Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 10

Bókasafnið - 01.06.2015, Blaðsíða 10
10 Bókasafnið 39. árg. 2015 Verklag við að setja orðasöfn fram á merkingarvefnum Víða er hægt að finna upplýsingar um verklag við að setja samtengd gögn á Netið (Haslhofer, 2009). Mælt er með því að nota orðasöfn sem til eru fyrir. Ef ekkert nothæft hugtak finnst í orðasafninu, þá á að reyna að finna víðara hugtak og skil- greina nýja hugtakið sem þrengra. Ef það gengur ekki þá á maður að búa til sitt eigið orðasafn og gera þannig úr garði að aðrir geti notað það. Einnig á að tengja hugtakið í önnur orða- söfn þannig að þau hugtök sem merkja það sama séu tengd með „isSameas“ eða álíka tengli úr OWL. Það er búið að skil- greina titil í mörgum orðasöfnum, þar á meðal í orðasafni RDA- skráningarreglnanna og Dublin Core. Við hér á Íslandi gætum tengt okkar nafnmyndafærslur og efnisorð við orðasöfn sem til eru fyrir. Ef við finnum sambærilegt hugtak þá getum við tengt þangað. Halldór Laxness hefur verið settur fram sem persóna í nokkrum orðasöfnum, til dæmis í ISNI. Við getum tengt okkur þangað inn, notað veffangið og kennitöluna og bætt við fleiri afbrigðum í rithætti. Síðan getum við búið til okkar eigið orðasafn fyrir nöfn sem ekki hafa verið skilgreind annars staðar. nýtt skráningarsnið - Bibframe Bibframe-skráningarsniðið á að auðkenna gögn þannig að tölvur eigi auðvelt með að túlka þau og lesa, eða með öðrum orðum, gögnin á að setja fram sem samtengd gögn á merk- ingarvefnum. Þetta kallar á gerbreytta hugsun. Skráningar- færslan eins og við þekkjum hana í dag fær víðtækara hlutverk. Sumir segja raunar að dauði marksniðsins hafi í för með sér dauða færslunnar sem slíkrar. Skráning snýst ekki aðeins um að lýsa ákveðnu gagni á bókasafninu, heldur um að sýna tengsl þess við önnur gögn sem aðgengileg eru á vefnum (Library of Congress, 2012). Þetta er gert meðal annars með því að merkja hverja einingu með veffangi. Þessi tengsl milli gagna á vefnum, sem verða að samtengdum gröfum (e. graphs) og dreifast í allar áttir, hjálpa leitarvélum og bæta leitarheimtur. Mikilvægi tengslanna sést vel í Google Knowledge Graph sem notfærir sér þau til að benda notendum á fleira áhugavert efni byggt á niðurstöðum fyrri leita. Svipað er uppi á teningnum hjá Amazon vefversluninni sem nýtir sér tengsl milli titla og kauphegðunar og bendir þeim sem þar leita á fleira áhugavert efni (sá sem keypti bókina sem þú ert að skoða, keypti líka þessa bók). Bibframe-skráningarsniðinu er ætlað að taka við af mark- sniðinu nokkurn veginn snurðulaust. Söfnin eiga að geta not- að gömlu færslurnar sínar áfram, en jafnframt tekið upp nýja skráningarsniðið. Til þess að þetta sé hægt þarf að leysa upp grunneiningar marksniðsins og raða þeim upp á nýjan hátt. Í Bibliographic Framework as a web og Data (Library of Congress, 2012, bls. 3) kemur fram að megináhersla er lögð á þrennt: 1. Að gera skýran greinarmun á hugverki og hinum ýmsu birtingarmyndum þess. Hugverk getur birst í ýmsum út- gáfum og á mismunandi ytra formi. Það þarf að vera ljóst hvaða upplýsingar tengjast hugverkinu annars vegar (höfundur, titill og fleira) og birtingarmyndum þess hins vegar (blaðsíðutal, myndefni, útgefandi, útgáfuár o.s.frv.) 2. Að auðkenna upplýsingaeinindi (e. information enti- ties), en um það snýst nafnmyndastjórnun að talsverðu leyti. Auðkenna og aðgreina þarf alla einstaklinga, stofnanir, útgefendur og fleiri sem tengjast hugverki og birtingarmyndum þess 3. Að gefa til kynna tengsl milli einindanna, til dæmis að tiltekið forlag sé útgefandi tiltekins rits. Í hefðbundnum skráningarfærslum þarf oft að ráða þessi tengsl af sam- henginu eða staðsetningu upplýsinganna í færslunni. Markfærslur eru þríþættar. Þær innihalda upplýsingar um: 1. hugverkið, innihald verksins 2. ytra form gagns, það sem við höfum í höndunum eða lesum af skjánum 3. lýsigögn sem tengjast færslunni eins og staðsetningar- tákn og kóða sem líta má á sem athugasemdir eða skýr- ingar. Með þetta í huga er Bibframe-líkaninu skipt í eftirfarandi hluta (Library of Congress, 2012, bls. 8): • Creative work (hugverk) – innihald verksins eða sú hugsun sem að baki verksins býr. Þetta er óhlutbundið einindi . Við verkið er hægt að tengja samþykkta mynd hugtaksins (nafnmynd) og aðrar einingar eins og efni og höfund, en einnig er hægt að tengja það við önnur verk • Instance (tilvik) – efnisleg framsetning hugverksins, sem getur verið hlutbundin, til dæmis bók eða tónlistar- verk eða rafrænt efni. Það býr yfir eiginleikum sem ein- kenna framsetninguna og það tengist samræmdum nafnmyndum fyrir útgáfustað, útgefanda, dreifingar- aðila og fleira. Hvert „instance“ (tilvik) getur aðeins verið birting eins verks. • Authority (nafnmyndir) – lykilheimild að hugtökum sem hafa skilgreind tengsl við verkið og framsetningu þess, til dæmis fyrir fólk, staði, stofnanir, viðburði og efni. Nafnmyndunum eða lykilheimildunum er ekki ætlað að koma í staðinn fyrir venjulegar nafnmynda- færslur bókasafna heldur mynda eins konar aukalag fyrir margvíslegar nafnmyndaupplýsingar á vefnum til að gera þær að enn áhrifaríkari leið til að afmarka merk- ingu hugtaka og fyrirbæra þannig að þær falli ekki saman við aðrar nafnmyndir. Það er gert með því að halda saman öllum nafnmyndum hvers einstaklings með einstöku auðkenni eða „kennitölu“ eins og gert er í ISNI-staðlinum. • Annotation (viðbætur, athugasemdir, skýringar) – aukaupplýsingar sem auðga lýsingu verksins. Það getur verið staðsetning gagnsins, mynd af bókarkápu eða rit- dómur um verkið og aðrar tengingar í utanaðkomandi gögn. Bibframe-líkanið gerir ekki ráð fyrir því að upp- lýsingar um eintök, staðsetningu og þess háttar séu eiginleikar „instance“ (tilviks), heldur staðhæfingar ein- stakra safna um tilvikið. Það gefur söfnunum ákveðið svigrún til þess að bæta staðbundnum upplýsingum við lýsinguna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.