Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 45

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 45
45 Bókasafnið 39. árg. 2015 smiðjunni vegna nokkurra stafa er smíða hafi þurft sérstak- lega og mjög seinlegt reyndist að útvega vestan um haf. En nú séu stafirnir komnir og sé unnið af fullum krafti að setningu skrárinnar. Ekki verði á þessu stigi séð hvenær unnt verði að ljúka umræddum áfanga því að í verki sem þessu þurfi mjög margs að gæta. En það æxlaðist þannig að skráin kom aldrei út undir lok sjöunda áratugar aldarinnar né síðar þrátt fyrir að afrakstur þessarar vinnu yrði fullsett prentsmiðjuhandrit af hlutanum til 1844. Þeir sem unnu mest að skránni á þessum tíma voru Pétur Sigurðsson og Ólafur Pálmason. Þeir tveir eru höfundar að flestum þeim færslum sem eru í skránni í dag. Einnig lögðu Þórhallur Þorgilsson og Einar G. Pétursson verkinu lið. Árið 2005 var í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni (Lbs.-Hbs.) byrjað að huga að skránni á ný. Til voru pappírs- prófarkir af prentsmiðjuhandritinu en árið 1986 mun blýsátr- inu hafa verið hent í prentsmiðjunni. Þessar prófarkir voru notaðar til þess að gera skrána að tölvutæku ritvinnsluskjali. Það var gert þannig að skráin var skönnuð inn í tölvu sem las síðan yfir textann og sneri honum yfir á rafrænt form. Útkom- an var síðan leiðrétt og lagfærð og ýmsar breytingar gerðar, til dæmis stafrófsröð breytt þannig að nú er raðað á skírnarnöfn í staðinn fyrir föðurnöfn. Að þessari umbreytingu á skránni komu aðallega þeir Þorleifur Jónsson og sá sem þetta skrifar. Á þessu stigi kom líka Ólafur Pálmason aftur að verkinu og las yfir prófarkir. Þessi liðveisla annars aðalhöfundar bókaskrár- innar var ómetanleg fyrir þessa vinnu. Eftir að handritið að bókaskránni hafði verið fullunnið í rit- vinnslu var því að frumkvæði Arnar Hrafnkelssonar sviðsstjóra á Lbs.-Hbs. varpað yfir á XML form samkvæmt TEI P5 staðlin- um (e. Text Encoding Initiative). Textinn var merktur með XML kóða þar sem hver bókfræðifærsla var afmörkuð og upplýs- ingum úr henni varpað eftir ákveðinni forskrift á ákveðna staði innan XML trésins samkvæmt staðlinum. En framsetning skrárinnar í ritvinnsluskjali var með mjög skipulegum hætti og gerði það kleift að koma gögnunum yfir á XML form með sjálf- virkri keyrslu. Um þetta verkefni sá Áki G. Karlsson vefstjóri Lbs.-Hbs. Í ritvinnsluskjalinu er ritverkum raðað í stafrófsröð á höfund, það er fornafn Íslendings og kenninafn útlendings, eða á titil rits ef enginn er höfundurinn. Þessari röðun er haldið í XML skjalinu. Tilvísanir í ritvinnsluskjali, þar sem vísað er til dæmis í titla á ritum og önnur nöfn þeirra, hafa verið felldar í burtu en eru kóðaðar í hverri stakri XML færslu fyrir hvert rit og eru þannig gerðar leitar- og röðunarbærar. Eftir yfirfærsluna þurfti að bera saman XML gögnin við útprent af bókaskrá og bæta við upplýsingum sem eru ekki til staðar á XML formi, til dæmis útgáfustað, nafni prentara og forleggjara, höfundum við- prents (texti eftir aðra en aðalhöfund) og setja athugasemdir á réttan stað. Hér var oftast nær um að ræða upplýsingar sem var ekki hægt að yfirfæra vélvirkt. Mikil vinna fór í þetta verk. Meðhöndlun upplýsinganna úr bókaskránni fór fram í XML forriti sem heitir Oxygen og gögnin eru varðveitt á SVN þjóni, hinum sama og er notaður í handritaverkefninu, handrit.is. Stuðst er við ýmsar skrár sem hafa orðið til í fyrrgreindu verk- efni, til dæmis mannanafnaskrá og staðaskrá. Þegar úrvinnsla gagnanna í XML var langt komin bjó Georg Perreiter forritari á Lbs.-Hbs. til vefviðmót fyrir þau. Vefsíðan var síðan opnuð á slóðinni bokaskra.landsbokasafn.is á tutt- ugu ára afmæli Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns 1. desember 2014. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um ritin með því að nota textaleit eða vafra um lista þar sem þeim er raðað í stafrófsröð eftir titlum, mannanöfnum og fleiru. Einnig má skoða tölfræði um hvernig bækurnar skiptast eftir árum, löndum og tungumálum. Heildarfjöldi binda núna er 2.169 en á næstu mánuðum verður bætt við skrána nokkrum fjölda af tilskipunum og grafskriftum. Á vef Lbs.-Hbs. er undirsíðan Bókaeign en þar hafa verið settar inn með myndrænum hætti skrár yfir bókaeign bæja og sókna á 19. öld sem Jón Árnason landsbókavörður bað presta og prófasta að taka saman. Abstract: An Icelandic bibliography to the year 1844: History and publishing. On the twentieth anniversary of the National and University Library of Iceland on December 1st 2014, a website giving access to the Icelandic bibliography 1534-1844 was launched. The history of this bibliography can be traced to the middle of the last century when work began in the National Library of Iceland on making a bibliographic record of all publications of Icelandic authors, works of foreign authors printed in Icelandic and by foreign authors in foreign languages printed in Iceland. The first part of the bibliography was to cover the years 1534 to 1844, or the period from the beginning of print- ing in Iceland to when the printing press was moved from Viðey to Reykjavík. The intention was to publish the end results of this work but that plan got delayed. In 2005 work on the bibliography was resumed in the National and University Library of Iceland and soon it was decided to digitize it and make it accessible on the Internet, resulting in a detailed bibliographic description of all publications from this period on the website bokaskra.landsbokasafn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.