Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 23

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 23
23 Bókasafnið 39. árg. 2015 Hugmyndir að verkefnum til úrbóta: Margar hugmyndir að verkefnum koma fram í textasvörum þátttakenda spurninga- könnunarinnar við spurningum um átaksverkefni og teymis- og hópaverkefni (spurningar 2.6 og 2.8 í rannsókninni). Svörin fjölluðu flest um átak í skráningu og skönnun og langur listi svara kom fram við spurningu um teymis- eða hópaverkefni sem unnin höfðu verið í tengslum við landfræðilegu gögnin, þar má sjá fjölda hugmynda að verkefnum til úrbóta. Tillögur til úrbóta vegna skorts á heildarskipulagi: Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna skort á heildar- skipulagi í opinberum skjalasöfnum. Gengið er út frá því að Þjóðskjalasafn þekki stöðu hvers opinbers skjalasafns vegna þeirrar skyldu að fá samþykki á skjalavistunaráætlun og end- urskoðun hennar. Úrræði til úrbóta eru því í beinum tengslum við þá skyldu. Lagt er til að sérfræðingar Þjóðskjalasafns fari til allra þeirra stofnana og ríkisfyrirtækja sem ekki starfa sam- kvæmt skjalavistunaráætlun og móti þar fyrstu skref til inn- leiðingar áætlunarinnar með tímamörkum, mæti síðan að þeim tíma loknum og ákveði næstu skref og svo koll af kolli þar til full virkni áætlunarinnar er komin á. Um leið eru stjórn- endur virkjaðir sem ábyrgðaraðilar heimasafns. Haldnir verði fastir fræðslufundir vegna verkefnisins, þá sitji, auk stjórn- andans eða stjórnenda, sérfræðingar Þjóðskjalasafns sem stjórna fundum, sérfræðingar á skjalasafni vinnustaðarins og tölvunarfræðingar og fleiri eftir atvikum. Gildandi lög, reglur, staðlar og annað upplýsingaefni verði til umræðu á fund- unum. Þar sem skjalavistunaráætlun er þegar virk ætti samt að halda slíka upplýsingafundi sem líta mætti á sem námskeið í heimasafni og ræða helstu atriði opinberrar skjalavörslu út frá aðstæðum á hverjum vinnustað. Engar stofnanir eða ríkis- fyrirtæki ættu að vera undanskilin þessum fræðslufundum. Ef Þjóðskjalasafn skortir lagaheimildir til slíkra verka er lagt til að gera viðeigandi lagabreytingar til að tryggja framgöngu verk- efnisins. Tillögur til úrbóta varðandi geymsluskrá: Lagt er til að Þjóðskjalasafn stuðli að því að engin ríkisstofnun komist hjá því að hafa og nota geymsluskrá. Þjóðskjalasafn ætti alls ekki að bíða eftir því að stofnanir hafi samband og biðji um skrána (forritið), eins og tíðkast hefur, heldur öfugt, sérfræðingar safnsins ættu að fara sjálfkrafa í heimasöfnin og innleiða geymsluskrána (til jafns við skjalavistunaráætlunina), stuðla þannig að því að hún verði sett upp í tölvukerfi stofnananna og leiðbeina starfsfólki um notkun og skráningu í hana á vinnu- staðnum. Eftirlit og eftirfylgni, til dæmis varðandi hin stóru og flóknu landfræðilegu gagnasöfn, ætti svo að vera fastur liður í sam- starfi Þjóðskjalasafns og opin- berra skjalasafna. Tillaga um heildarstefnu fyrir landfræðileg gögn: Í framhaldi af hugmynd um heildarstefnu á landsvísu fyrir landfræðilegu gögnin, sem getið var um hér að framan, er lagt til að stjórnvöld móti og setji fram heildar- stefnu varðandi aðgengi, miðlun og varðveislu landfræðilegra gagna, hvort sem þau eru opinber eða í einkaeigu. Markmiðin verði þau að öll landfræðileg gögn á Íslandi, gagnasöfn og rafræn gagnasett, eigi sér eina sameiginlega miðstöð þar sem upplýsingar um þau verði öllum aðgengilegar (trúnaðarmál undanskilin). Varðveisla, skráning og afritun verði tryggð og rannsóknar- og sagnfræðileg gildi í heiðri höfð. Benda má á MS-ritgerð í landfræði eftir Þorvald Bragason (2007), sem fjallar um skipulag og leiðir við skráningu, varðveislu og miðlun landfræðilegra gagna á Íslandi. Lagt er til að í land- fræðilegu miðstöðinni starfi hlið við hlið sérfræðingar í land- fræði, lögfræði, tölvunarfræði, upplýsingafræði, skjalfræði, safnafræði og fleiri sérfræðifögum eftir aðstæðum, undir yfirumsjón Þjóðskjalasafns og viðkomandi ráðuneytis. Úrræði fyrir Þjóðskjalasafn Íslands er að byggja nýtt og sérhannað þjóðskjalasafn undir þjóðararfinn. Tryggja þarf Þjóðskjalasafni fjármagn og starfsfólk til að geta sinnt hlut- verki sínu samkvæmt lögum og reglum um opinbera skjala- vörslu. 8 umræður og samantekt Í greininni hefur verið fjallað um rannsókn á landfræðilegum frumgögnum íslenska ríkisins, 30 ára og eldri. Kynnt voru markmið og tilgangur rannsóknarinnar, sögulegur og fag- legur bakgrunnur gagnanna og aðferðafræðin sem notuð var. Helstu niðurstöður voru kynntar og mörg dæmi tekin úr orðræðu þátttakenda og svörum við spurningakönnun og nokkrar tillögur til úrbóta nefndar. Heildarniðurstaða og kenning: Með opinbera skjala- vörslu í huga vísar heildarniðurstaða rannsóknarinnar í þá kenningu að þar sem skortir heildarskipulag þar skortir þekk- ingu. Aðrar niðurstöður rannsóknarinnar koma heim og saman við heildarniðurstöðuna, hvort sem þær varða land- fræðilegu gögnin og stöðu þeirra, frammistöðu stjórnsýsl- unnar gagnvart gögnunum eða frammistöðu Þjóðskjalasafns sem stjórnsýslustofnunar. Þrátt fyrir lögbundið hlutverk og faglegt skipulag í Þjóðskjalasafni leiddu niðurstöður í ljós að þar skortir á þekkingu á landfræðilegum gögnum og tilvist Mynd 3. Mat svarenda á frammistöðu Þjóðskjalasafns Íslands gagnvart landfræðilegum gögnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.