plöntur og hlýlegt and- rúmsloft væru meðal þeirra þátta sem örvuðu og auðguðu andann. Vitnað var í arkitektinn Jonas Salk, sem hannaði bókasöfn með það fyrir augum að efla og auðga andann. Að kvöldi þriðjudags var haldið menningarkvöld „Cultural evening“ þar sem IFLA gestum var boðið upp á franskar kræs- ingar að hætti Lyonsbúa og danskennslu. Þetta var haldið í stóru vöruhúsi, La Sucrière sem áður geymdi sykurbirgðir hér- aðsins. Vöruhúsið sem var byggt í kringum 1930 stendur við ána Saône og mér skilst að það sé vinsæll skemmtistaður í dag. Föstudagur 22. ágúst: Silkiganga í Lyon Lyon er þekkt fyrir silkiiðnað sem hófst á 16. öld. Ég fór með vinkonuhópnum í kynnisferð um gamla hluta Lyon í Croix Rousse og fræddist um sögu silkivinnslu og listiðnað. Þetta var nokkurra tíma ganga með frönskum leiðsögumanni í gegnum gamlar byggingar og verkstæði sem voru tengd með svoköll- uðum traboulets (göngum). Á þessu litla svæði bjuggu um 30.000 silkivefarar á 19. öld. Við hittumst efst á hæðinni, Croix Rousse og gengum að útsýnisstað. Þaðan gat að líta Alpafjöllin í fjarska og jafnvel Mont Blanc ef grannt var skoðað. Við héld- um áfram göngu okkar niður bröttu hlíðina í nokkrum áföng- um í gegnum þessi traboulets og loks var endað á silkiverk- stæðinu l‘Atelier de Soirerie þar sem við fengum að sjá hvernig málað var á silkistranga af listfengi. Það var ótrúlegt að sjá hve mikil vinna liggur að baki einu verki. Þarna gafst okkur færi á að kaupa silkislæður, klúta og silkibindi. Í lokin Ég hvet alla til að fara á IFLA ráðstefnu og ráðlegg verðandi nýliðum að skipuleggja sig og kynna sér dagskrána áður en haldið er út. Flestalla fyrirlestra má nálgast á vefsíðu IFLA sem er mjög gagnlegt til að kynna sér efnið fyrirfram, fylgjast með ráðstefnunni eða rifja upp að henni lokinni. Þá er gott að hafa plan B ef valdir fyrirlestrar standast ekki væntingar. Einnig ráðlegg ég IFLA-förum að skrá sig tímanlega í bókasafnsheim- sóknir og dagsferðir, helst fyrir ráðstefnuna ef sá möguleiki er fyrir hendi. Því miður náði ég ekki að heimsækja bókasafn í Lyon þar sem ég var of sein að skrá mig. Hins vegar tókst mér að reka inn nefið á bókasafn Pompidou listasafnsins í París áður en ég hélt til Lyon. Franska þjóðbókasafnið í París, Bibliothèque nationale de France, hafði ég heimsótt með vinnufélögum haustið 2011 og bókasafnið í Aix-en-Provence, Bibliothèque Méjanes heimsótti ég sumarið 2004 þar sem ég fór á kynningu um handrit og annað fágæti safnsins. Þannig að ég hef fengið smá nasasjón af frönskum bókasöfnum. Traboulet í gamla hluta Lyon. Ljósm.: höfundur

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.