Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 56

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 56
56 Sem upplýsingafræðingur á háskólabókasafni fæ ég oft til mín háskólanema í leit að heimildum. Þar hef ég tekið eftir ákveðinni tilhneigingu nemenda til að vilja einungis ritrýnt efni og þá breytir litlu hvers eðlis upplýsingarnar eru. Nem- endur hafa þá tekið eftir því að ætlast er til að notaðar séu ritrýndar fræðigreinar og fara því að leita að slíku efni. Greini- legt er að það vantar útskýringar á því hvað telst vera ritrýnt eða hæft til ritrýni. Dæmi um efni sem ég hef verið spurður um eru hagtölur, blaðagreinar og jafnvel ævisögur. Ritrýnin á að gulltryggja að um gæðaefni sé að ræða og það sem er ekki ritrýnt stenst ekki gæðakröfur. En er það raunin? Greinar sem eru ritrýndar fara í gegnum ákveðið ferli þar sem fræðimenn á efnissviði greinarinnar fara yfir og meta að- ferðafræði, niðurstöður og fleira. Vel heppnuð ritrýni á að finna ágalla og það getur tekið langan tíma að fá greinar birtar vegna betrumbóta á efni þeirra. Misjafnt er hvað felst ná- kvæmlega í ritrýni enda er margt ólíkt með rannsóknum í heimspeki og heilbrigðisvísindum, svo dæmi sé tekið, en í rit- rýni felst að minnsta kosti einhvers konar gæðastjórnun eða gæðaeftirlit. Anna María Sverrisdóttir (2013) skrifaði ítarlegri grein um hvað felst í ritrýni í Bókasafninu og ég hvet áhuga- sama til að lesa hana. Hér mun ég líta á galla og misnotkun á ritrýni. Ritrýni sem slík hefur lítið verið rannsökuð þrátt fyrir að hafa verið mikilvægur liður í starfsemi akademíunnar öldum sam- an (Jefferson, Alderson, Wager og Davidoff, 2002, bls. 2784). Nokkuð vafasamt er að meta gæði efnis út frá ritrýninni einni sér. Til að grein birtist sem ritrýnd þarf þriðji aðili að fara vand- „Er þetta ritrýnt?“ lega yfir hana og meta hvort hún sé hæf til birtingar. Við höf- um í raun oft takmarkaða vitneskju um ritrýningarferlið og því er erfitt að meta hversu nákvæmlega grein hefur verið lesin yfir eða hvaða gæði ritrýnin er í raun að tryggja. Ágallar ritrýni Margir hafa gagnrýnt ritrýni og ritrýningarferlið. Þar má nefna Lajtha og Baveye (2010) sem sögðu ferlið verða sífellt erfiðara og vísuðu til annarra ritstjóra sem sögðu það sama (bls. 1). Smith (2006) nefnir nokkur vandamál við ritrýni og tekur jafn- vel dæmi. Lítum á nokkur þeirra: 1. Ritrýni er seinlegt og dýrt ferli. Eitt ár getur liðið frá því að grein er samþykkt þar til hún er birt sem ritrýnd grein. Vinna við ritrýni er ólaunuð og getur verið mjög tíma- frek. Það er mjög misjafnt hversu strangt ritrýniferlið er og yfirlestur greina er misítarlegur. 2. Ósamræmi á milli tveggja ritrýna eða fleiri. Til dæmis getur ritrýnir talið grein skýra og greinargóða sem aðrir ritrýnar hafa talið ruglingslega. 3. Hlutdrægni. Ýmsar vísbendingar eru um slagsíðu í birt- ingu fræðigreina. Nefna má vel þekkt vandamál innan heilbrigðisvísinda sem felst í því að rannsóknir með neikvæðum niðurstöðum eru líklegri til að vera hafnað, það er að segja niðurstöður sem sýna fram á að inngrip í rannsókn virki ekki. Þetta er kallað útgáfuhlutdrægni (e. publication bias). Erlendur Már Antonsson er með BA í heimspeki og MLIS í bókasafns- og upplýsingafræði. Hann hefur starfað hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni frá 2012.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.